Meirihluti segir áfengisneyslu vandamál í sambandinu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. desember 2021 07:00 Samkvæmt könnun Makamála segir rúmlega helmingur lesenda Vísis áfengisneyslu vera vandamál í sambandinu. Fíknifræðingurinn Guðrún Magnúsdóttir segir að mögulega hafi heimsfaraldurinn haft þar einhver áhrif. „Þetta er alltaf spurning um það hver er við stjórn, er það einstaklingurinn sem er að neyta áfengis eða er það áfengið og áhrifin sem stjórna einstaklingnum?“ segir Guðrún Magnúsdóttir fíknifræðingur í viðtali við Makamál. Heimsfaraldur haft tímabundin áhrif á áfengisneyslu Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að áfengisneysla maka væri vandamál í sambandinu og svaraði rúmlega helmingur lesenda því játandi. Guðrún, eða Gunný eins og hún er kölluð, segir niðurstöðurnar, koma nokkuð á óvart. „Já, en ég held að Covid faraldurinn gæti hafa haft tímabundin áhrif á áfengisneyslu en það væri áhugavert að leggja fyrir vísindalega rannsókn sem gæti gefið okkur aðra niðurstöðu.“ Vert er að taka það fram að kannanir Makamála eru ekki einungis ætlaðar til að skapa umræðu og ekki hægt að alhæfa um niðurstöður, enda ekki vísindalegar kannanir og markhópurinn einungis sá sem kýs að smella á greinina. Gunný hefur starfað sem fíknifræðinur síðan 2018 og er meðal annars með mastersgráðu í fíknifræðum við Hazelden Betty Ford Graduate School. „Einnig hef ég sótt nám í Compassion Focused Therapy og hef réttindi til að starfa sem SMART Recovery leiðbeinandi og núna er ég í fíkniáfallanámi hjá Spirit2Spirit.“ Hver er við stjórn? Gunný starfar í Vörðunni og aðallega með fólk í tengslum við fíknivanda, bæði þá sem eiga við fíknivanda að stríða sem og aðstandendur. Aðspurð út í áfengisvandamál í samböndum, hvenær neyslan sé orðin vandamál segir Gunný áfengisneysluna vandamál þegar hún skerðir lífsgæði fólks á einhvern hátt, ásamt þeim nákomnu. „Þetta er alltaf spurning um hver er við stjórn. Er það einstaklingurinn sem er að neyta áfengis eða er það áfengið og áhrifin sem stjórna einstaklingnum?“ Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem eru í vafa um það hvort að áfengisneysla sé vandamál í sambandinu? „Ég myndi byrja á því að ráðleggja fólki að setja sér markmið og sleppa drykkju í ákveðinn tíma. Ef það getur ekki haldið markmiðinu sem það setti sér þá þarf að skoða það frekar. Ég myndi ráðleggja maka að leita aðstoðar hjá vini sem hefur skilning og reynslu af þessum málum eða Alanon samtakana og/eða leita til fagmanneskju sem getur hjálpað að kortleggja vandann.“ Við þurfum að hafa það í huga að minnihluti fólks ánetjast áfengi og flestir geta notað sér það að skaðlausu. Hinir sem lenda í vandræðum þurfa kannski að skoða aðra þætti í lífi sínu samhliða því að sleppa áfengisdrykkju. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nánari niðurstöður* úr könnuninni. Niðurstöður* Já, mikið vandamál - 17% Já, að einhverju leyti - 25% Já, áfengisneysla okkar beggja er vandamál - 4% Nei, en áfengisneysla mín er vandamál - 9% Nei, áfengisneysla er ekki vandamál í sambandinu - 45% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Áfengisvandamál geta verið mjög alvarleg og snerta marga. Hvort sem það eru neytendurnir sjálfir eða aðstandendur ætti alltaf að reyna að leita sér ráðgjafar eða aðstoðar hjá fagaðilum. Ásamt ráðgjöf hjá SÁÁ er einnig hægt að fá hjálp hjá sálfræðingum og fíkniráðgjöfum sem sérhæfa sig í vandamálum tengdum áfengis- og vímuefnaneyslu. Spurning vikunnar Ástin og lífið Fjölskyldumál Tengdar fréttir Einhleypan: Bíður eftir boði á óvænt stefnumót til Parísar Hún er inn og út af Tinder, vill kaffið sitt uppáhellt og bíður spennt eftir því að verða boðið á óvænt stefnumót. Þórunn Arnaldsdóttir er Einhleypa vikunnar. 30. nóvember 2021 07:00 Kara Kristel: „Segðu mér svartasta dýpsta leyndarmálið þitt“ Förðunarfræðingurinn Kara Kristel Signýardóttir er ekki þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum og segist hún ekki hrædd við umtal og gagnrýni. 28. nóvember 2021 21:20 Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. 27. nóvember 2021 12:00 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Emojional: Svala Björgvins Makamál Rúmfræði: Heimagerð kynlífsleikföng Makamál Aftur í gamla sambandið? Brotin sjálfsmynd eftir skilnað truflar dómgreind Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Einhleypan: „Sundsjúk, hvatvís og heillast af húmor“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Heimsfaraldur haft tímabundin áhrif á áfengisneyslu Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvort að áfengisneysla maka væri vandamál í sambandinu og svaraði rúmlega helmingur lesenda því játandi. Guðrún, eða Gunný eins og hún er kölluð, segir niðurstöðurnar, koma nokkuð á óvart. „Já, en ég held að Covid faraldurinn gæti hafa haft tímabundin áhrif á áfengisneyslu en það væri áhugavert að leggja fyrir vísindalega rannsókn sem gæti gefið okkur aðra niðurstöðu.“ Vert er að taka það fram að kannanir Makamála eru ekki einungis ætlaðar til að skapa umræðu og ekki hægt að alhæfa um niðurstöður, enda ekki vísindalegar kannanir og markhópurinn einungis sá sem kýs að smella á greinina. Gunný hefur starfað sem fíknifræðinur síðan 2018 og er meðal annars með mastersgráðu í fíknifræðum við Hazelden Betty Ford Graduate School. „Einnig hef ég sótt nám í Compassion Focused Therapy og hef réttindi til að starfa sem SMART Recovery leiðbeinandi og núna er ég í fíkniáfallanámi hjá Spirit2Spirit.“ Hver er við stjórn? Gunný starfar í Vörðunni og aðallega með fólk í tengslum við fíknivanda, bæði þá sem eiga við fíknivanda að stríða sem og aðstandendur. Aðspurð út í áfengisvandamál í samböndum, hvenær neyslan sé orðin vandamál segir Gunný áfengisneysluna vandamál þegar hún skerðir lífsgæði fólks á einhvern hátt, ásamt þeim nákomnu. „Þetta er alltaf spurning um hver er við stjórn. Er það einstaklingurinn sem er að neyta áfengis eða er það áfengið og áhrifin sem stjórna einstaklingnum?“ Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem eru í vafa um það hvort að áfengisneysla sé vandamál í sambandinu? „Ég myndi byrja á því að ráðleggja fólki að setja sér markmið og sleppa drykkju í ákveðinn tíma. Ef það getur ekki haldið markmiðinu sem það setti sér þá þarf að skoða það frekar. Ég myndi ráðleggja maka að leita aðstoðar hjá vini sem hefur skilning og reynslu af þessum málum eða Alanon samtakana og/eða leita til fagmanneskju sem getur hjálpað að kortleggja vandann.“ Við þurfum að hafa það í huga að minnihluti fólks ánetjast áfengi og flestir geta notað sér það að skaðlausu. Hinir sem lenda í vandræðum þurfa kannski að skoða aðra þætti í lífi sínu samhliða því að sleppa áfengisdrykkju. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nánari niðurstöður* úr könnuninni. Niðurstöður* Já, mikið vandamál - 17% Já, að einhverju leyti - 25% Já, áfengisneysla okkar beggja er vandamál - 4% Nei, en áfengisneysla mín er vandamál - 9% Nei, áfengisneysla er ekki vandamál í sambandinu - 45% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Allar kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Áfengisvandamál geta verið mjög alvarleg og snerta marga. Hvort sem það eru neytendurnir sjálfir eða aðstandendur ætti alltaf að reyna að leita sér ráðgjafar eða aðstoðar hjá fagaðilum. Ásamt ráðgjöf hjá SÁÁ er einnig hægt að fá hjálp hjá sálfræðingum og fíkniráðgjöfum sem sérhæfa sig í vandamálum tengdum áfengis- og vímuefnaneyslu.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Fjölskyldumál Tengdar fréttir Einhleypan: Bíður eftir boði á óvænt stefnumót til Parísar Hún er inn og út af Tinder, vill kaffið sitt uppáhellt og bíður spennt eftir því að verða boðið á óvænt stefnumót. Þórunn Arnaldsdóttir er Einhleypa vikunnar. 30. nóvember 2021 07:00 Kara Kristel: „Segðu mér svartasta dýpsta leyndarmálið þitt“ Förðunarfræðingurinn Kara Kristel Signýardóttir er ekki þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum og segist hún ekki hrædd við umtal og gagnrýni. 28. nóvember 2021 21:20 Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. 27. nóvember 2021 12:00 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Emojional: Svala Björgvins Makamál Rúmfræði: Heimagerð kynlífsleikföng Makamál Aftur í gamla sambandið? Brotin sjálfsmynd eftir skilnað truflar dómgreind Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Einhleypan: „Sundsjúk, hvatvís og heillast af húmor“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Einhleypan: Bíður eftir boði á óvænt stefnumót til Parísar Hún er inn og út af Tinder, vill kaffið sitt uppáhellt og bíður spennt eftir því að verða boðið á óvænt stefnumót. Þórunn Arnaldsdóttir er Einhleypa vikunnar. 30. nóvember 2021 07:00
Kara Kristel: „Segðu mér svartasta dýpsta leyndarmálið þitt“ Förðunarfræðingurinn Kara Kristel Signýardóttir er ekki þekkt fyrir að sitja á skoðunum sínum og segist hún ekki hrædd við umtal og gagnrýni. 28. nóvember 2021 21:20
Emil pældi lítið í matnum en sýndi mér meiri áhuga „Þar sem við sátum þarna saman á einu af fyrstu stefnumótunum okkar tók ég eftir að maturinn var algert aukaatriði hjá honum,“ segir Ása María Reginsdóttir í viðtali við Makamál. 27. nóvember 2021 12:00