Fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum til þriggja ára hækka um 0,60 prósentustig. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, lækka um 0,30 prósentustig.
Þetta kemur fram á vef Arion banka.
Í kjölfar breytinganna verða breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Arion banka 4,29%. Lægstu fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum verða 5,24%.
Kjörvextir á óverðtryggðum útlánum hækka um 0,35 prósentustig en kjörvextir á verðtryggðum útlánum lækka um 0,30 prósentustig. Breytilegir vextir óverðtryggðra lána vegna bíla- og tækjafjármögnunar hækka um 0,35 prósentustig. Yfirdráttarvextir hækka um 0,50 prósentustig.
Kjörvextir bílalána hækka um 0,35 prósentustig og verða 5,80%. Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 0,50 prósentustig.