Ísland sigraði Japan 2-0 í leik á dögunum þar sem íslenska liðið spilaði virkilega vel og fékk varla færi gegn góðu íslensku liði sem lítur vel út undir stjórn Þorsteins Halldórssonar.
Það var Sveindís Jane Jónsdóttir sem lagði upp mark Berglindar í leiknum sem kom Íslandi í 2-0 og innsiglaði í raun sigurinn.
„Já ég öskraði á Sveindísi en hún kom líka með þessa frábæru sendingu inn í teiginn. Tilfinning að skora er góð“, sagði Berglind.
Berglind hefur verið að koma af bekknum í undanförnum leikjum en gerir hún kröfu á byrjunarliðssæti?
„Nei ég geri ekki kröfu á byrjunarliðssæti en maður vill auðvitað byrja alla leiki. Maður tekur bara því hlutverki sem maður fær og Steini[Þorsteinn Halldórsson] ákveður liðið“