Patrekur Jóhannesson: Við vorum ekkert að spila nægilega vel Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 28. nóvember 2021 20:22 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar var þungt hugsi yfir spilamennsku sinna manna í kvöld Vísir: Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með stigið sem Stjörnumenn sóttu á móti Fram eftir að hafa verið undir svo gott sem allan leikinn. Stjörnumenn voru ekki sannfærandi bróðurpart leiksins og leit ekki út fyrir að þeir myndu koma sér inn í leikinn. Kraftaverkið gerðist á 59. mínútur þegar að Stjörnumenn náðu loks að jafna og lokatölur 31-31. „Mér líður ágætlega að við náðum í eitt stig. Þetta leit ekkert þannig út og við vorum ekkert að spila nægilega vel. Björgvin Hólmgeirsson kemur með ákveðin kraft og keppnisskap en það er erfitt að láta það bara á herðarnar á honum. Síðan er Brynjar Darri í markinu, hann ver vel.“ Þrátt fyrir stjörnubyrjun hjá Stjörnunni á tímabilinu hafa þeir verið að missa leikina niður og hafa þeir verið einstaklega óheppnir með meiðsli á tímabilinu og svo virðist sem veiran sem byrjuð að setja strik í reikningin hjá þeim. „Fyrir þennan leik missum við alla markmennina, þrír meiddir og einn í sóttkví, svo Brynjar Darri náði ekki einni æfingu með okkur. Þetta var púsluspil en frábært hvernig hann kom. Framararnir voru sterkari framan af og ég held við getum þakkað fyrir þetta stig.“ Eftir að hafa verið undir í 59 mínútur og staðan þá 30-31 fyrir Framörum, skorar Björgvin Hólmgeirsson og jafnar metin. Mikil heppni fyrir Stjörnumenn sem voru langt frá því að vera sannfærandi í þessum leik. Aðspurður hvað vantaði í spilamennsku Stjörnunnar í kvöld sagði Patrekur þetta: „Það voru bara of margar stöður fyrir utan. Þetta er það sama og við lentum í á móti ÍBV. Menn eru of ragir og taka ekki skotin. Við erum að fara ákveðnar hlaupaleiðir en förum svo út úr þeim og förum að sækja upp í stúku. Bara svona óöruggi, það er það sem gerist, afhverju, veit ég ekki. Ég vil nú samt hrósa mínum mönnum fyrir að koma til baka. Framararnir eru bara eins og þeir eru og berjast fyrir sínu og spiluðu sinn leik. Bjöggi var náttúrulega drífandi og Brynjar Darri. Við erum eins og ég segi einhverjir átta leikmenn sem eru meiddir og þetta hefur verið betra hjá okkur. Eins og í fyrstu umferðunum þá voru menn aðeins meiri töffarar inn á vellinum.“ Næsti leikur er á móti Víking og vill Patrekur fá meira framlag frá öllum stöðum vallarins en ekki að það séu 2-3 leikmenn sem bera leikinn á herðum sér. „Eins og þegar við vorum að vinna þessa leiki í upphafi, þá vorum við allir rosalega virkir og þá vorum við að fá árasir og sjálfstraust úr öllum stöðum. En í dag voru það bara eitthverjar tvær, þrjár og það er ekki hægt á móti Víking eða hvaða liði sem er. Ég vill að menn endurnærist og þetta er búið að vera ágætistörn, ég vill að allir mæti og með kassann úti.“ Stjarnan Íslenski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik. Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. 28. nóvember 2021 17:15 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
„Mér líður ágætlega að við náðum í eitt stig. Þetta leit ekkert þannig út og við vorum ekkert að spila nægilega vel. Björgvin Hólmgeirsson kemur með ákveðin kraft og keppnisskap en það er erfitt að láta það bara á herðarnar á honum. Síðan er Brynjar Darri í markinu, hann ver vel.“ Þrátt fyrir stjörnubyrjun hjá Stjörnunni á tímabilinu hafa þeir verið að missa leikina niður og hafa þeir verið einstaklega óheppnir með meiðsli á tímabilinu og svo virðist sem veiran sem byrjuð að setja strik í reikningin hjá þeim. „Fyrir þennan leik missum við alla markmennina, þrír meiddir og einn í sóttkví, svo Brynjar Darri náði ekki einni æfingu með okkur. Þetta var púsluspil en frábært hvernig hann kom. Framararnir voru sterkari framan af og ég held við getum þakkað fyrir þetta stig.“ Eftir að hafa verið undir í 59 mínútur og staðan þá 30-31 fyrir Framörum, skorar Björgvin Hólmgeirsson og jafnar metin. Mikil heppni fyrir Stjörnumenn sem voru langt frá því að vera sannfærandi í þessum leik. Aðspurður hvað vantaði í spilamennsku Stjörnunnar í kvöld sagði Patrekur þetta: „Það voru bara of margar stöður fyrir utan. Þetta er það sama og við lentum í á móti ÍBV. Menn eru of ragir og taka ekki skotin. Við erum að fara ákveðnar hlaupaleiðir en förum svo út úr þeim og förum að sækja upp í stúku. Bara svona óöruggi, það er það sem gerist, afhverju, veit ég ekki. Ég vil nú samt hrósa mínum mönnum fyrir að koma til baka. Framararnir eru bara eins og þeir eru og berjast fyrir sínu og spiluðu sinn leik. Bjöggi var náttúrulega drífandi og Brynjar Darri. Við erum eins og ég segi einhverjir átta leikmenn sem eru meiddir og þetta hefur verið betra hjá okkur. Eins og í fyrstu umferðunum þá voru menn aðeins meiri töffarar inn á vellinum.“ Næsti leikur er á móti Víking og vill Patrekur fá meira framlag frá öllum stöðum vallarins en ekki að það séu 2-3 leikmenn sem bera leikinn á herðum sér. „Eins og þegar við vorum að vinna þessa leiki í upphafi, þá vorum við allir rosalega virkir og þá vorum við að fá árasir og sjálfstraust úr öllum stöðum. En í dag voru það bara eitthverjar tvær, þrjár og það er ekki hægt á móti Víking eða hvaða liði sem er. Ég vill að menn endurnærist og þetta er búið að vera ágætistörn, ég vill að allir mæti og með kassann úti.“
Stjarnan Íslenski handboltinn Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik. Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. 28. nóvember 2021 17:15 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik. Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. 28. nóvember 2021 17:15