Auðvelda fólki að koma íslenskri hönnun undir jólatréð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 14:31 Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Aldís Páls „Nú er helsti tími verslunar fram undan og við viljum að fólk sé meðvitað um allt það fjölbreytta úrval íslenskrar hönnunar sem er á boðstólnum hér heima - fyrir heimilið, fataskápinn og undir tréð,“ segir Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs- Á vefnum þeirra má sjá lista yfir allar þær verslanir sem selja íslenska hönnun. Það er því kjörið að skoða listann, bæði til áminningar og til að uppgötva eitthvað nýtt og spennandi. „Okkur fannst borðleggjandi, þegar við gerðum nýja heimasíðu fyrir Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í fyrra, að þar væri að finna greinagott yfirlit yfir verslanir og vefsíður sem selja íslenskar hönnunarvörur,“ segir Álfrún um listann. Hann er þó ekki bara opinn í desember. „Það skiptir máli allt árið um kring að auka vitund almennings á grósku íslenskrar hönnunar og því frábæra starfi sem sístækkandi og fjölbreyttur hópur hönnuða hér á landi er að vinna.“ Netverslunum fjölgað í Covid Álfrún segir að á síðunni ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Nú erum við búin að uppfæra síðuna með það að markmiði að einfalda og auka aðgengi að íslenskri hönnun, og sömuleiðis vekja athygli á fjölbreytni og grósku íslenskrar hönnunar, hugvits og nýsköpunar. Allt frá fatnaði, heimilisvörur, lífsstíll, skartgripum og að verslunum sem selja fjölbreytta hönnun. Sömuleiðis er bæði að finna stærri verslanir og minni og netverslanir þar sem hægt er að versla frá hönnuðunum beint.“ Álfrún segir að úrvalið sé stöðugt að aukast og vefsíðan sjálf er líka í stöðugri uppfærslu. „Það má segja að síðustu tvö ár hefur aðgengi að íslenskri hönnun, bæði í verslunum og á netinu, verið sífellt að stækka. Mögulega er það jákvæð þróun faraldursins að ýta við mörgum að gera góðar netverslanir og verða sýnilegri fyrir almenning með þeim hætti.“ Íslenskir neytendur líta sér nær Íslenskir hönnuðir hafa upplifað mikinn meðbyr síðustu misseri þrátt fyrir að færri ferðamenn hafi heimsótt landið. „Það er oft þannig að þegar kreppir að, eða heimurinn gengur í gegnum krísur eins og hefur verið síðustu tvö ár, þá fer fólk að líta sér nær og opna augun fyrir því sem er að gerast í nærumhverfinu. Neytendur eru líka orðnir miklu meðvitaðri um kaupa hluti og fatnað sem stenst tímans tönn og á sér einhverja sögu. Umhverfið, áhersla á hringrás og sjálfbærni eru líka mörgum hugleikið og þar getur verið best að velja hluti sem auðvelt er að rekja uppruna og fylgjast með gagnsæi í framleiðsluferli og efnisnotkun.“ Listinn er uppfærður reglulega og bætast sífellt fleiri verslanir í hópinn. „Við hvetjum alla þá sem selja íslenska hönnun og telja sig eiga erindi á þessa upplýsingasíðu að senda okkur línu á info@honnunarmidstod.is. Við hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hvetjum alla til að kíkja við á síðunni og kynna sér fjölbreytt úrval íslenskrar hönnunar.“ Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Handgerð flík úr íslenskri ull þolir vætu og kulda Íslensk hönnun úr íslenskri ull er að vekja athygli út fyrir landsteinana. Sæunn Þórðardóttir og Vala Melstað sáu um að uppfæra útlitið á hinni klassísku gæruúlpu sem 66°Norður framleiddi á fimmta áratugnum. Nýja línan kallast Sölvóll. 19. nóvember 2021 16:30 Íslenskri hönnun varpað á skjái um allt höfuðborgarsvæðið Í október fer í fyrsta sinn af stað einstakt átak sem ætlað er að vekja áhuga á íslenskri hönnun. 60 ólíkar hönnunarvörur, frá ferðavögnum yfir í flothettur og allt þar á milli, munu prýða ljósaskilti um allt höfuðborgarsvæðið þessa vikuna og sýna fjölbreytileika og fegurð íslenskrar hönnunar 18. október 2021 16:31 Fyrsta verslunin í húsinu með eingöngu íslenska gjafavöru Rammagerðin hefur opnað nýja verslun í Kringlunni. Í versluninni er að finna vörur frá tæplega 50 íslenskum hönnuðum og vörumerkjum. 24. september 2021 20:00 Íslensk hönnun valin sú besta fyrir útihlaupin Jakkinn Straumnes frá 66°Norður var valinn besti útvistarjakkinn fyrir konur af dagblaðinu Independent. Jakkinn er skel og er bæði vatnsheld og andar vel. 20. september 2021 13:00 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Á vefnum þeirra má sjá lista yfir allar þær verslanir sem selja íslenska hönnun. Það er því kjörið að skoða listann, bæði til áminningar og til að uppgötva eitthvað nýtt og spennandi. „Okkur fannst borðleggjandi, þegar við gerðum nýja heimasíðu fyrir Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í fyrra, að þar væri að finna greinagott yfirlit yfir verslanir og vefsíður sem selja íslenskar hönnunarvörur,“ segir Álfrún um listann. Hann er þó ekki bara opinn í desember. „Það skiptir máli allt árið um kring að auka vitund almennings á grósku íslenskrar hönnunar og því frábæra starfi sem sístækkandi og fjölbreyttur hópur hönnuða hér á landi er að vinna.“ Netverslunum fjölgað í Covid Álfrún segir að á síðunni ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Nú erum við búin að uppfæra síðuna með það að markmiði að einfalda og auka aðgengi að íslenskri hönnun, og sömuleiðis vekja athygli á fjölbreytni og grósku íslenskrar hönnunar, hugvits og nýsköpunar. Allt frá fatnaði, heimilisvörur, lífsstíll, skartgripum og að verslunum sem selja fjölbreytta hönnun. Sömuleiðis er bæði að finna stærri verslanir og minni og netverslanir þar sem hægt er að versla frá hönnuðunum beint.“ Álfrún segir að úrvalið sé stöðugt að aukast og vefsíðan sjálf er líka í stöðugri uppfærslu. „Það má segja að síðustu tvö ár hefur aðgengi að íslenskri hönnun, bæði í verslunum og á netinu, verið sífellt að stækka. Mögulega er það jákvæð þróun faraldursins að ýta við mörgum að gera góðar netverslanir og verða sýnilegri fyrir almenning með þeim hætti.“ Íslenskir neytendur líta sér nær Íslenskir hönnuðir hafa upplifað mikinn meðbyr síðustu misseri þrátt fyrir að færri ferðamenn hafi heimsótt landið. „Það er oft þannig að þegar kreppir að, eða heimurinn gengur í gegnum krísur eins og hefur verið síðustu tvö ár, þá fer fólk að líta sér nær og opna augun fyrir því sem er að gerast í nærumhverfinu. Neytendur eru líka orðnir miklu meðvitaðri um kaupa hluti og fatnað sem stenst tímans tönn og á sér einhverja sögu. Umhverfið, áhersla á hringrás og sjálfbærni eru líka mörgum hugleikið og þar getur verið best að velja hluti sem auðvelt er að rekja uppruna og fylgjast með gagnsæi í framleiðsluferli og efnisnotkun.“ Listinn er uppfærður reglulega og bætast sífellt fleiri verslanir í hópinn. „Við hvetjum alla þá sem selja íslenska hönnun og telja sig eiga erindi á þessa upplýsingasíðu að senda okkur línu á info@honnunarmidstod.is. Við hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hvetjum alla til að kíkja við á síðunni og kynna sér fjölbreytt úrval íslenskrar hönnunar.“
Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Handgerð flík úr íslenskri ull þolir vætu og kulda Íslensk hönnun úr íslenskri ull er að vekja athygli út fyrir landsteinana. Sæunn Þórðardóttir og Vala Melstað sáu um að uppfæra útlitið á hinni klassísku gæruúlpu sem 66°Norður framleiddi á fimmta áratugnum. Nýja línan kallast Sölvóll. 19. nóvember 2021 16:30 Íslenskri hönnun varpað á skjái um allt höfuðborgarsvæðið Í október fer í fyrsta sinn af stað einstakt átak sem ætlað er að vekja áhuga á íslenskri hönnun. 60 ólíkar hönnunarvörur, frá ferðavögnum yfir í flothettur og allt þar á milli, munu prýða ljósaskilti um allt höfuðborgarsvæðið þessa vikuna og sýna fjölbreytileika og fegurð íslenskrar hönnunar 18. október 2021 16:31 Fyrsta verslunin í húsinu með eingöngu íslenska gjafavöru Rammagerðin hefur opnað nýja verslun í Kringlunni. Í versluninni er að finna vörur frá tæplega 50 íslenskum hönnuðum og vörumerkjum. 24. september 2021 20:00 Íslensk hönnun valin sú besta fyrir útihlaupin Jakkinn Straumnes frá 66°Norður var valinn besti útvistarjakkinn fyrir konur af dagblaðinu Independent. Jakkinn er skel og er bæði vatnsheld og andar vel. 20. september 2021 13:00 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Handgerð flík úr íslenskri ull þolir vætu og kulda Íslensk hönnun úr íslenskri ull er að vekja athygli út fyrir landsteinana. Sæunn Þórðardóttir og Vala Melstað sáu um að uppfæra útlitið á hinni klassísku gæruúlpu sem 66°Norður framleiddi á fimmta áratugnum. Nýja línan kallast Sölvóll. 19. nóvember 2021 16:30
Íslenskri hönnun varpað á skjái um allt höfuðborgarsvæðið Í október fer í fyrsta sinn af stað einstakt átak sem ætlað er að vekja áhuga á íslenskri hönnun. 60 ólíkar hönnunarvörur, frá ferðavögnum yfir í flothettur og allt þar á milli, munu prýða ljósaskilti um allt höfuðborgarsvæðið þessa vikuna og sýna fjölbreytileika og fegurð íslenskrar hönnunar 18. október 2021 16:31
Fyrsta verslunin í húsinu með eingöngu íslenska gjafavöru Rammagerðin hefur opnað nýja verslun í Kringlunni. Í versluninni er að finna vörur frá tæplega 50 íslenskum hönnuðum og vörumerkjum. 24. september 2021 20:00
Íslensk hönnun valin sú besta fyrir útihlaupin Jakkinn Straumnes frá 66°Norður var valinn besti útvistarjakkinn fyrir konur af dagblaðinu Independent. Jakkinn er skel og er bæði vatnsheld og andar vel. 20. september 2021 13:00