Nú verða stjórnvöld að bregðast við! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 1. desember 2021 10:00 Það liggur fyrir að verðlagshækkanir frá heildsölum og framleiðendum hafa verið 3–10% í nóvember og 5–12% í desember. Nú berast tilkynningar um hækkanir í janúar sem nema frá 5 – 25%. Þetta eru svakalegar tölur. En af hverju er þetta ekkert rætt? Hvað er eiginlega í gangi hjá stjórnvöldum og Seðlabankanum? Þessar miklu hækkanir sem hrúgast yfir samfélagið eru að langmestu leiti vegna erlendra hækkana sem skýrast að mestu á hærri framleiðslukostnaði, vegna hækkun hrávöruverðs, orku og umbúða. Það blasir við að aðgerða er þörf ef ekki á illa að fara. Það blasir við að verð á nauðsynjavörum, sem hefur hækkað mikið, mun hækka enn meira og mun leggjast að fullum þunga á verðlag og vísitölu á næsta ári. Er það virkilega þannig að stjórnvöld og Seðlabankinn ætli að vera með hausinn í sandinum og kenna kjarasamningum á íslenskum vinnamarkaði um stöðuna? Það blasir við að þær kenningar standast ekki nokkra einustu skoðun. Það er enn tími til að bregðast við en það er ekki von á góðu ef hið opinbera tekur áróður gegn launahækkunum sem heilagan sannleik og rót verðbólgunnar þegar annað blasir við. Við þurfum aðgerðir tafarlaust. Það er margt sem bendir til þess að þetta ástand sé tímabundið en mun hinsvegar hafa hrikalegar afleiðingar ef ekkert er gert. Afleiðingar sem munu hækka kostnað við að lifa og á endanum þrýsta enn frekar á hærri húsnæðiskostnað í formi hærri vaxta og verðbólgu á lán og leigusamninga. Það er einfaldlega ekki í boði að sitja með hendur í skauti þegar hið augljósa blasir við. Við þurfum að lækka eða afnema virðisaukaskatt á nauðsynjavöru og lækka olíugjald, tímabundið. Tímabundnar aðgerðir til að bregðast við því fyrirsjáanlega. Að öðrum kosti verður verkalýðshreyfingin nauðbeygð til að sækja hverja einustu krónu sem tapast af ráðstöfunartekjum félagsmanna okkar í næstu kjarasamningum. Ég er sannfærður um að félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar munu standa með okkur sem bendum á leiðir til lausna frekar sem sofandi stjórnvaldi sem virðist falla flatt fyrir áróðri sérhagsmuna. Það er ekki erfitt að skapa stemningu fyrir átökum á vinnumarkaði þegar þrengir að lífskjörum fólks. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Skattar og tollar Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það liggur fyrir að verðlagshækkanir frá heildsölum og framleiðendum hafa verið 3–10% í nóvember og 5–12% í desember. Nú berast tilkynningar um hækkanir í janúar sem nema frá 5 – 25%. Þetta eru svakalegar tölur. En af hverju er þetta ekkert rætt? Hvað er eiginlega í gangi hjá stjórnvöldum og Seðlabankanum? Þessar miklu hækkanir sem hrúgast yfir samfélagið eru að langmestu leiti vegna erlendra hækkana sem skýrast að mestu á hærri framleiðslukostnaði, vegna hækkun hrávöruverðs, orku og umbúða. Það blasir við að aðgerða er þörf ef ekki á illa að fara. Það blasir við að verð á nauðsynjavörum, sem hefur hækkað mikið, mun hækka enn meira og mun leggjast að fullum þunga á verðlag og vísitölu á næsta ári. Er það virkilega þannig að stjórnvöld og Seðlabankinn ætli að vera með hausinn í sandinum og kenna kjarasamningum á íslenskum vinnamarkaði um stöðuna? Það blasir við að þær kenningar standast ekki nokkra einustu skoðun. Það er enn tími til að bregðast við en það er ekki von á góðu ef hið opinbera tekur áróður gegn launahækkunum sem heilagan sannleik og rót verðbólgunnar þegar annað blasir við. Við þurfum aðgerðir tafarlaust. Það er margt sem bendir til þess að þetta ástand sé tímabundið en mun hinsvegar hafa hrikalegar afleiðingar ef ekkert er gert. Afleiðingar sem munu hækka kostnað við að lifa og á endanum þrýsta enn frekar á hærri húsnæðiskostnað í formi hærri vaxta og verðbólgu á lán og leigusamninga. Það er einfaldlega ekki í boði að sitja með hendur í skauti þegar hið augljósa blasir við. Við þurfum að lækka eða afnema virðisaukaskatt á nauðsynjavöru og lækka olíugjald, tímabundið. Tímabundnar aðgerðir til að bregðast við því fyrirsjáanlega. Að öðrum kosti verður verkalýðshreyfingin nauðbeygð til að sækja hverja einustu krónu sem tapast af ráðstöfunartekjum félagsmanna okkar í næstu kjarasamningum. Ég er sannfærður um að félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar munu standa með okkur sem bendum á leiðir til lausna frekar sem sofandi stjórnvaldi sem virðist falla flatt fyrir áróðri sérhagsmuna. Það er ekki erfitt að skapa stemningu fyrir átökum á vinnumarkaði þegar þrengir að lífskjörum fólks. Höfundur er formaður VR.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun