Segir mannréttindi í Katar „með þeim verstu í heimi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. nóvember 2021 07:00 Lewis Hamilton ræddi við fjöldmiðla um mannréttindi fólks í Katar. Andrej Isakovic/Getty Images Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur gagnrýnt mannréttindi í Katar en keppni helgarinnar fram þar í landi. Hamilton segir að íþróttir verði að vera gagnrýnar á þá staði sem þær ákveði að keppa á. Kappaksturinn á Losail-brautinni í Doha um helgina er sá fyrsti sem fram fer í Katar. Frá því að ákveðið var að halda HM 2022 í knattspyrnu í Katar hefur landið reglulega verið í fréttum vegna bágrar stöðu verkafólks í landinu, stöðu kvenna og hinsegin fólks. 'We stand together' Lewis Hamilton wears rainbow helmet in Qatar Grand Prix practice https://t.co/NE22l0K8T8— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2021 Hamilton hefur ítrekað rætt mikilvægi þess að Formúlan ræði málefni þeirra landa þar sem keppt er og gerði það enn á ný í Katar. „Við vitum að það eru ýmis vandamál til staðar á þeim stöðum sem við keppum á. Katar virðist hins vegar dæmt til að vera einn af verstu stöðunum í þessum hluta heimsins. Þegar íþróttagreinar ákveða að halda á staði sem þessa verður að ræða opinberlega um málefni þeirra. Mannréttindi eru mikilvægt málefni,“ sagði Hamilton á blaðamannafundi fyrir helgi. „Ein persóna getur aðeins áorkað ákveðið miklu en saman getum við haft mun meiri áhrif. Já, ég vil að íþróttafólk ræði málefni sem þessi,“ bætti heimsmeistarinn við. One of the worst : Lewis Hamilton criticises Qatar over human rights before country stages first F1 race.By @Giles_Richards https://t.co/RqOBEvERXt— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2021 Reikna má með hörkuspennandi keppni í Formúlu 1 um helgina en Max Verstappen er sem stendur 14 stigum á undan Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hamilton vann ótrúlegan sigur í Brasilíu um síðustu helgi og þarf á öðrum slíkum að halda í Katar ætli hann sér að vinna áttunda heimsmeistaratitilinn. Formúla Mannréttindi Katar Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Kappaksturinn á Losail-brautinni í Doha um helgina er sá fyrsti sem fram fer í Katar. Frá því að ákveðið var að halda HM 2022 í knattspyrnu í Katar hefur landið reglulega verið í fréttum vegna bágrar stöðu verkafólks í landinu, stöðu kvenna og hinsegin fólks. 'We stand together' Lewis Hamilton wears rainbow helmet in Qatar Grand Prix practice https://t.co/NE22l0K8T8— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2021 Hamilton hefur ítrekað rætt mikilvægi þess að Formúlan ræði málefni þeirra landa þar sem keppt er og gerði það enn á ný í Katar. „Við vitum að það eru ýmis vandamál til staðar á þeim stöðum sem við keppum á. Katar virðist hins vegar dæmt til að vera einn af verstu stöðunum í þessum hluta heimsins. Þegar íþróttagreinar ákveða að halda á staði sem þessa verður að ræða opinberlega um málefni þeirra. Mannréttindi eru mikilvægt málefni,“ sagði Hamilton á blaðamannafundi fyrir helgi. „Ein persóna getur aðeins áorkað ákveðið miklu en saman getum við haft mun meiri áhrif. Já, ég vil að íþróttafólk ræði málefni sem þessi,“ bætti heimsmeistarinn við. One of the worst : Lewis Hamilton criticises Qatar over human rights before country stages first F1 race.By @Giles_Richards https://t.co/RqOBEvERXt— Guardian sport (@guardian_sport) November 19, 2021 Reikna má með hörkuspennandi keppni í Formúlu 1 um helgina en Max Verstappen er sem stendur 14 stigum á undan Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hamilton vann ótrúlegan sigur í Brasilíu um síðustu helgi og þarf á öðrum slíkum að halda í Katar ætli hann sér að vinna áttunda heimsmeistaratitilinn.
Formúla Mannréttindi Katar Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira