Þörf á annarri umferð í forsetakosningunum í Chile Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2021 07:40 Hægripopúlistinn Jose Antonio Kast hlaut flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna. EPA Enginn hlaut hreinan meirihluta í fyrri umferð forsetakosninganna sem fram fór í Chile í gær og mun því önnur umferð fara fram í næsta mánuði. Í síðari umferðinni verður kosið milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni – milli hægripopúlistans José Antonio Kast og vinstrimannsins Gabriel Boric. Síðari umferðin fer fram 19. desember. Þegar búið var að telja 80 prósent atkvæða hafði Kast hlotið 28 prósent atkvæða en Boric 25 prósent. Fimm til viðbótar voru í framboði. Auk þess að kjósa nýjan forseta var kosið um öll 155 sætin í neðri deild þjóðþings landsins og um helming sæta í öldungadeild þingsins. Gabriel Boric er 35 ára og tók sæti á þinginu árið 2014.EPA Fari svo að hinn 35 ára Boric verður kjörinn forseti verður hann yngsti forsetinn í sögu landsins. Boric var í hópi þeirra aðgerðasinna úr röðum stúdenta sem kjörnir voru á þingið árið 2014 eftir að hafa farið fyrir mótmælum þar sem umbóta í menntakerfinu var krafist. Hann var forsetaefni Heiðursbandalagsins svokallaða (Apruebo Dignidad), sem Kommúnistaflokkurinn á meðal annars aðild að. Hinn 55 ára Kast er forsetaefni Repúblikanaflokksins og er sagður mikill aðdáandi einræðisherrans fyrrverandi, Augusto Pinochet. Kast bauð sig einnig fram árið 2017 og hlaut þá um átta prósent atkvæða. Í kosningabaráttunni lagði hann áherslu á mikilvægi íhaldsamra fjölskyldugilda og beindi spjótum sínum að farandfólki, meðal annars frá Haítí og Venesúela, sem hann sakar um að vera upp til hópa glæpafólk. Chile Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Í síðari umferðinni verður kosið milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni – milli hægripopúlistans José Antonio Kast og vinstrimannsins Gabriel Boric. Síðari umferðin fer fram 19. desember. Þegar búið var að telja 80 prósent atkvæða hafði Kast hlotið 28 prósent atkvæða en Boric 25 prósent. Fimm til viðbótar voru í framboði. Auk þess að kjósa nýjan forseta var kosið um öll 155 sætin í neðri deild þjóðþings landsins og um helming sæta í öldungadeild þingsins. Gabriel Boric er 35 ára og tók sæti á þinginu árið 2014.EPA Fari svo að hinn 35 ára Boric verður kjörinn forseti verður hann yngsti forsetinn í sögu landsins. Boric var í hópi þeirra aðgerðasinna úr röðum stúdenta sem kjörnir voru á þingið árið 2014 eftir að hafa farið fyrir mótmælum þar sem umbóta í menntakerfinu var krafist. Hann var forsetaefni Heiðursbandalagsins svokallaða (Apruebo Dignidad), sem Kommúnistaflokkurinn á meðal annars aðild að. Hinn 55 ára Kast er forsetaefni Repúblikanaflokksins og er sagður mikill aðdáandi einræðisherrans fyrrverandi, Augusto Pinochet. Kast bauð sig einnig fram árið 2017 og hlaut þá um átta prósent atkvæða. Í kosningabaráttunni lagði hann áherslu á mikilvægi íhaldsamra fjölskyldugilda og beindi spjótum sínum að farandfólki, meðal annars frá Haítí og Venesúela, sem hann sakar um að vera upp til hópa glæpafólk.
Chile Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira