„Vorum ekki með gæðin í því sem við vorum að gera“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2021 20:45 Guðrún Arnardóttir var sátt með stigin þrjú, en segir þó að hún viti að liðið geti gert miklu betur. Vísir/Vilhelm Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 4-0 sigri liðsins gegn Kýpur í undankeppni HM 2023 í kvöld. Þrátt fyrir öruggan sigur Íslands var hún ekki nógu sátt með spilamennsku liðsins. „Við vorum með yfirhöndina allan tíman fannst mér, en við vorum ekki með gæðin í því sem við vorum að gera eins og við ætluðum okkur,“ sagði Guðrún er hún sat fyrir svörum blaðamanna eftir leik. „Við getum gert miklu betur. En við vorum samt með tök á leiknum og náðum inn fjórum mörkum sem var mikilvægt og tókum stigin þrjú eins og við ætluðum okkur.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi skorað fjögur mörk í kvöld segir Guðrún það að vissu leiti vera svekkjandi að skora ekki fleiri gegn liði eins og Kýpur. „Já, já, við vorum mikið með boltann en við vorum kannski ekkert að skapa okkur það mikið af færum nema í föstum leikatriðum og svoleiðis. Við hefðum kannski viljað gera betur og auðvitað er alltaf gaman að skora fleiri mörk en það mikilvægasta er að taka stigin þrjú.“ Guðrún hefur verið að koma vel inn í liðið að undanförnu og hún segir það mjög góða tilfinningu að spila fyrir íslenska landsliðið. „Það er alltaf heiður að fá að spila í íslenska landsliðsbúningnum og það er rosalega gott þegar maður fær tækifærið. Það er mikil samkeppni og alls ekki gefið að fá að spila. Þannig að ég er ánægð með þetta tækifæri og reyni að nýta það við hvert tækifæri sem ég get.“ Eins og áður segir skoraði Guðrún sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld, en hún segir að Karólína Lea hafi gert sér auðvelt fyrir með því að setja aukaspyrnuna á markið. „Við sögðum Karó bara að setja hann á markið og svo vorum við bara tilbúnar í frákastið sem datt svona skemmtilega fyrir mig þannig að eftirleikurinn var auðveldur,“ sagði Guðrún að lokum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Vitum að við getum gert mikið betur“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru sammála um að þrátt fyrir 4-0 sigur gegn Kýpur í dag hefði spilamennska íslenska landsliðsins ekki verið sérstaklega góð. 30. nóvember 2021 19:43 Einkunnir á móti Kýpur: Karólína Lea best en stelpurnar hafa oft spilað betur Íslenska kvennalandsliðið gerði það sem skipti máli á Kýpur í kvöld sem var að vinna leikinn og taka öll þrjú stigin með sér heim. Liðið nýtti sér hins vegar ekki kjörið tækifæri til að bæta upp á markatöluna með oft bitlitlum, hægum og ómarkvissum sóknarleik. 30. nóvember 2021 19:20 Umfjöllun: Kýpur - Ísland 0-4 | Á réttri braut inn í EM-árið Fram undan er stórt, vonandi risastórt, ár hjá kvennalandsliði Íslands í fótbolta. Liðið leikur á EM í Englandi næsta sumar og um haustið er möguleiki á að liðið komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM sem fram fer suður í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. 30. nóvember 2021 19:02 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
„Við vorum með yfirhöndina allan tíman fannst mér, en við vorum ekki með gæðin í því sem við vorum að gera eins og við ætluðum okkur,“ sagði Guðrún er hún sat fyrir svörum blaðamanna eftir leik. „Við getum gert miklu betur. En við vorum samt með tök á leiknum og náðum inn fjórum mörkum sem var mikilvægt og tókum stigin þrjú eins og við ætluðum okkur.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi skorað fjögur mörk í kvöld segir Guðrún það að vissu leiti vera svekkjandi að skora ekki fleiri gegn liði eins og Kýpur. „Já, já, við vorum mikið með boltann en við vorum kannski ekkert að skapa okkur það mikið af færum nema í föstum leikatriðum og svoleiðis. Við hefðum kannski viljað gera betur og auðvitað er alltaf gaman að skora fleiri mörk en það mikilvægasta er að taka stigin þrjú.“ Guðrún hefur verið að koma vel inn í liðið að undanförnu og hún segir það mjög góða tilfinningu að spila fyrir íslenska landsliðið. „Það er alltaf heiður að fá að spila í íslenska landsliðsbúningnum og það er rosalega gott þegar maður fær tækifærið. Það er mikil samkeppni og alls ekki gefið að fá að spila. Þannig að ég er ánægð með þetta tækifæri og reyni að nýta það við hvert tækifæri sem ég get.“ Eins og áður segir skoraði Guðrún sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld, en hún segir að Karólína Lea hafi gert sér auðvelt fyrir með því að setja aukaspyrnuna á markið. „Við sögðum Karó bara að setja hann á markið og svo vorum við bara tilbúnar í frákastið sem datt svona skemmtilega fyrir mig þannig að eftirleikurinn var auðveldur,“ sagði Guðrún að lokum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Vitum að við getum gert mikið betur“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru sammála um að þrátt fyrir 4-0 sigur gegn Kýpur í dag hefði spilamennska íslenska landsliðsins ekki verið sérstaklega góð. 30. nóvember 2021 19:43 Einkunnir á móti Kýpur: Karólína Lea best en stelpurnar hafa oft spilað betur Íslenska kvennalandsliðið gerði það sem skipti máli á Kýpur í kvöld sem var að vinna leikinn og taka öll þrjú stigin með sér heim. Liðið nýtti sér hins vegar ekki kjörið tækifæri til að bæta upp á markatöluna með oft bitlitlum, hægum og ómarkvissum sóknarleik. 30. nóvember 2021 19:20 Umfjöllun: Kýpur - Ísland 0-4 | Á réttri braut inn í EM-árið Fram undan er stórt, vonandi risastórt, ár hjá kvennalandsliði Íslands í fótbolta. Liðið leikur á EM í Englandi næsta sumar og um haustið er möguleiki á að liðið komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM sem fram fer suður í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. 30. nóvember 2021 19:02 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
„Vitum að við getum gert mikið betur“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru sammála um að þrátt fyrir 4-0 sigur gegn Kýpur í dag hefði spilamennska íslenska landsliðsins ekki verið sérstaklega góð. 30. nóvember 2021 19:43
Einkunnir á móti Kýpur: Karólína Lea best en stelpurnar hafa oft spilað betur Íslenska kvennalandsliðið gerði það sem skipti máli á Kýpur í kvöld sem var að vinna leikinn og taka öll þrjú stigin með sér heim. Liðið nýtti sér hins vegar ekki kjörið tækifæri til að bæta upp á markatöluna með oft bitlitlum, hægum og ómarkvissum sóknarleik. 30. nóvember 2021 19:20
Umfjöllun: Kýpur - Ísland 0-4 | Á réttri braut inn í EM-árið Fram undan er stórt, vonandi risastórt, ár hjá kvennalandsliði Íslands í fótbolta. Liðið leikur á EM í Englandi næsta sumar og um haustið er möguleiki á að liðið komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM sem fram fer suður í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. 30. nóvember 2021 19:02