Þetta kemur fram í samantekt embættisins á stöðu biðlista í aðgerðir fyrir haustið 2021.
Enginn sjúklingur þarf að bíða lengur en þrjá mánuði til að komast í kransæðaaðgerð en 4 prósent þeirra sem bíða úrnáms hluta brjósts og 9 prósent þeirra sem bíða eftir að komast í hjarta- og/eða kransæðamyndatöku bíða lengur en þrjá mánuði.
Sama á við um 18 prósent þeirra sem bíða eftir að komast í aðgerð á blöðruhálskirtli.
Mun fleiri bíða lengur eftir öðrum aðgerðum; 50 prósent bíða lengur en 90 daga eftir að komast í aðgerð á hjartalokum og 91 prósent eftir að komast í brennsluaðgerð á hjarta. Þá bíða 92 prósent lengur en 90 daga eftir að komast í aðgerð vegna vélindabakflæðis og þindarslits.