Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2021 12:30 Matvælastofnun er nú með til skoðunar tilkynningu um að ekki hafi náðst í neyðarnúmer dýralækna síðustu helgi. Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu. Að minnsta kosti tvö tilfelli komu upp um síðastliðna helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmerið samkvæmt heimildum fréttastofu. Tilfellin sem um ræðir voru annars vegar aðfaranótt sunnudagsins 21. nóvember og hins vegar um sunnudagsmorguninn. Í öðru tilfellinu var um smáhund að ræða og í hinu tilfellinu var það köttur en eigendur dýranna hringdu ítrekað án árangurs. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem hið opinbera greiðir fyrir en á höfuðborgarsvæðinu er einn smádýralæknir og annar stórdýralæknir. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis hjá Matvælastofnun, segir að þeim hafi borist ein tilkynning um að ekki hafi náðst í neyðarnúmerið síðastliðinn sunnudag en það sé verulega sjaldgæft að slíkt komi upp. „Ég held að þetta sé í annað sinn sem að ég hef fengið svona ábendingu um þetta, þar sem ekki náist í starfandi dýralækni á vakt,“ segir Konráð. Skýrist það vegna mikilla anna á neyðarvökum en stundum hafa dýralæknar einfaldlega ekki tök á að svara í símann, til að mynda ef þeir eru í aðgerð. „Þetta gerist afar sjaldan. Enginn dýralæknir vill vera í þessari stöðu, að geta ekki tekið við símtölum sem koma,“ segir Konráð. Ekki liggur fyrir að svo stöddu af hverju það reyndist erfitt að ná í dýralækni á vakt um helgina en það er til skoðunar. Hann ítrekar það mikla álag sem dýralæknir eru undir á vöktunum. Aðspurður um hvort aukið fjármagn myndi leysa hluta vandans segir hann svo vera. „Aukið fjármagn hefur oft verið farið fram á, sérstaklega af hálfu sjálfstætt starfandi dýralækna og Dýralæknafélagsins,“ segir Konráð. Gæludýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Að minnsta kosti tvö tilfelli komu upp um síðastliðna helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmerið samkvæmt heimildum fréttastofu. Tilfellin sem um ræðir voru annars vegar aðfaranótt sunnudagsins 21. nóvember og hins vegar um sunnudagsmorguninn. Í öðru tilfellinu var um smáhund að ræða og í hinu tilfellinu var það köttur en eigendur dýranna hringdu ítrekað án árangurs. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem hið opinbera greiðir fyrir en á höfuðborgarsvæðinu er einn smádýralæknir og annar stórdýralæknir. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis hjá Matvælastofnun, segir að þeim hafi borist ein tilkynning um að ekki hafi náðst í neyðarnúmerið síðastliðinn sunnudag en það sé verulega sjaldgæft að slíkt komi upp. „Ég held að þetta sé í annað sinn sem að ég hef fengið svona ábendingu um þetta, þar sem ekki náist í starfandi dýralækni á vakt,“ segir Konráð. Skýrist það vegna mikilla anna á neyðarvökum en stundum hafa dýralæknar einfaldlega ekki tök á að svara í símann, til að mynda ef þeir eru í aðgerð. „Þetta gerist afar sjaldan. Enginn dýralæknir vill vera í þessari stöðu, að geta ekki tekið við símtölum sem koma,“ segir Konráð. Ekki liggur fyrir að svo stöddu af hverju það reyndist erfitt að ná í dýralækni á vakt um helgina en það er til skoðunar. Hann ítrekar það mikla álag sem dýralæknir eru undir á vöktunum. Aðspurður um hvort aukið fjármagn myndi leysa hluta vandans segir hann svo vera. „Aukið fjármagn hefur oft verið farið fram á, sérstaklega af hálfu sjálfstætt starfandi dýralækna og Dýralæknafélagsins,“ segir Konráð.
Gæludýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira