Hart tekist á um bílaumferð um nýja miðbæ Selfoss Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2021 23:25 Sumir íbúar Selfoss vilja gera bíla brottræka úr nýja miðbænum. Stöð 2/Arnar Íbúar Selfoss virðast þurfa að búa sig undir harðan ágreining um álitamál sem íbúar Reykjavíkur hafa deilt um í áraraðir, á að leyfa bílaumferð í miðbænum? Miklar umræður hafa sprottið upp á Facebookhópi Selfyssinga um bílaumferð um nýja miðbæinn. Sumir telja hana skemma ásýnd miðbæjarins en aðrir vilja vernda aðgengi að verslunum. Umræðurnar hófust með færslu í Facebookhópinn Íbúar á Selfossi sem hefst með orðunum „Er þetta einhver súr brandari hjá bæjaryfirvöldum? Að vera með bílaumferð gegnum nýja miðbæinn?“ Með færslunni fylgir mynd sem sýnir bíla lagða eftir endilangri aðalgötu nýja miðbæjarins. Flestir taka undir orð færsluhöfundar og sumir segja bílaumferð jafnvel skemma alla stemningu. Stemningin í miðbænum hefur alla jafna verið gríðarleg síðan hann opnaði í sumar. Hvað með aðgengið? Aðrir hafa minni áhyggjur af umferð um miðbæinn og fagna henni jafnvel. Einn íbúi bendir réttilega á að mikilvægt sé að jafnt aðgengi allra sé tryggt. Einn íbúi gengur lengra og segir það ótrúlegan hroka að ætla að útiloka stóran hóp íbúa frá miðbænum með því að banna umferð bíla. Þeim athugasemdum er svarað um hæl og bent á að næg bílastæði séu í næsta nágrenni miðbæjarins. Þá er einnig stungið upp á málamyndalausn þar sem bílastæðum hreyfihamlaða væri komið fyrir inni í bænum. Mikil vöntun virðist vera á slíkum stæðum sem stendur. Óttast dauða verslunar Þá hafa aðrir íbúar áhyggjur af rekstrargrundvelli fyrirtækja í nýja, einn spyr hvort drepa eigi alla verlsun þar og bendir á að ekki sé um Reykjavík að ræða. Annar segir það ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjum í nágrenni miðbæjarins að ætlast til þess að bílastæða þeirra verði nýtt fyrir gesti miðbæjarins. Þegar fréttin er skrifuð hafa 57 ummæli verið rituð við færsluna og því ljóst að um mikið hitamál er að ræða. Óhætt er að fullyrða að ekki sjái fyrir endalok umræða um málefnið, ef tekið er mið af deilum Reykvíkinga. Árborg Umferð Bílastæði Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Miklar umræður hafa sprottið upp á Facebookhópi Selfyssinga um bílaumferð um nýja miðbæinn. Sumir telja hana skemma ásýnd miðbæjarins en aðrir vilja vernda aðgengi að verslunum. Umræðurnar hófust með færslu í Facebookhópinn Íbúar á Selfossi sem hefst með orðunum „Er þetta einhver súr brandari hjá bæjaryfirvöldum? Að vera með bílaumferð gegnum nýja miðbæinn?“ Með færslunni fylgir mynd sem sýnir bíla lagða eftir endilangri aðalgötu nýja miðbæjarins. Flestir taka undir orð færsluhöfundar og sumir segja bílaumferð jafnvel skemma alla stemningu. Stemningin í miðbænum hefur alla jafna verið gríðarleg síðan hann opnaði í sumar. Hvað með aðgengið? Aðrir hafa minni áhyggjur af umferð um miðbæinn og fagna henni jafnvel. Einn íbúi bendir réttilega á að mikilvægt sé að jafnt aðgengi allra sé tryggt. Einn íbúi gengur lengra og segir það ótrúlegan hroka að ætla að útiloka stóran hóp íbúa frá miðbænum með því að banna umferð bíla. Þeim athugasemdum er svarað um hæl og bent á að næg bílastæði séu í næsta nágrenni miðbæjarins. Þá er einnig stungið upp á málamyndalausn þar sem bílastæðum hreyfihamlaða væri komið fyrir inni í bænum. Mikil vöntun virðist vera á slíkum stæðum sem stendur. Óttast dauða verslunar Þá hafa aðrir íbúar áhyggjur af rekstrargrundvelli fyrirtækja í nýja, einn spyr hvort drepa eigi alla verlsun þar og bendir á að ekki sé um Reykjavík að ræða. Annar segir það ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjum í nágrenni miðbæjarins að ætlast til þess að bílastæða þeirra verði nýtt fyrir gesti miðbæjarins. Þegar fréttin er skrifuð hafa 57 ummæli verið rituð við færsluna og því ljóst að um mikið hitamál er að ræða. Óhætt er að fullyrða að ekki sjái fyrir endalok umræða um málefnið, ef tekið er mið af deilum Reykvíkinga.
Árborg Umferð Bílastæði Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira