Rocky-æfingar fram á næsta sumar: „Á Heimsleikunum verð ég ekki þreyttur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 08:01 Júlían J. K. Jóhannsson, heimsmeistari og heimsmethafi í réttstöðulyftu, er með háleit markmið fyrir næsta sumar. Stöð 2 Sport „Þetta hefur verið stefnan síðan 2017 þannig að það má segja að þetta sé bara draumur,“ segir Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, sem hefur fengið boð á Heimsleikana í Alabama næsta sumar. Þar ætlar hann að lyfta 1,2 tonni. Segja má að Heimsleikarnir séu eins og Ólympíuleikar fyrir þær íþróttagreinar sem ekki er keppt í á Ólympíuleikunum. Þeir fara venjulega fram á fjögurra ára fresti og meðal annars er keppt í kraftlyftingum, grein Júlíans, sem ætlar sér stóra hluti á leikunum. Langtímamarkmið hans er að verða bestur í heimi: „Það er stefnan og er búin að vera stefnan síðastliðin tólf ár. Ég færist alltaf nær og nær, skref fyrir skref, og ég finn það. Þetta er í loftinu,“ segir Júlían í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Heimsmeistarinn Júlían fer á Heimsleikana Júlían varð fyrir skömmu heimsmeistari í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 380 kg, í flokki 120 kg manna og þyngri. Heimsmetið hans er 405,5 kg og hann hefur nú fimm sinnum í röð orðið heimsmeistari í réttstöðulyftu. Kraftlyftingar snúast þó helst um að lyfta sem mestu samanlögðu, í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju. Á HM náði Júlían ekki gildri lyftu í tveimur síðarnefndu greinunum. „Ég tel mig eiga mikið inni. Undanfarin tvö ár hafa verið svolítið skrýtin keppnisár. Ég fór núna inn í þetta mót með í raun tiltölulega litlum undirbúningi, því ég kláraði Evrópumótið rétt áður, og ég finn það alveg að ég á mikið inni. Ég var þreyttur þegar ég mætti en á heimsleikunum verð ég ekki þreyttur,“ sagði Júlían. „Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar“ En hve miklu telur hann sig geta lyft samanlagt? „Það er dálítið erfitt að áætla það en ég tel mig eiga mikið inni og ég set markmiðið á 1.200 kg á Heimsleikunum í Bandaríkjunum,“ segir Júlían sem ætlar að fórna öllu til að ná góðum árangri á Heimsleikunum næsta sumar: „Ég ætla að leggja allt í sölurnar. Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar, svona ef við tökum út hlaupin og boxið. Það verður allt sett í þetta,“ segir Júlían en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér að ofan. Kraftlyftingar Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira
Segja má að Heimsleikarnir séu eins og Ólympíuleikar fyrir þær íþróttagreinar sem ekki er keppt í á Ólympíuleikunum. Þeir fara venjulega fram á fjögurra ára fresti og meðal annars er keppt í kraftlyftingum, grein Júlíans, sem ætlar sér stóra hluti á leikunum. Langtímamarkmið hans er að verða bestur í heimi: „Það er stefnan og er búin að vera stefnan síðastliðin tólf ár. Ég færist alltaf nær og nær, skref fyrir skref, og ég finn það. Þetta er í loftinu,“ segir Júlían í viðtali við Guðjón Guðmundsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Heimsmeistarinn Júlían fer á Heimsleikana Júlían varð fyrir skömmu heimsmeistari í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 380 kg, í flokki 120 kg manna og þyngri. Heimsmetið hans er 405,5 kg og hann hefur nú fimm sinnum í röð orðið heimsmeistari í réttstöðulyftu. Kraftlyftingar snúast þó helst um að lyfta sem mestu samanlögðu, í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju. Á HM náði Júlían ekki gildri lyftu í tveimur síðarnefndu greinunum. „Ég tel mig eiga mikið inni. Undanfarin tvö ár hafa verið svolítið skrýtin keppnisár. Ég fór núna inn í þetta mót með í raun tiltölulega litlum undirbúningi, því ég kláraði Evrópumótið rétt áður, og ég finn það alveg að ég á mikið inni. Ég var þreyttur þegar ég mætti en á heimsleikunum verð ég ekki þreyttur,“ sagði Júlían. „Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar“ En hve miklu telur hann sig geta lyft samanlagt? „Það er dálítið erfitt að áætla það en ég tel mig eiga mikið inni og ég set markmiðið á 1.200 kg á Heimsleikunum í Bandaríkjunum,“ segir Júlían sem ætlar að fórna öllu til að ná góðum árangri á Heimsleikunum næsta sumar: „Ég ætla að leggja allt í sölurnar. Þetta verða sannkallaðar Rocky-æfingar, svona ef við tökum út hlaupin og boxið. Það verður allt sett í þetta,“ segir Júlían en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér að ofan.
Kraftlyftingar Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira