Bólusetningabíllinn rúllar en aukin umræða skilar líka fleirum í Höllina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2021 10:16 Bólusetningabíllinn er hugsaður fyrir óbólusetta og ekki er boðið upp á örvunarskammta í bílnum. „Við verðum að keyra bílinn á fimmtudögum og föstudögum þegar það er rólegra í Höllinni. Fyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og það er búið að bóka alveg helling. Vonandi skilar þetta okkur einhverjum óbólusettum.“ Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um bólusetningabílinn svokallaða. Boðaðar bólusetningar, það er að segja í örvunarskammt, fara fram í Laugardalshöll mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga en fimmtudaga og föstudaga er frjáls mæting fyrir óbólusetta, hálfbólusetta og þá sem ekki hafa komist í örvunarskammt á gefnum tíma. Því keyrir bólusetningabílinn, sérútbúinn sjúkrabíll, um á fimmtudögum og föstudögum en föstudagurinn síðastliðni, 28. nóvember, var fyrsti heili dagurinn sem hann fór á milli. Að sögn Ragnheiðar heimsótti bíllinn þá sex staði og gekk allt að óskum. Í bílnum er bæði hægt að fá bólusetningu og fræðslu um bólusetningar. En hversu margir hafa þegið bólusetningu í bílnum? „Þetta eru alveg nokkrir í hverri heimsókn,“ svarar Ragnheiður en segir ekki sérstaklega haldið utan um tölfræðina í bílnum. Bílnum er ætlað að ná til óbólusettra en Ragnheiður segir umræðuna einnig hafa skilað sér í aukinni aðsókn í Laugardalshöll. „Við höfum orðið vör við að þessi aukna umræða er að verða til þess að verktakar eru að mæta með starfsmenn í Höllina,“ segir Ragnheiður. Þar sé oftast um að ræða óbólusetta erlenda verkamenn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um bólusetningabílinn svokallaða. Boðaðar bólusetningar, það er að segja í örvunarskammt, fara fram í Laugardalshöll mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga en fimmtudaga og föstudaga er frjáls mæting fyrir óbólusetta, hálfbólusetta og þá sem ekki hafa komist í örvunarskammt á gefnum tíma. Því keyrir bólusetningabílinn, sérútbúinn sjúkrabíll, um á fimmtudögum og föstudögum en föstudagurinn síðastliðni, 28. nóvember, var fyrsti heili dagurinn sem hann fór á milli. Að sögn Ragnheiðar heimsótti bíllinn þá sex staði og gekk allt að óskum. Í bílnum er bæði hægt að fá bólusetningu og fræðslu um bólusetningar. En hversu margir hafa þegið bólusetningu í bílnum? „Þetta eru alveg nokkrir í hverri heimsókn,“ svarar Ragnheiður en segir ekki sérstaklega haldið utan um tölfræðina í bílnum. Bílnum er ætlað að ná til óbólusettra en Ragnheiður segir umræðuna einnig hafa skilað sér í aukinni aðsókn í Laugardalshöll. „Við höfum orðið vör við að þessi aukna umræða er að verða til þess að verktakar eru að mæta með starfsmenn í Höllina,“ segir Ragnheiður. Þar sé oftast um að ræða óbólusetta erlenda verkamenn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira