Maguire: Þetta er risastórt fyrir tímabilið okkar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. nóvember 2021 20:45 Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var eðlilega kátur með sigur liðsins í kvöld. Eric Alonso/Getty Images Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var eðlilega kampakátur með 0-2 sigur liðsins gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með sigrinum, en Maguire segir hann risastóran fyrir tímabilið. „Þetta er risastór fyrir tímabilið okkar,“ sagði Maguire í leikslok, en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn sem stjóri United. „Seinustu mánuði höfum við verið langt frá því að vera nógu góðir og við þurftum að ná í úrslit fyrir stuðningsmennina og tímabilið okkar. Við þurfum að ganga úr skugga um að þetta sé bara byrjunin og halda áfram að berjast.“ Maguire og félagar byrjuðu leikinn hálf brösulega og heimamenn í Villareal virtust lengi vel líklegri aðilinn í leiknum „Þetta var erfitt í fyrri hálfleik. Það var mikilvægt að halda okku inni í leiknum og mér fannst strákarnir sem komu af bekknum hjálpa okkur mikið. Frammistaðan í seinni hálfleik var mjög góð.“ „Við lögðum áherslu á að ná í úrslit. Þú þarft að spila vel þegar þú spilar á útivelli í Evrópukeppni. Við fengum út úr þessum leik það sem við áttum skilið af því að við sköpuðum okkur gó færi.“ Cristiano Ronaldo skoraði fyrra mark United, en það kom eftir að Fred setti mikla pressu á Etienne Capoue og þaðan barst boltinn inn fyrir á Ronaldo. Maguire segir að liðið hafi rætt um að setja pressu á andstæðinginn og það hafi skilað sér. „Við viljum eiga frumkvæðið og vera agressívir. Í fyrri hálfleik vorum við kannski að spila eins og við værum hræddir. Við töluðum um það og fyrra markið kom eftir góða pressu.“ „Ronaldo er búinn að vera frábær. Við þurfum að koma okkur aftur á þann stað þar sem við erum góðir og stöðugir af því að ef við náum því þá eigum við möguleika á að vinna alla leiki með hann frammi,“ sagði Maguire að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Manchester United trggði sér sæti í 16-liða úrslitum Manchester United vann 0-2 útisigur gegn Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn þýðir að United verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. 23. nóvember 2021 19:51 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Þetta er risastór fyrir tímabilið okkar,“ sagði Maguire í leikslok, en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn sem stjóri United. „Seinustu mánuði höfum við verið langt frá því að vera nógu góðir og við þurftum að ná í úrslit fyrir stuðningsmennina og tímabilið okkar. Við þurfum að ganga úr skugga um að þetta sé bara byrjunin og halda áfram að berjast.“ Maguire og félagar byrjuðu leikinn hálf brösulega og heimamenn í Villareal virtust lengi vel líklegri aðilinn í leiknum „Þetta var erfitt í fyrri hálfleik. Það var mikilvægt að halda okku inni í leiknum og mér fannst strákarnir sem komu af bekknum hjálpa okkur mikið. Frammistaðan í seinni hálfleik var mjög góð.“ „Við lögðum áherslu á að ná í úrslit. Þú þarft að spila vel þegar þú spilar á útivelli í Evrópukeppni. Við fengum út úr þessum leik það sem við áttum skilið af því að við sköpuðum okkur gó færi.“ Cristiano Ronaldo skoraði fyrra mark United, en það kom eftir að Fred setti mikla pressu á Etienne Capoue og þaðan barst boltinn inn fyrir á Ronaldo. Maguire segir að liðið hafi rætt um að setja pressu á andstæðinginn og það hafi skilað sér. „Við viljum eiga frumkvæðið og vera agressívir. Í fyrri hálfleik vorum við kannski að spila eins og við værum hræddir. Við töluðum um það og fyrra markið kom eftir góða pressu.“ „Ronaldo er búinn að vera frábær. Við þurfum að koma okkur aftur á þann stað þar sem við erum góðir og stöðugir af því að ef við náum því þá eigum við möguleika á að vinna alla leiki með hann frammi,“ sagði Maguire að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Manchester United trggði sér sæti í 16-liða úrslitum Manchester United vann 0-2 útisigur gegn Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn þýðir að United verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. 23. nóvember 2021 19:51 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Manchester United trggði sér sæti í 16-liða úrslitum Manchester United vann 0-2 útisigur gegn Villareal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn þýðir að United verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. 23. nóvember 2021 19:51