Íslendingum fjölgar á CrossFit mótinu í eyðimörkinni i desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 08:29 Oddrún Eik Gylfadóttir hefur nú staðfest að hún fær að keppa á heimavelli í desember. Þessi íslenska CrossFit kona hefur búið í Dúbaí undanfarin ár. Instagram/@eikgylfadottir Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir verða ekki einu íslensku keppendurnir á Dubai CrossFit Championship í næsta mánuði því það fjölgaði í íslenska hópnum um helgina. Oddrún Eik Gylfadóttir sagði frá því í gær að hún hafði gengið staðfestan þátttökurétt á Dúbaí mótinu í ár en það fer fram 16. til 18. desember næstkomandi. Mótið í Dúbaí verður fyrsta mótið hjá Söru Sigmundsdóttir eftir krossbandsslit gangi allt að óskum hjá henni en Suðurnesjamærin er á fullu við æfingar í Dúbaí og ætlar sér að vera með. View this post on Instagram A post shared by EikGylfadottir (@eikgylfadottir) Sara fékk boð á mótið og hefur titil að verja því hún vann mótið þegar það var haldið síðast í desember 2019. Þuríður Erla Helgadóttir fékk líka boð á mótið en það fengu tuttugu af bestu CrossFit konum heimsins. Oddrún Eik er með aðsetur í Dúbaí, er hjá CrossFit EHOH og hefur oft keppt á þessu móti árlega móti. Hún náði þrettánda sætinu þegar mótið fór fram síðast. Eik hefur líka keppt á heimsleikunum og náði sínum besta árangri árið 2018 þegar hún náði 26. sætinu. Eik hefur vanalega fengið tækifæri til að vinna sér þátttökurétt í undankeppni mótsins í Dúbaí en það var engin slík undankeppni á dagskrá í ár. Eik sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku að eina von hennar um að fá að keppa á mótinu var ef einhverjir hættu við af þeim sem var boðið á mótið. „Ég er að bíða og vonast eftir boði á Dubai CrossFit Championship. Eitt af stóru markmiðum mínum á árinu var að keppa á heimavelli. Það er engin undankeppni í ár og ég hafði því enga möguleika á að sýna það og sanna að ég væri í formi til að keppa. Ég bíð því bara þolinmóð eftir því að einhver afboði flugið sitt,“ skrifaði Oddrún Eik Gylfadóttir á fésbókarsíðu sína fyrir helgi. Henni varð greinilega að ósk sinni um helgina því í gær lét hún vita af því að boðið hennar á Dubai CrossFit Championship væri í höfn. CrossFit Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Sjá meira
Oddrún Eik Gylfadóttir sagði frá því í gær að hún hafði gengið staðfestan þátttökurétt á Dúbaí mótinu í ár en það fer fram 16. til 18. desember næstkomandi. Mótið í Dúbaí verður fyrsta mótið hjá Söru Sigmundsdóttir eftir krossbandsslit gangi allt að óskum hjá henni en Suðurnesjamærin er á fullu við æfingar í Dúbaí og ætlar sér að vera með. View this post on Instagram A post shared by EikGylfadottir (@eikgylfadottir) Sara fékk boð á mótið og hefur titil að verja því hún vann mótið þegar það var haldið síðast í desember 2019. Þuríður Erla Helgadóttir fékk líka boð á mótið en það fengu tuttugu af bestu CrossFit konum heimsins. Oddrún Eik er með aðsetur í Dúbaí, er hjá CrossFit EHOH og hefur oft keppt á þessu móti árlega móti. Hún náði þrettánda sætinu þegar mótið fór fram síðast. Eik hefur líka keppt á heimsleikunum og náði sínum besta árangri árið 2018 þegar hún náði 26. sætinu. Eik hefur vanalega fengið tækifæri til að vinna sér þátttökurétt í undankeppni mótsins í Dúbaí en það var engin slík undankeppni á dagskrá í ár. Eik sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku að eina von hennar um að fá að keppa á mótinu var ef einhverjir hættu við af þeim sem var boðið á mótið. „Ég er að bíða og vonast eftir boði á Dubai CrossFit Championship. Eitt af stóru markmiðum mínum á árinu var að keppa á heimavelli. Það er engin undankeppni í ár og ég hafði því enga möguleika á að sýna það og sanna að ég væri í formi til að keppa. Ég bíð því bara þolinmóð eftir því að einhver afboði flugið sitt,“ skrifaði Oddrún Eik Gylfadóttir á fésbókarsíðu sína fyrir helgi. Henni varð greinilega að ósk sinni um helgina því í gær lét hún vita af því að boðið hennar á Dubai CrossFit Championship væri í höfn.
CrossFit Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn