Messias hélt lífi í vonum AC Milan | Dortmund úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2021 22:25 Messias var bjargvættur AC Milan í kvöld. Denis Doyle/Getty Images Nú er öllum átta leikjum kvöldsins í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lokið. Junior Messias tryggði AC Milan 1-0 sigur gegn Atlético Madrid í B-riðli og Borussia Dortmund er úr leik eftir 3-1 tap gegn Sporting. Messias var bjargvættur AC Milan þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri liðsins gegn Atlético Madrid á 87. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. AC Milan er nú með fjögur stig þegar ein umferð er eftir, líkt og Atlético Madrid, einu stigi á eftir Porto sem situr í öðru sæti. Atléticó Madrid situr ofar en AC Milan á fleiri útivallarmörkum skoruðum í innbyrgðis viðureginum liðanna og Milan-liðið þarf því að vinna Liverpool í lokaumferðinni og treysta á að Porto og Atlético geri jafntefli á sama tíma. 3 golden points: we're still in the race lads, c'monnn! 👊3 punti d'oro: siamo ancora in corsa. Forza Milan! 👊#AtletiMilan #UCL #SempreMilan pic.twitter.com/1sOfygTy4s— AC Milan (@acmilan) November 24, 2021 Pedro Goncalves skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik fyrir Sporting gegn Dortmund og sá til þess að staðan var 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Dortmund gerðu sér ekki auðveldara fyrir þegar Emre Can fékk að líta beint rautt spjald á 74. mínútu og liðið þurfti því að spila manni færri seinasta stundarfjórðunginn. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fékk Pedro Goncalves tækifæri til að fullkomna þrennu sína af vítapunktinum, en Gregor Kobel í marki Dortmund sá við honum. Pedro Porro var þó fyrstur að átta sig og skallaði frákastið í netið. Donyell Malen minnkaði muninn fyrir gestina í uppbótartíma, en þá voru úrslitin nú þegar ráðin. Niðurstaðan 3-1 sigur Sporting og liðið á leið í 16- liða úrslit á kostnað Dortmund sem þarf að gera sér Evrópudeildina að góðu. Úrslit kvöldsins A-riðill Club Brugge 0-5 RB Leipzig Manchester City 2-1 PSG B-riðill Atlético Madrid 0-1 AC Milan Liverpool 2-0 Porto C-riðill Besiktas 2-1 Ajax Sporting 3-1 Dortmund D-riðill Inter 2-0 Shakhtar Donetsk Sheriff 0-3 Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Messias var bjargvættur AC Milan þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri liðsins gegn Atlético Madrid á 87. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. AC Milan er nú með fjögur stig þegar ein umferð er eftir, líkt og Atlético Madrid, einu stigi á eftir Porto sem situr í öðru sæti. Atléticó Madrid situr ofar en AC Milan á fleiri útivallarmörkum skoruðum í innbyrgðis viðureginum liðanna og Milan-liðið þarf því að vinna Liverpool í lokaumferðinni og treysta á að Porto og Atlético geri jafntefli á sama tíma. 3 golden points: we're still in the race lads, c'monnn! 👊3 punti d'oro: siamo ancora in corsa. Forza Milan! 👊#AtletiMilan #UCL #SempreMilan pic.twitter.com/1sOfygTy4s— AC Milan (@acmilan) November 24, 2021 Pedro Goncalves skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik fyrir Sporting gegn Dortmund og sá til þess að staðan var 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Dortmund gerðu sér ekki auðveldara fyrir þegar Emre Can fékk að líta beint rautt spjald á 74. mínútu og liðið þurfti því að spila manni færri seinasta stundarfjórðunginn. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fékk Pedro Goncalves tækifæri til að fullkomna þrennu sína af vítapunktinum, en Gregor Kobel í marki Dortmund sá við honum. Pedro Porro var þó fyrstur að átta sig og skallaði frákastið í netið. Donyell Malen minnkaði muninn fyrir gestina í uppbótartíma, en þá voru úrslitin nú þegar ráðin. Niðurstaðan 3-1 sigur Sporting og liðið á leið í 16- liða úrslit á kostnað Dortmund sem þarf að gera sér Evrópudeildina að góðu. Úrslit kvöldsins A-riðill Club Brugge 0-5 RB Leipzig Manchester City 2-1 PSG B-riðill Atlético Madrid 0-1 AC Milan Liverpool 2-0 Porto C-riðill Besiktas 2-1 Ajax Sporting 3-1 Dortmund D-riðill Inter 2-0 Shakhtar Donetsk Sheriff 0-3 Real Madrid
A-riðill Club Brugge 0-5 RB Leipzig Manchester City 2-1 PSG B-riðill Atlético Madrid 0-1 AC Milan Liverpool 2-0 Porto C-riðill Besiktas 2-1 Ajax Sporting 3-1 Dortmund D-riðill Inter 2-0 Shakhtar Donetsk Sheriff 0-3 Real Madrid
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu