Atvikið átti sér stað í leik Duke og UCLA, sem lauk með 2-1 sigri Þorleifs og félaga. Þar gerir Þorleifur stólpagrín að tilraunum markvarðar UCLA til þess að verja boltann, eftir að Duke komst 2-1 yfir í leiknum.
Þorleifur hoppaði ítrekað og hermdi eftir tilburðum markvarðarins. Liðsfélagi þess síðarnefnda tók afar illa í athæfið, hljóð að Þorvarði og keyrði hann í jörðina. Þorvarður lá óvígur eftir á vellinum og leikmaðurinn sem hrinti honum fékk að líta rauða spjaldið.
His reaction when Duke took the lead in the NCAA Men's Soccer Tournament. pic.twitter.com/sOt7oAMXUz
— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2021
Myndband af atvikinu hefur vakið athygli knattspyrnuáhangenda á Twitter og fengið yfir sjö þúsund „like“ frá því það var birt fyrr í dag, á síðu sem er sérstaklega tileinkuð „trúðslátum“ inni á fótboltavellinum.
Þorleifur er fæddur árið 2000 og hefur leikið á fjórða tug meistaraflokksleikja hér á landi, með Augnabliki, Breiðabliki og Víkingi Ólafsvík.
— Football Shithousery (@FootyRustling) November 22, 2021