Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2021 18:00 Þessi mynd var tekin við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands. AP/Maxim Guchek Yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærum ríkjanna. Verið sé að reyna að þvinga fólkið til að gera tilraun til að fara yfir landamærin. Það gerðist nokkrum klukkustundum eftir að Hvít-Rússar rýmdu búðir fólks nærri landamærunum í gær og virtust flytja fólkið á brott. Þá var flogið með fólk frá Hvíta-Rússlandi aftur til Íraks í fyrsta sinni í mánuði í gær. Anna Michalska, talskona landamæravörslu Póllands, sagði á blaðamannafundi í dag að nokkrum klukkustundum eftir að fólkið hefði verið flutt á brott hefðu um 500 manns verið flutt aftur að landamærunum. Þá hefðu hermenn reynt að hjálpa þeim að komast yfir landamærin. Samkvæmt frétt Reuters sagði hún fjóra landamæraverði hafa særst. Undanfarnar vikur hefur mikill fjöldi farandsfólks safnast saman við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Ráðamenn Evrópusambandsins saka Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands um að senda fólki að landamærunum að nágrannaríkjunum Póllandi, Litháen og Lettlandi til þess að ná sér niðri á Evrópuríkjum vegna refsiaðgerða þeirra og skapa glundroða. Hvít-Rússar lokuðu búðum við landamærin í gær og fluttu fjölda fólks í vöruskemmu nærri Grodno.AP/Maxim Guchek Hann er sakaður um að laða fólk til Hvíta Rússlands með gylliboðum um auðveldan aðgang að Evrópusambandinu. Lúkasjenka hefur þó neitað því. Talið er að um fimm þúsund farand- og flóttamenn séu í Hvíta-Rússlandi, eftir að hundruðum var flogið til Íraks í gær. Sagði hermenn mögulega hafa hjálpað Í viðtali við BBC sem birt var í dag sagði Lúkasjenka að það gæti vel verið að hermenn hans hefðu hjálpað fólki yfir landamærin til Póllands. Það væri þó ekki rétt að fólkinu hefði verið boðið til Hvíta-Rússlands. „Kannski hjálpaði þeim einhver. Ég ætla ekki einu sinni að skoða þetta,“ sagði hann. Lúkasjenka sagði einnig að hann hefði sagt ráðamönnum í Evrópu að hann ætlaði ekki að stöðva fólkið og það myndi hann aldrei gera því „þau eru ekki að koma til landsins míns, þau eru að koma til ykkar“. „En ég bauð þeim ekki hingað. Í sannleikanum sagt vill ég ekki að þau fari í gegnum Hvíta-Rússland.“ Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sakaði Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í mánuðinum um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Sjá einnig: Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Blaðamaður BBC spurði Lúkasjenka út í það að hann hefði látið loka um 270 alþjóðasamtökum í Rússlandi frá því í júlí. Við því brást einræðisherrann reiður. „Við munum slátra öllum þessum úrhrökum sem þið hafið fjármagnað. Þið eruð reið yfir því að við höfum rifið niður þessar byggingar. Þessi alþjóðasamtök eða hvað sem þau eru, sem þið hafið verið að borga fyrir.“ Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. 17. nóvember 2021 20:16 Leggja gaddavír á landamærin til að æfa viðbrögð við flóttamannastraumi Eistnesk stjórnvöld kölluðu hátt á annað þúsund varaliðshermenn út á fyrirvaralausa æfingu þar sem þeir eru látnir leggja gaddavír yfir tugi kílómetra af landamærum landsins að Rússlandi. Æfingin tengist flóttamannavanda sem Hvítrússar eru sakaðir um að valda. 17. nóvember 2021 14:36 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Þá var flogið með fólk frá Hvíta-Rússlandi aftur til Íraks í fyrsta sinni í mánuði í gær. Anna Michalska, talskona landamæravörslu Póllands, sagði á blaðamannafundi í dag að nokkrum klukkustundum eftir að fólkið hefði verið flutt á brott hefðu um 500 manns verið flutt aftur að landamærunum. Þá hefðu hermenn reynt að hjálpa þeim að komast yfir landamærin. Samkvæmt frétt Reuters sagði hún fjóra landamæraverði hafa særst. Undanfarnar vikur hefur mikill fjöldi farandsfólks safnast saman við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Ráðamenn Evrópusambandsins saka Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands um að senda fólki að landamærunum að nágrannaríkjunum Póllandi, Litháen og Lettlandi til þess að ná sér niðri á Evrópuríkjum vegna refsiaðgerða þeirra og skapa glundroða. Hvít-Rússar lokuðu búðum við landamærin í gær og fluttu fjölda fólks í vöruskemmu nærri Grodno.AP/Maxim Guchek Hann er sakaður um að laða fólk til Hvíta Rússlands með gylliboðum um auðveldan aðgang að Evrópusambandinu. Lúkasjenka hefur þó neitað því. Talið er að um fimm þúsund farand- og flóttamenn séu í Hvíta-Rússlandi, eftir að hundruðum var flogið til Íraks í gær. Sagði hermenn mögulega hafa hjálpað Í viðtali við BBC sem birt var í dag sagði Lúkasjenka að það gæti vel verið að hermenn hans hefðu hjálpað fólki yfir landamærin til Póllands. Það væri þó ekki rétt að fólkinu hefði verið boðið til Hvíta-Rússlands. „Kannski hjálpaði þeim einhver. Ég ætla ekki einu sinni að skoða þetta,“ sagði hann. Lúkasjenka sagði einnig að hann hefði sagt ráðamönnum í Evrópu að hann ætlaði ekki að stöðva fólkið og það myndi hann aldrei gera því „þau eru ekki að koma til landsins míns, þau eru að koma til ykkar“. „En ég bauð þeim ekki hingað. Í sannleikanum sagt vill ég ekki að þau fari í gegnum Hvíta-Rússland.“ Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sakaði Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í mánuðinum um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Sjá einnig: Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Blaðamaður BBC spurði Lúkasjenka út í það að hann hefði látið loka um 270 alþjóðasamtökum í Rússlandi frá því í júlí. Við því brást einræðisherrann reiður. „Við munum slátra öllum þessum úrhrökum sem þið hafið fjármagnað. Þið eruð reið yfir því að við höfum rifið niður þessar byggingar. Þessi alþjóðasamtök eða hvað sem þau eru, sem þið hafið verið að borga fyrir.“
Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. 17. nóvember 2021 20:16 Leggja gaddavír á landamærin til að æfa viðbrögð við flóttamannastraumi Eistnesk stjórnvöld kölluðu hátt á annað þúsund varaliðshermenn út á fyrirvaralausa æfingu þar sem þeir eru látnir leggja gaddavír yfir tugi kílómetra af landamærum landsins að Rússlandi. Æfingin tengist flóttamannavanda sem Hvítrússar eru sakaðir um að valda. 17. nóvember 2021 14:36 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. 17. nóvember 2021 20:16
Leggja gaddavír á landamærin til að æfa viðbrögð við flóttamannastraumi Eistnesk stjórnvöld kölluðu hátt á annað þúsund varaliðshermenn út á fyrirvaralausa æfingu þar sem þeir eru látnir leggja gaddavír yfir tugi kílómetra af landamærum landsins að Rússlandi. Æfingin tengist flóttamannavanda sem Hvítrússar eru sakaðir um að valda. 17. nóvember 2021 14:36
Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06