Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 11:09 Frá vinstri: Páll Ragnar Pálsson, Sveinn Geirsson, Tinna Hrafnsdóttir, Aníta Briem, Eðvarð Egilsson og Hlín Jóhannesdóttir. Aðsend Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Gagnrýnandinn Neil Baker hrósar handritinu í hástert, ásamt frammistöðu Anítu Briem og kvikmyndatöku Tómasar Arnar Tómassonar. Í gagnrýni Rob Aldam segir hann myndina virkilega kraftmikla og Anítu Briem er einnig hrósað sérstaklega. Í báðum tilvikum fara gagnrýnendur virkilega fögrum orðum um uppbyggingu handritins. Byggð á skáldsögu Auðar Jónsdóttur Tinna Hrafnsdóttir skrifar bæði handritið og leikstýrir, en kvikmyndin er byggð á skáldsögunni Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur, sem kom út árið 2015. Myndin segir frá Sögu sem vaknar eftir heiftarlegt flogakast á Klambratúni og man lítið sem ekkert eftir því hvað gerðist í aðdraganda þess. Fréttastofa sló á þráðinn til Tallinn, en þar er Tinna stödd ásamt hópi fólks sem stóð að myndinni: „Við hefðum viljað vera fleiri en í ljósi aðstæðna og hertra samkomutakmarkana þá fór aðeins hluti af hópnum,“ segir Tinna. „Maður veit aldrei við hverju er að búast“ Að sögn Tinnu kom fólk að tali við hana eftir myndina og virtist snortið: „Þetta er saga sem margir geta speglað sig í og virðist snerta ákveðna strengi í fólki,“ segir Tinna og heldur áfram: „Fyrir mig sem sögumann er það eitt það besta sem gerist. Þar liggur tilgangurinn,“ segir hún og bætir við að fólk hafi deilt fjölskyldusögum og sagt að persónulegar minningar hafi rifjast upp í kjölfar áhorfsins. „Maður veit aldrei hvað er í vændum, en að sjálfsögðu vonaðist ég eftir jákvæðum viðbrögðum. Ég og allt mitt teymi lögðum mikinn metnað í myndina, en maður veit að sjálfsögðu aldrei við hverju er að búast,“ segir Tinna himinlifandi og hrósar teyminu sem stóð að myndinni í hástert. Gríðarlega þakklát „Ég er þakklát Auði Jónsdóttur fyrir að hafa treyst mér fyrir þessari sögu. Treyst mér fyrir því að segja þessa sögu með mínu nefi,“ segir Tinna og bætir við að þetta hafi verið mikil áskorun sem hún vildi að sjálfsögðu standa undir. „Svo er ég alveg ofboðslega stolt og ánægð með mitt samstarf við Anítu Briem. Hún algjörlega ber þessa mynd á sínum herðum með glæsibrag, af þvílíkri fagmennsku og einlægni að það er algjörlega magnað. Hún stendur sig frábærlega í þessari mynd,“ segir Tinna. Til stendur að sýna myndina hér á landi í janúar næstkomandi, en stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan. Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30 Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Gagnrýnandinn Neil Baker hrósar handritinu í hástert, ásamt frammistöðu Anítu Briem og kvikmyndatöku Tómasar Arnar Tómassonar. Í gagnrýni Rob Aldam segir hann myndina virkilega kraftmikla og Anítu Briem er einnig hrósað sérstaklega. Í báðum tilvikum fara gagnrýnendur virkilega fögrum orðum um uppbyggingu handritins. Byggð á skáldsögu Auðar Jónsdóttur Tinna Hrafnsdóttir skrifar bæði handritið og leikstýrir, en kvikmyndin er byggð á skáldsögunni Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur, sem kom út árið 2015. Myndin segir frá Sögu sem vaknar eftir heiftarlegt flogakast á Klambratúni og man lítið sem ekkert eftir því hvað gerðist í aðdraganda þess. Fréttastofa sló á þráðinn til Tallinn, en þar er Tinna stödd ásamt hópi fólks sem stóð að myndinni: „Við hefðum viljað vera fleiri en í ljósi aðstæðna og hertra samkomutakmarkana þá fór aðeins hluti af hópnum,“ segir Tinna. „Maður veit aldrei við hverju er að búast“ Að sögn Tinnu kom fólk að tali við hana eftir myndina og virtist snortið: „Þetta er saga sem margir geta speglað sig í og virðist snerta ákveðna strengi í fólki,“ segir Tinna og heldur áfram: „Fyrir mig sem sögumann er það eitt það besta sem gerist. Þar liggur tilgangurinn,“ segir hún og bætir við að fólk hafi deilt fjölskyldusögum og sagt að persónulegar minningar hafi rifjast upp í kjölfar áhorfsins. „Maður veit aldrei hvað er í vændum, en að sjálfsögðu vonaðist ég eftir jákvæðum viðbrögðum. Ég og allt mitt teymi lögðum mikinn metnað í myndina, en maður veit að sjálfsögðu aldrei við hverju er að búast,“ segir Tinna himinlifandi og hrósar teyminu sem stóð að myndinni í hástert. Gríðarlega þakklát „Ég er þakklát Auði Jónsdóttur fyrir að hafa treyst mér fyrir þessari sögu. Treyst mér fyrir því að segja þessa sögu með mínu nefi,“ segir Tinna og bætir við að þetta hafi verið mikil áskorun sem hún vildi að sjálfsögðu standa undir. „Svo er ég alveg ofboðslega stolt og ánægð með mitt samstarf við Anítu Briem. Hún algjörlega ber þessa mynd á sínum herðum með glæsibrag, af þvílíkri fagmennsku og einlægni að það er algjörlega magnað. Hún stendur sig frábærlega í þessari mynd,“ segir Tinna. Til stendur að sýna myndina hér á landi í janúar næstkomandi, en stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.
Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30 Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30