„Hefði viljað standa þetta af mér“ Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2021 11:31 Patrik Sigurður Gunnarsson bendir á að hann hafi engan veginn búist við því að samherji hans myndi ráðast á hann. Skjáskot/Discovery+ „Eftir á að hyggja hefði maður viljað standa þetta af sér, en ég er með áverka á hálsinum sem segja svolítið til um hversu fast höggið var,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson um það þegar liðsfélagi hans fékk rautt spjald eftir að hafa hrint Patrik. Patrik segir að í raun hafi mjög lítill aðdragandi verið að því þegar liðsfélagi hans hjá norska liðinu Viking, David Brekalo, missti stjórn á skapi sínu í gær. Viking hafði þá skorað tvö mörk seint í leiknum sem á endanum dugðu til 3-2 útisigurs gegn Kristiansund, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brekalo fékk að líta rauða spjaldið á fimmtu mínútu uppbótartíma, fyrir að hrinda Patriki eins og sjá má hér að neðan. Hva er det som skjer med Viking?! Brekalo angriper egen keeper og blir utvist på overtid. Utrolige scener på tampen! pic.twitter.com/MdyvGQIHfv— Eurosport Norge (@EurosportNorge) November 28, 2021 Patrik tekur undir það að sér sárni að á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum sé fjallað um atvikið með þeim hætti að hann hafi „fiskað“ liðsfélaga sinn af velli með leikaraskap. „Ég slæ ekki frá mér, og hvort sem maður slær frá sér og leikmaðurinn dettur eða ekki þá er það rautt spjald. Mér sárnar smá að maður sé gerður að sökudólgi þó að ég hafi ekki slegið frá mér. En við gerðum báðir mistök, lærum af þessu og þetta er bara búið,“ segir Patrik. Have you ever seen anything like this before? — Eurosport UK (@Eurosport_UK) November 29, 2021 „Þetta gerðist eftir fyrirgjöf að okkar marki. Hann lét boltann fara og bjóst við því að ég myndi taka hann. Ég kallaði aldrei neitt og lét boltann vera, sem rúllaði svo aftur fyrir endalínu. Síðan sneri ég mér við og lét hann vita að ég hefði ekki sagt neitt, og að þá taki ég ekki boltann. Í hita leiksins koma fram tilfinningar og hann ýtti nokkrum sinnum frá sér. Rak hendurnar frá viðbeini og upp í háls,“ segir Patrik. Held að það þurfi talsvert högg til að fá áverka á hálsi Hann viðurkennir að í hægri endursýningu í sjónvarpi sé ef til vill skiljanlegt að atvikið líti þannig út að hann geri meira úr því en efni standi til. „Þetta „slow motion view“ lítur ekkert æðislega út fyrir mig sjálfan, þrátt fyrir að ég sé með áverka á hálsinum eftir hann og að þeir leikmenn sem sáu þetta á vellinum hafi séð að þetta var meira högg. Ég er nú ekki þekktur fyrir að leika og ég held það þurfi talsvert högg til þess að maður sé með áverka á hálsinum. Ef manni er ýtt í háls og ofar þá myndu flestir grípa um höfuðið. Ég bjóst líka ekki við þessu frá eigin leikmanni, svo ég var ekki í jafnvægi og þá er auðveldara að detta aftur fyrir sig. En ég hefði viljað standa þetta af mér,“ segir Patrik. „Ekkert vesen á milli okkar tveggja“ Patrik segir að þeir Brekalo hafi nánast strax verið farnir að geta gert grín að því sem gerðist. „Það var eiginlega farið að gera grín að þessu um leið og við löbbuðum inn í klefa. Það er búið að gera svolítið mikið úr þessu á samfélagsmiðlum. Það var ekkert vesen á milli okkar tveggja, hvorki fyrir né eftir, og við skildum bara sáttir eftir þetta. Við höfum haft gott samband, eins og oft er þegar leikmenn koma inn í lið á svipuðum tíma,“ segir Patrik en þeir Brekalo komu báðir til Viking í ágúst. Det er bare smil å se på Kvernberget Flystasjon Heia Viking! pic.twitter.com/TFHYVulcAh— Viking Fotball (@vikingfotball) November 28, 2021 „Hann [Brekalo] fór sjálfur í viðtal í norskum fjölmiðlum í gær og baðst afsökunar á þessu. Hann gerði auðvitað mistök með því að slá frá sér.“ Á leið í viðræður við Brentford Eftir sigurinn í gær er allt útlit fyrir að Viking endi í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar en liðið vantar aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að tryggja sér það, og þar með Evrópusæti, eftir að hafa verið í 6. sæti þegar Patrik kom. Hann er hjá Viking að láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford og mun að óbreyttu snúa aftur til Englands í árslok en Patrik mun á næstunni ræða við forráðamenn Brentford um framhaldið. Norski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira
Patrik segir að í raun hafi mjög lítill aðdragandi verið að því þegar liðsfélagi hans hjá norska liðinu Viking, David Brekalo, missti stjórn á skapi sínu í gær. Viking hafði þá skorað tvö mörk seint í leiknum sem á endanum dugðu til 3-2 útisigurs gegn Kristiansund, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brekalo fékk að líta rauða spjaldið á fimmtu mínútu uppbótartíma, fyrir að hrinda Patriki eins og sjá má hér að neðan. Hva er det som skjer med Viking?! Brekalo angriper egen keeper og blir utvist på overtid. Utrolige scener på tampen! pic.twitter.com/MdyvGQIHfv— Eurosport Norge (@EurosportNorge) November 28, 2021 Patrik tekur undir það að sér sárni að á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum sé fjallað um atvikið með þeim hætti að hann hafi „fiskað“ liðsfélaga sinn af velli með leikaraskap. „Ég slæ ekki frá mér, og hvort sem maður slær frá sér og leikmaðurinn dettur eða ekki þá er það rautt spjald. Mér sárnar smá að maður sé gerður að sökudólgi þó að ég hafi ekki slegið frá mér. En við gerðum báðir mistök, lærum af þessu og þetta er bara búið,“ segir Patrik. Have you ever seen anything like this before? — Eurosport UK (@Eurosport_UK) November 29, 2021 „Þetta gerðist eftir fyrirgjöf að okkar marki. Hann lét boltann fara og bjóst við því að ég myndi taka hann. Ég kallaði aldrei neitt og lét boltann vera, sem rúllaði svo aftur fyrir endalínu. Síðan sneri ég mér við og lét hann vita að ég hefði ekki sagt neitt, og að þá taki ég ekki boltann. Í hita leiksins koma fram tilfinningar og hann ýtti nokkrum sinnum frá sér. Rak hendurnar frá viðbeini og upp í háls,“ segir Patrik. Held að það þurfi talsvert högg til að fá áverka á hálsi Hann viðurkennir að í hægri endursýningu í sjónvarpi sé ef til vill skiljanlegt að atvikið líti þannig út að hann geri meira úr því en efni standi til. „Þetta „slow motion view“ lítur ekkert æðislega út fyrir mig sjálfan, þrátt fyrir að ég sé með áverka á hálsinum eftir hann og að þeir leikmenn sem sáu þetta á vellinum hafi séð að þetta var meira högg. Ég er nú ekki þekktur fyrir að leika og ég held það þurfi talsvert högg til þess að maður sé með áverka á hálsinum. Ef manni er ýtt í háls og ofar þá myndu flestir grípa um höfuðið. Ég bjóst líka ekki við þessu frá eigin leikmanni, svo ég var ekki í jafnvægi og þá er auðveldara að detta aftur fyrir sig. En ég hefði viljað standa þetta af mér,“ segir Patrik. „Ekkert vesen á milli okkar tveggja“ Patrik segir að þeir Brekalo hafi nánast strax verið farnir að geta gert grín að því sem gerðist. „Það var eiginlega farið að gera grín að þessu um leið og við löbbuðum inn í klefa. Það er búið að gera svolítið mikið úr þessu á samfélagsmiðlum. Það var ekkert vesen á milli okkar tveggja, hvorki fyrir né eftir, og við skildum bara sáttir eftir þetta. Við höfum haft gott samband, eins og oft er þegar leikmenn koma inn í lið á svipuðum tíma,“ segir Patrik en þeir Brekalo komu báðir til Viking í ágúst. Det er bare smil å se på Kvernberget Flystasjon Heia Viking! pic.twitter.com/TFHYVulcAh— Viking Fotball (@vikingfotball) November 28, 2021 „Hann [Brekalo] fór sjálfur í viðtal í norskum fjölmiðlum í gær og baðst afsökunar á þessu. Hann gerði auðvitað mistök með því að slá frá sér.“ Á leið í viðræður við Brentford Eftir sigurinn í gær er allt útlit fyrir að Viking endi í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar en liðið vantar aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að tryggja sér það, og þar með Evrópusæti, eftir að hafa verið í 6. sæti þegar Patrik kom. Hann er hjá Viking að láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford og mun að óbreyttu snúa aftur til Englands í árslok en Patrik mun á næstunni ræða við forráðamenn Brentford um framhaldið.
Norski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira