Sjöundu umferð lokið í CS:GO: Dusty enn ósigraðir Snorri Rafn Hallsson skrifar 27. nóvember 2021 15:00 Sjöundu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Dusty hafði betur gegn Vallea. Ármann og Þór héldu sínu striki. Staðan Nú hafa öll liðin í deildinni leikið hvert gegn öðru í fyrstu túrneringu af þremur í Vodafonedeildinni í CS:GO 2021-2022. Það eru svo sem engin tíðindi í sjálfu sér að Dusty hefur unnið alla sína leiki, en Þórsarar hafa einnig komið gríðarlega sterkir inn með nýtt lið og gert Dusty heiðarlega atlögu. Liðin tvö sem komu ný upp úr deildinni hafa átt erfitt uppdráttar. Kórdrengir stigalausir og Fylkismenn einungis með einn sigur í farteskinu, gegn Kórdrengjum einmitt. Miðjan er þó þétt setin eins og sjá má og hefur Ármann þar rækilega snúið blaðinu við og nælt sér í stig í síðustu leikjum, og má segja að enn geti allt gerst ef liðin halda vel á spöðunum. Leikir vikunnar Sjöunda umferðin hófst á leik Fylkis og Sögu þar sem hið síðarnefnda vann afgerandi sigur, 16-5. Fylkismenn voru arfaslakir og var þetta versta frammistaða þeirra hingað til. Oft hefur liðinu gengið ágætlega í upphafi leikja en ekki haft þá seiglu sem þarf til að sigra leiki. Lið sögu hefur aftur á móti bætt sig til muna og gert breytingar eins og að dreifa ábyrgðinni betur til þess að slípa leik sinn til. Saga hélt hraðanum í leiknum uppi en það hentar Fylkismönnum, sem kjósa heldur að leika hægt, afar illa. Allir leikmenn Sögu stóðu sig með prýði og skiptust á að taka til hendinni í skemmtilegum lotum, sem skilaði þeim sigrinum. Í síðari leik þriðjudagskvöldsins mættust lið Þórs og Kórdrengja. Miklar sviptingar voru í leiknum þar sem Kórdregnir byrjuðu vel en Þórsarar náðu svo gríðarlega góðu forskoti. Kórdrengir gáfust þó ekki upp og voru við það að jafna metin í fyrri hálfleik með glæsilegum spretti þegar Þórsarar hrukku aftur í gang og unnu leikinn örugglega. Rósemi Þórs hafði mikið að segja og tókst þeim þannig að halda uppi pressu sem óreyndir Kórdregnir réðu einfaldlega ekki við. Úrslit leiksins voru því 16-10 fyrir Þór sem komu sterkir til baka eftir tap gegn Dusty í umferðinni á undan. Síaðri tveir leikir umferðarinnar fóru svo fram á föstudagskvöldið, sem hófst á leik Ármanns og XY. Liðin voru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar fyrir leikinn og átti Ármann möguleika á að koma sér upp fyrir XY með sigri. Það gekk eftir og sýndi Ármann að þrátt fyrir slaka byrjun á tímabilinu þá býr liðið yfir gríðarlegum hæfileikum og reynslu sem kemur sér vel. Viðureignin var spennandi þrátt fyrir að Ármann hefði töglin og haldirnar í fyrri hálfleik og gaman að sjá liðin takast á í Mirage kortinu sem sjaldan er spilað. XY veitti fína viðspyrnu í síðari hálfleik og átti Minidegreez stórleik eftir að hafa ekkert sést framan af. Það dugði þó ekki til og hafa liðin nú skipt um stöðu í deildinni eftir 16-10 sigur Ármanns. Lokaleikur umferðarinnar var svo milli Dusty og Vallea, liðanna sem léku til úrslita í Stórmeistaramótinu eftir síðasta tímabil. Vallea var skrefinu á undan Dusty í fyrri hálfleik sem þó var mjög jafn, og vakti athygli að Dusty komst ekki yfir fyrr en í síðari hálfleik. Vallea áttu greinilega auðveldara með að sækja gegn heldur en að verjast árásum Dusty og eftir að Dusty vann sjö lotur í röð lék enginn vafi á því hvort liðið hefði yfirburðina í þessum leik. Dusty hafa því séð við öllum andstæðingum sínum hingað til, en Vallea hefur ekki náð sama flugi og á síðasta tímabili. Leikurinn fór 16-10 fyrir Dusty. Næstu leikir Áttunda umferðin fer fram í næstu viku og er dagskráin eftirfarandi: Fylkir - Kórdrengir, 30. nóv. kl. 20:30. Dusty - Ármann, 30. nóv. kl. 21:30. XY - Saga, 3. des. kl. 20:30. Vallea - Þór, 3. des. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti
Staðan Nú hafa öll liðin í deildinni leikið hvert gegn öðru í fyrstu túrneringu af þremur í Vodafonedeildinni í CS:GO 2021-2022. Það eru svo sem engin tíðindi í sjálfu sér að Dusty hefur unnið alla sína leiki, en Þórsarar hafa einnig komið gríðarlega sterkir inn með nýtt lið og gert Dusty heiðarlega atlögu. Liðin tvö sem komu ný upp úr deildinni hafa átt erfitt uppdráttar. Kórdrengir stigalausir og Fylkismenn einungis með einn sigur í farteskinu, gegn Kórdrengjum einmitt. Miðjan er þó þétt setin eins og sjá má og hefur Ármann þar rækilega snúið blaðinu við og nælt sér í stig í síðustu leikjum, og má segja að enn geti allt gerst ef liðin halda vel á spöðunum. Leikir vikunnar Sjöunda umferðin hófst á leik Fylkis og Sögu þar sem hið síðarnefnda vann afgerandi sigur, 16-5. Fylkismenn voru arfaslakir og var þetta versta frammistaða þeirra hingað til. Oft hefur liðinu gengið ágætlega í upphafi leikja en ekki haft þá seiglu sem þarf til að sigra leiki. Lið sögu hefur aftur á móti bætt sig til muna og gert breytingar eins og að dreifa ábyrgðinni betur til þess að slípa leik sinn til. Saga hélt hraðanum í leiknum uppi en það hentar Fylkismönnum, sem kjósa heldur að leika hægt, afar illa. Allir leikmenn Sögu stóðu sig með prýði og skiptust á að taka til hendinni í skemmtilegum lotum, sem skilaði þeim sigrinum. Í síðari leik þriðjudagskvöldsins mættust lið Þórs og Kórdrengja. Miklar sviptingar voru í leiknum þar sem Kórdregnir byrjuðu vel en Þórsarar náðu svo gríðarlega góðu forskoti. Kórdrengir gáfust þó ekki upp og voru við það að jafna metin í fyrri hálfleik með glæsilegum spretti þegar Þórsarar hrukku aftur í gang og unnu leikinn örugglega. Rósemi Þórs hafði mikið að segja og tókst þeim þannig að halda uppi pressu sem óreyndir Kórdregnir réðu einfaldlega ekki við. Úrslit leiksins voru því 16-10 fyrir Þór sem komu sterkir til baka eftir tap gegn Dusty í umferðinni á undan. Síaðri tveir leikir umferðarinnar fóru svo fram á föstudagskvöldið, sem hófst á leik Ármanns og XY. Liðin voru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar fyrir leikinn og átti Ármann möguleika á að koma sér upp fyrir XY með sigri. Það gekk eftir og sýndi Ármann að þrátt fyrir slaka byrjun á tímabilinu þá býr liðið yfir gríðarlegum hæfileikum og reynslu sem kemur sér vel. Viðureignin var spennandi þrátt fyrir að Ármann hefði töglin og haldirnar í fyrri hálfleik og gaman að sjá liðin takast á í Mirage kortinu sem sjaldan er spilað. XY veitti fína viðspyrnu í síðari hálfleik og átti Minidegreez stórleik eftir að hafa ekkert sést framan af. Það dugði þó ekki til og hafa liðin nú skipt um stöðu í deildinni eftir 16-10 sigur Ármanns. Lokaleikur umferðarinnar var svo milli Dusty og Vallea, liðanna sem léku til úrslita í Stórmeistaramótinu eftir síðasta tímabil. Vallea var skrefinu á undan Dusty í fyrri hálfleik sem þó var mjög jafn, og vakti athygli að Dusty komst ekki yfir fyrr en í síðari hálfleik. Vallea áttu greinilega auðveldara með að sækja gegn heldur en að verjast árásum Dusty og eftir að Dusty vann sjö lotur í röð lék enginn vafi á því hvort liðið hefði yfirburðina í þessum leik. Dusty hafa því séð við öllum andstæðingum sínum hingað til, en Vallea hefur ekki náð sama flugi og á síðasta tímabili. Leikurinn fór 16-10 fyrir Dusty. Næstu leikir Áttunda umferðin fer fram í næstu viku og er dagskráin eftirfarandi: Fylkir - Kórdrengir, 30. nóv. kl. 20:30. Dusty - Ármann, 30. nóv. kl. 21:30. XY - Saga, 3. des. kl. 20:30. Vallea - Þór, 3. des. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti