„Finnst þetta vanvirðing og alveg galið“ Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2021 08:30 Glódís Perla Viggósdóttir faðmar Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem skoraði seinna mark Íslands í 2-0 sigrinum gegn Japan í vináttulandsleik í Hollandi í síðustu viku. Getty/Angelo Blankespoor Glódís Perla Viggósdóttir tekur undir gagnrýni á UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, vegna þeirra leikstaða sem urðu fyrir valinu á EM í Englandi næsta sumar. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands og Carolina Seger, fyrirliði Svía, hafa áður baunað á UEFA vegna þess hve sumir leikvangarnir eru litlir á EM. Ísland spilar til að mynda tvo leiki á akademíuleikvangi Manchester City sem rúmar aðeins 4.700 manns í sæti. „Mér finnst þetta vanvirðing við kvennaboltann. Mér finnst þetta ekki í lagi og lélegt hjá UEFA að hafa samþykkt að einhverjir leikir fari fram þarna,“ segir Glódís sem verður í sviðsljósinu á Kýpur í dag þegar Ísland mætir heimakonum í undankeppni HM. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í gær. Glódís bendir á að smæð minnstu leikvanganna á EM sé í engum takti við þann uppgang sem verið hefur í fótbolta kvenna, sérstaklega á allra síðustu misserum. „Það sést úti um alla Evrópu að það er uppselt á kvennaleiki þegar það er rétt að markaðsstarfinu staðið. Þá er uppselt á 15.000 manna velli á deildarleiki, sem og landsleiki, eins og þegar Svíar mættu Finnlandi í síðustu viku. Það er nógur áhugi en það verða að vera vellir sem taka við þessu. Það voru miklu stærri vellir í Hollandi [á EM 2017] og í Frakklandi [á HM 2019] sem var verið að fylla. Mér finnst þetta því vanvirðing, og alveg galið. Þó að það séu ekki miklar líkur á því þá vona ég að leikirnir verði færðir á stærri velli því ég hugsa að við gætum fyllt 4000 manna völl bara með Íslendingum ef að það yrði búin til stemning og það yrði í boði,“ segir Glódís. Gaman að það sé loksins enn meiri athygli Hún var spurð hvort að eftir stormasamt ár hjá KSÍ, með neikvæðri umræðu um íslenska karlalandsliðið vegna mála innan sem utan vallar, væri kvennalandsliðið enn frekar flaggskip sambandsins og undir aukinni pressu: „Við höfum ekki verið að velta okkur allt of mikið upp úr þessu því þetta kemur okkur svo sem ekkert við. En við finnum ekki fyrir neinni aukinni pressu. Við höfum verið að standa okkur vel í mörg ár og það er kannski bara gaman að það sé enn meiri athygli, loksins, á að við séum líka að standa okkur vel. Við reynum, eins og í öllu öðru, að fókusa á það sem við erum að gera og að við fylgjum okkar gildum, sem eru að standa okkur vel innan vallar og utan vallar. Það skiptir okkur miklu máli,“ segir Glódís. „Kvennabolti almennt hefur allt of lengi verið í bakgrunninum. Það er loksins að koma bylgja sem lyftir kvennaboltanum á hærra stig, bæði í fjölmiðlum og samfélaginu öllu, og það er bara ógeðslega gaman að upplifa það. Á sama tíma er leiðinlegt að það sé neikvæð umræða um KSÍ og karlalandsliðið. Við viljum það náttúrulega alls ekki. En það er gaman að fá að vera partur af þessu „hæpi“ sem verður vonandi í kringum EM,“ segir Glódís. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu mörk Sveindísar og Berglindar gegn einu af betri liðum heims Ísland vann frábæran 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik í Hollandi í gær, í leik sem þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson taldi þann besta frá því að hann tók við kvennalandsliðinu í fótbolta fyrir tæpu ári síðan. 26. nóvember 2021 09:32 Sanngjarn sigur gegn sterku japönsku liði Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann góðan 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik liðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. 25. nóvember 2021 20:47 Hefur haldið markinu hreinu í fjórum af fyrstu fimm landsleikjunum sínum Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fimmta A-landsleik í gær og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. 26. nóvember 2021 12:30 Berglind: Öskraði á Sveindísi Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Hammarby og íslenska landsliðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Landsliðið er í Kýpur svo fundurinn fór fram í gegnum fjarfundaforrit. 27. nóvember 2021 15:30 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands og Carolina Seger, fyrirliði Svía, hafa áður baunað á UEFA vegna þess hve sumir leikvangarnir eru litlir á EM. Ísland spilar til að mynda tvo leiki á akademíuleikvangi Manchester City sem rúmar aðeins 4.700 manns í sæti. „Mér finnst þetta vanvirðing við kvennaboltann. Mér finnst þetta ekki í lagi og lélegt hjá UEFA að hafa samþykkt að einhverjir leikir fari fram þarna,“ segir Glódís sem verður í sviðsljósinu á Kýpur í dag þegar Ísland mætir heimakonum í undankeppni HM. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ í gær. Glódís bendir á að smæð minnstu leikvanganna á EM sé í engum takti við þann uppgang sem verið hefur í fótbolta kvenna, sérstaklega á allra síðustu misserum. „Það sést úti um alla Evrópu að það er uppselt á kvennaleiki þegar það er rétt að markaðsstarfinu staðið. Þá er uppselt á 15.000 manna velli á deildarleiki, sem og landsleiki, eins og þegar Svíar mættu Finnlandi í síðustu viku. Það er nógur áhugi en það verða að vera vellir sem taka við þessu. Það voru miklu stærri vellir í Hollandi [á EM 2017] og í Frakklandi [á HM 2019] sem var verið að fylla. Mér finnst þetta því vanvirðing, og alveg galið. Þó að það séu ekki miklar líkur á því þá vona ég að leikirnir verði færðir á stærri velli því ég hugsa að við gætum fyllt 4000 manna völl bara með Íslendingum ef að það yrði búin til stemning og það yrði í boði,“ segir Glódís. Gaman að það sé loksins enn meiri athygli Hún var spurð hvort að eftir stormasamt ár hjá KSÍ, með neikvæðri umræðu um íslenska karlalandsliðið vegna mála innan sem utan vallar, væri kvennalandsliðið enn frekar flaggskip sambandsins og undir aukinni pressu: „Við höfum ekki verið að velta okkur allt of mikið upp úr þessu því þetta kemur okkur svo sem ekkert við. En við finnum ekki fyrir neinni aukinni pressu. Við höfum verið að standa okkur vel í mörg ár og það er kannski bara gaman að það sé enn meiri athygli, loksins, á að við séum líka að standa okkur vel. Við reynum, eins og í öllu öðru, að fókusa á það sem við erum að gera og að við fylgjum okkar gildum, sem eru að standa okkur vel innan vallar og utan vallar. Það skiptir okkur miklu máli,“ segir Glódís. „Kvennabolti almennt hefur allt of lengi verið í bakgrunninum. Það er loksins að koma bylgja sem lyftir kvennaboltanum á hærra stig, bæði í fjölmiðlum og samfélaginu öllu, og það er bara ógeðslega gaman að upplifa það. Á sama tíma er leiðinlegt að það sé neikvæð umræða um KSÍ og karlalandsliðið. Við viljum það náttúrulega alls ekki. En það er gaman að fá að vera partur af þessu „hæpi“ sem verður vonandi í kringum EM,“ segir Glódís.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu mörk Sveindísar og Berglindar gegn einu af betri liðum heims Ísland vann frábæran 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik í Hollandi í gær, í leik sem þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson taldi þann besta frá því að hann tók við kvennalandsliðinu í fótbolta fyrir tæpu ári síðan. 26. nóvember 2021 09:32 Sanngjarn sigur gegn sterku japönsku liði Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann góðan 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik liðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. 25. nóvember 2021 20:47 Hefur haldið markinu hreinu í fjórum af fyrstu fimm landsleikjunum sínum Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fimmta A-landsleik í gær og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. 26. nóvember 2021 12:30 Berglind: Öskraði á Sveindísi Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Hammarby og íslenska landsliðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Landsliðið er í Kýpur svo fundurinn fór fram í gegnum fjarfundaforrit. 27. nóvember 2021 15:30 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Sjáðu mörk Sveindísar og Berglindar gegn einu af betri liðum heims Ísland vann frábæran 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik í Hollandi í gær, í leik sem þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson taldi þann besta frá því að hann tók við kvennalandsliðinu í fótbolta fyrir tæpu ári síðan. 26. nóvember 2021 09:32
Sanngjarn sigur gegn sterku japönsku liði Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann góðan 2-0 sigur gegn Japan í vináttulandsleik liðanna sem fram fór í Hollandi í kvöld. 25. nóvember 2021 20:47
Hefur haldið markinu hreinu í fjórum af fyrstu fimm landsleikjunum sínum Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fimmta A-landsleik í gær og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. 26. nóvember 2021 12:30
Berglind: Öskraði á Sveindísi Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Hammarby og íslenska landsliðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Landsliðið er í Kýpur svo fundurinn fór fram í gegnum fjarfundaforrit. 27. nóvember 2021 15:30