Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2021 14:10 Íbúar Marshall-eyja vilja meiri peninga frá Bandaríkjunum í hreinsunarstarf vegna kjarnorkuvopnatilrauna á eyjunum á síðustu öld. AP/Rob Griffith Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu. Frá seinni heimsstyrjöldinni hafa Bandaríkjamenn byggt upp aðstöðu fyrir herafla sinn á Marshall-eyjum og í raun komið fram við Marshalleyjar eins og hluta af Bandaríkjunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í staðinn hafa Bandaríkin lagt peninga til uppbyggingar á eyjunum og skapað störf. Þá hafa margir íbúar Marshall-eyja nýtt sér það að geta búið og unnið í Bandaríkjunum. Þúsundir hafa flutt til Havaí, Arkansas og Oklahoma. Ráðamenn á Marshall-eyjum vilja að Bandaríkin greiði frekari bætur til íbúa eyjanna vegna mikils fjölda kjarnorkuvopnatilrauna sem voru framkvæmdar þar á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Þar á meðal er tilraunasprengingin á Bikini-rifi. Þeir kvarta yfir hárri tíðni krabbameins meðal íbúa og segja að gamalt samkomulag frá níunda áratug síðustu aldar dugi ekki til. Það samkomulag sé ekki sanngjarnt og taki ekki tillit til þess skaða sem íbúar eyjanna hafa orðið fyrir. Nú er kominn tími til að endurnýja það samkomulag en það vilja íbúar Marshall-eyja ekki gera. Frekar vilja þeir gera nýtt og betra samkomulag. Vilja viðræður í forgang Ríkisstjórn Joes Biden hefur ekki átt í viðræðum við ráðamenn á Marshall-eyjum og því hefur hópur fulltrúadeildarþingmanna beggja flokka á Bandaríkjaþingi mótmælt. Þeir segja ekki við hæfi að ræða ekki um málið og semja við ráðamenn á Marshall-eyjum á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa beint athygli sinni frekar að Kyrrahafinu og því að sporna gegn auknum áhrifum Kína. Þingmennirnir segja aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar veikja stöðu Bandaríkjanna og gefa ráðamönnum í Kína færi á að stíga inni í tómarúmið og koma að þeim mikilvægu fjárfestingum sem íbúar Marshall-eyja vilja og þurfa. Vijla viðgerðir á steypuhvelfingu Gamla samkomulagið sem Bandaríkin gerðu við Marshall-eyjar var samkvæmt AP fréttaveitunni upp á 150 milljónir dala. Áætlað er að raunverulegur kostnaður vegna skaðans sem kjarnorkuvopnatilraunirnar ollu séu nær þremur milljörðum dala. Þar er innifalinn kostnaður vegna viðgerða á steypuhvelfingu sem inniheldur mikið magn geislavirks jarðvegs. Sérfræðingar segja hana skemmda og að geislavirkur úrgangur leki frá henni. Orkumálastofnun Bandaríkjanna sagði í skýrslu sem birt var í fyrra að byggingin væri ekki skemmd og að grunnvatn sem yrði fyrir geislavirkni vegna hennar hefði ekki mælanleg áhrif á umhverfið. Bandaríkin Marshall-eyjar Kína Tengdar fréttir Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Frá seinni heimsstyrjöldinni hafa Bandaríkjamenn byggt upp aðstöðu fyrir herafla sinn á Marshall-eyjum og í raun komið fram við Marshalleyjar eins og hluta af Bandaríkjunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í staðinn hafa Bandaríkin lagt peninga til uppbyggingar á eyjunum og skapað störf. Þá hafa margir íbúar Marshall-eyja nýtt sér það að geta búið og unnið í Bandaríkjunum. Þúsundir hafa flutt til Havaí, Arkansas og Oklahoma. Ráðamenn á Marshall-eyjum vilja að Bandaríkin greiði frekari bætur til íbúa eyjanna vegna mikils fjölda kjarnorkuvopnatilrauna sem voru framkvæmdar þar á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Þar á meðal er tilraunasprengingin á Bikini-rifi. Þeir kvarta yfir hárri tíðni krabbameins meðal íbúa og segja að gamalt samkomulag frá níunda áratug síðustu aldar dugi ekki til. Það samkomulag sé ekki sanngjarnt og taki ekki tillit til þess skaða sem íbúar eyjanna hafa orðið fyrir. Nú er kominn tími til að endurnýja það samkomulag en það vilja íbúar Marshall-eyja ekki gera. Frekar vilja þeir gera nýtt og betra samkomulag. Vilja viðræður í forgang Ríkisstjórn Joes Biden hefur ekki átt í viðræðum við ráðamenn á Marshall-eyjum og því hefur hópur fulltrúadeildarþingmanna beggja flokka á Bandaríkjaþingi mótmælt. Þeir segja ekki við hæfi að ræða ekki um málið og semja við ráðamenn á Marshall-eyjum á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa beint athygli sinni frekar að Kyrrahafinu og því að sporna gegn auknum áhrifum Kína. Þingmennirnir segja aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar veikja stöðu Bandaríkjanna og gefa ráðamönnum í Kína færi á að stíga inni í tómarúmið og koma að þeim mikilvægu fjárfestingum sem íbúar Marshall-eyja vilja og þurfa. Vijla viðgerðir á steypuhvelfingu Gamla samkomulagið sem Bandaríkin gerðu við Marshall-eyjar var samkvæmt AP fréttaveitunni upp á 150 milljónir dala. Áætlað er að raunverulegur kostnaður vegna skaðans sem kjarnorkuvopnatilraunirnar ollu séu nær þremur milljörðum dala. Þar er innifalinn kostnaður vegna viðgerða á steypuhvelfingu sem inniheldur mikið magn geislavirks jarðvegs. Sérfræðingar segja hana skemmda og að geislavirkur úrgangur leki frá henni. Orkumálastofnun Bandaríkjanna sagði í skýrslu sem birt var í fyrra að byggingin væri ekki skemmd og að grunnvatn sem yrði fyrir geislavirkni vegna hennar hefði ekki mælanleg áhrif á umhverfið.
Bandaríkin Marshall-eyjar Kína Tengdar fréttir Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40
Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48