Egill og Ási höfðu þetta bara eins og þeir vildu Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2021 21:26 Gunnar Magnússon er með lið Aftureldingar í brekku en er bjartsýnn á framhaldið eftir áramót. vísir/daníel Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ekki í vafa um hvað hefði skilað FH sigri í Mosfellsbæ í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta. Egill Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru illa með heimamenn og skoruðu samtals 22 mörk í 31-26 sigri FH-inga. „Við erum að fá of mikið af mörkum á okkur. Varnarlega náðum við bara ekki að stoppa Egil og Ása. Þeir höfðu þetta bara eins og þeir vildu. Við ætluðum að fara langt í Egil og reyna að ná honum, en einhvern veginn náðum við ekki taktinum þó að við höfum byrjað ágætlega. Við náðum bara ekki að stoppa þá tvo. Þeir voru erfiðir í kvöld,“ sagði Gunnar. FH náði frumkvæðinu seinni hluta fyrri hálfleiks, þegar Afturelding skoraði ekki mark í tæpar tíu mínútur. Phil Döhler hóf svo seinni hálfleik af krafti og FH náði að auka forskotið í fimm mörk. „Hann varði vel á þessum kafla. Sum færin voru alveg fín. En við misstum aðeins skipulagið sóknarlega líka. Við náðum því samt alveg þannig séð. Skoruðum 26 mörk og hann [Phil Döhler] var með um 35% markvörslu. En við stoppuðum þá bara ekki nógu vel varnarlega. Andri [Sigmarsson Scheving] varði alveg mörg góð skot en við náðum ekki að stoppa Ása og Egil,“ sagði Gunnar. „Þetta er það sem FH-ingarnir hafa. Reynda leikmenn sem eru rosalega stabílir. FH-ingar hafa þennan stöðugleika sem okkur vantar. Við erum mjög rokkandi í frammistöðu, en við höldum bara áfram. Stöðugleikinn kemur með tímanum,“ bætti þjálfarinn við. „Vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól“ Afturelding er nú sex stigum frá toppnum, með 10 stig eftir 10 leiki, og mun nær því að vera í baráttu um sæti í úrslitakeppninni en toppsætið. Gunnar vonast til að hafa á öflugra liði að skipa eftir áramót þar sem menn á borð við Birki Benediktsson og Svein Andra Sveinsson verði komnir nær sínu besta: „Birkir er að koma eftir eins árs fjarveru og þarf tíma. Hann verður í toppstandi eftir áramót. Sama má segja um Svein Andra. Það er engin draumastaða að vera ekki með þá 100% heila í þessari lotu en við erum bara að gefa þeim tíma til að koma inn í þetta og það verður mikill styrkur þegar þessir tveir verða komnir í toppstand. Við vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól. Auðvitað viljum við betri frammistöðu og fleiri stig, og við viljum meina að við getum betur en þetta. Við erum ekkert sáttir með þetta. Eins og staðan er í dag erum við aðeins á eftir liðum eins og FH en við þurfum bara að spýta í lófana, leggja mikið á okkur og gera betur,“ sagði Gunnar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Sjá meira
„Við erum að fá of mikið af mörkum á okkur. Varnarlega náðum við bara ekki að stoppa Egil og Ása. Þeir höfðu þetta bara eins og þeir vildu. Við ætluðum að fara langt í Egil og reyna að ná honum, en einhvern veginn náðum við ekki taktinum þó að við höfum byrjað ágætlega. Við náðum bara ekki að stoppa þá tvo. Þeir voru erfiðir í kvöld,“ sagði Gunnar. FH náði frumkvæðinu seinni hluta fyrri hálfleiks, þegar Afturelding skoraði ekki mark í tæpar tíu mínútur. Phil Döhler hóf svo seinni hálfleik af krafti og FH náði að auka forskotið í fimm mörk. „Hann varði vel á þessum kafla. Sum færin voru alveg fín. En við misstum aðeins skipulagið sóknarlega líka. Við náðum því samt alveg þannig séð. Skoruðum 26 mörk og hann [Phil Döhler] var með um 35% markvörslu. En við stoppuðum þá bara ekki nógu vel varnarlega. Andri [Sigmarsson Scheving] varði alveg mörg góð skot en við náðum ekki að stoppa Ása og Egil,“ sagði Gunnar. „Þetta er það sem FH-ingarnir hafa. Reynda leikmenn sem eru rosalega stabílir. FH-ingar hafa þennan stöðugleika sem okkur vantar. Við erum mjög rokkandi í frammistöðu, en við höldum bara áfram. Stöðugleikinn kemur með tímanum,“ bætti þjálfarinn við. „Vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól“ Afturelding er nú sex stigum frá toppnum, með 10 stig eftir 10 leiki, og mun nær því að vera í baráttu um sæti í úrslitakeppninni en toppsætið. Gunnar vonast til að hafa á öflugra liði að skipa eftir áramót þar sem menn á borð við Birki Benediktsson og Svein Andra Sveinsson verði komnir nær sínu besta: „Birkir er að koma eftir eins árs fjarveru og þarf tíma. Hann verður í toppstandi eftir áramót. Sama má segja um Svein Andra. Það er engin draumastaða að vera ekki með þá 100% heila í þessari lotu en við erum bara að gefa þeim tíma til að koma inn í þetta og það verður mikill styrkur þegar þessir tveir verða komnir í toppstand. Við vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól. Auðvitað viljum við betri frammistöðu og fleiri stig, og við viljum meina að við getum betur en þetta. Við erum ekkert sáttir með þetta. Eins og staðan er í dag erum við aðeins á eftir liðum eins og FH en við þurfum bara að spýta í lófana, leggja mikið á okkur og gera betur,“ sagði Gunnar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn