Hart tekist á um bílaumferð um nýja miðbæ Selfoss Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2021 23:25 Sumir íbúar Selfoss vilja gera bíla brottræka úr nýja miðbænum. Stöð 2/Arnar Íbúar Selfoss virðast þurfa að búa sig undir harðan ágreining um álitamál sem íbúar Reykjavíkur hafa deilt um í áraraðir, á að leyfa bílaumferð í miðbænum? Miklar umræður hafa sprottið upp á Facebookhópi Selfyssinga um bílaumferð um nýja miðbæinn. Sumir telja hana skemma ásýnd miðbæjarins en aðrir vilja vernda aðgengi að verslunum. Umræðurnar hófust með færslu í Facebookhópinn Íbúar á Selfossi sem hefst með orðunum „Er þetta einhver súr brandari hjá bæjaryfirvöldum? Að vera með bílaumferð gegnum nýja miðbæinn?“ Með færslunni fylgir mynd sem sýnir bíla lagða eftir endilangri aðalgötu nýja miðbæjarins. Flestir taka undir orð færsluhöfundar og sumir segja bílaumferð jafnvel skemma alla stemningu. Stemningin í miðbænum hefur alla jafna verið gríðarleg síðan hann opnaði í sumar. Hvað með aðgengið? Aðrir hafa minni áhyggjur af umferð um miðbæinn og fagna henni jafnvel. Einn íbúi bendir réttilega á að mikilvægt sé að jafnt aðgengi allra sé tryggt. Einn íbúi gengur lengra og segir það ótrúlegan hroka að ætla að útiloka stóran hóp íbúa frá miðbænum með því að banna umferð bíla. Þeim athugasemdum er svarað um hæl og bent á að næg bílastæði séu í næsta nágrenni miðbæjarins. Þá er einnig stungið upp á málamyndalausn þar sem bílastæðum hreyfihamlaða væri komið fyrir inni í bænum. Mikil vöntun virðist vera á slíkum stæðum sem stendur. Óttast dauða verslunar Þá hafa aðrir íbúar áhyggjur af rekstrargrundvelli fyrirtækja í nýja, einn spyr hvort drepa eigi alla verlsun þar og bendir á að ekki sé um Reykjavík að ræða. Annar segir það ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjum í nágrenni miðbæjarins að ætlast til þess að bílastæða þeirra verði nýtt fyrir gesti miðbæjarins. Þegar fréttin er skrifuð hafa 57 ummæli verið rituð við færsluna og því ljóst að um mikið hitamál er að ræða. Óhætt er að fullyrða að ekki sjái fyrir endalok umræða um málefnið, ef tekið er mið af deilum Reykvíkinga. Árborg Umferð Bílastæði Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Miklar umræður hafa sprottið upp á Facebookhópi Selfyssinga um bílaumferð um nýja miðbæinn. Sumir telja hana skemma ásýnd miðbæjarins en aðrir vilja vernda aðgengi að verslunum. Umræðurnar hófust með færslu í Facebookhópinn Íbúar á Selfossi sem hefst með orðunum „Er þetta einhver súr brandari hjá bæjaryfirvöldum? Að vera með bílaumferð gegnum nýja miðbæinn?“ Með færslunni fylgir mynd sem sýnir bíla lagða eftir endilangri aðalgötu nýja miðbæjarins. Flestir taka undir orð færsluhöfundar og sumir segja bílaumferð jafnvel skemma alla stemningu. Stemningin í miðbænum hefur alla jafna verið gríðarleg síðan hann opnaði í sumar. Hvað með aðgengið? Aðrir hafa minni áhyggjur af umferð um miðbæinn og fagna henni jafnvel. Einn íbúi bendir réttilega á að mikilvægt sé að jafnt aðgengi allra sé tryggt. Einn íbúi gengur lengra og segir það ótrúlegan hroka að ætla að útiloka stóran hóp íbúa frá miðbænum með því að banna umferð bíla. Þeim athugasemdum er svarað um hæl og bent á að næg bílastæði séu í næsta nágrenni miðbæjarins. Þá er einnig stungið upp á málamyndalausn þar sem bílastæðum hreyfihamlaða væri komið fyrir inni í bænum. Mikil vöntun virðist vera á slíkum stæðum sem stendur. Óttast dauða verslunar Þá hafa aðrir íbúar áhyggjur af rekstrargrundvelli fyrirtækja í nýja, einn spyr hvort drepa eigi alla verlsun þar og bendir á að ekki sé um Reykjavík að ræða. Annar segir það ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjum í nágrenni miðbæjarins að ætlast til þess að bílastæða þeirra verði nýtt fyrir gesti miðbæjarins. Þegar fréttin er skrifuð hafa 57 ummæli verið rituð við færsluna og því ljóst að um mikið hitamál er að ræða. Óhætt er að fullyrða að ekki sjái fyrir endalok umræða um málefnið, ef tekið er mið af deilum Reykvíkinga.
Árborg Umferð Bílastæði Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira