Þá virðast ný gögn benda til þess að afbrigðið hafi fundist fyrst í Evrópu, tæpri viku áður en yfirvöld í Suður-Afríku greindu frá því að það hefði fundist þar.
Þetta kom fram í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum í Hollandi, þar sem segir að Omíkron finnist í sýnum sem tekin voru 19. nóvember í landinu en tilkynning Suður-Afríku kom 24. nóvember.
Japanir tóku þá ákvörðun að loka alfarið á ferðalög útlendinga til landsins skömmu eftir að Omíkron-afbrigðið uppgötvaðist en það virðist ekki hafa dugað til að halda því frá ströndum landsins.
Allir hinna smituðu í Japan og Brasilíu hafa þó skýr tengsl við suðurhluta Afríku en í Japan var um að ræða diplómata frá Namibíu sem nýverið hafði snúið til baka frá heimalandi sínu.