Aðdragandinn að starfslokum Eiðs Smára Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2021 10:59 Eiður Smári Guðjohnsen var aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í tæpt ár. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hringdi í alla meðlimi stjórnar sambandsins og ræddi við þá um málefni Eiðs Smára Guðjohnsen í aðdraganda þess að stjórnin tók þá ákvörðun að hann léti af störfum. KSÍ tilkynnti um það fyrir viku að Eiður léti af störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla frá og með deginum í dag. Í tilkynningu var það sagt samkomulag stjórnar KSÍ og Eiðs að hann léti af störfum en af nýbirtri fundargerð að dæma var frumkvæðið stjórnarinnar. Samkvæmt frétt DV tengdist ákvörðun stjórnarinnar áfengisneyslu í gleðskap eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM, í Skopje í Norður-Makedóníu um miðjan nóvember. Fundargerð rennir vissum stoðum undir það. Vanda var með í ferðinni til Skopje, sem hófst reyndar á leik við Rúmeníu í Búkarest, og greindi frá því sem á gekk í ferðinni á stjórnarfundi þriðjudaginn 23. nóvember. Hún hafði áður hringt í alla stjórnarmenn. Stjórnin ræddi um stöðu Eiðs og atvik honum tengdum sem komið höfðu til kasta sambandsins, og ákvað svo að nýta endurskoðunarákvæði í samningnum við Eið. Í fundargerð er bent á að hann hafði hlotið áminningu frá stjórninni í sumar. Úr fundargerð eftir stjórnarfund KSÍ 23. nóvember: „Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ opnaði umræðu um landsliðsmál. Rætt var um ferð A landsliðs karla til Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Áður hafði formaður hringt í alla stjórnarmeðlimi og greint þeim frá þeim málum sem til umræðu komu. Þar var rætt um starf og stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara A-liðs karla í kjölfar atvika sem hafa komið til kasta sambandsins. Fyrir liggur áminning í starfi til umrædds starfsmanns frá því sl. sumar. Niðurstaða málsins varð sú að stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samkomulagið snýr að því að virkjað verður endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi. Stjórn KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“ Leit stendur nú yfir að arftaka Eiðs Smára í stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara. Í yfirlýsingu sem Vanda sendi frá sér í síðustu viku, þar sem fram kom að af „sjálfsagðri virðingu við einkalíf Eiðs Smára“ myndi hún ekki tjá sig í smáatriðum um tildrög starfsloka hans, sagði að Arnar Þór Viðarsson aðalþjálfari myndi að sjálfsögðu ráða ferðinni við val á aðstoðarmanni. KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Ákvörðunin um Eið á sér langan aðdraganda | Stjórnin ræðir áfengismálin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, rauf þögnina í dag er hún sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem er að hætta sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. 25. nóvember 2021 14:45 Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
KSÍ tilkynnti um það fyrir viku að Eiður léti af störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla frá og með deginum í dag. Í tilkynningu var það sagt samkomulag stjórnar KSÍ og Eiðs að hann léti af störfum en af nýbirtri fundargerð að dæma var frumkvæðið stjórnarinnar. Samkvæmt frétt DV tengdist ákvörðun stjórnarinnar áfengisneyslu í gleðskap eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM, í Skopje í Norður-Makedóníu um miðjan nóvember. Fundargerð rennir vissum stoðum undir það. Vanda var með í ferðinni til Skopje, sem hófst reyndar á leik við Rúmeníu í Búkarest, og greindi frá því sem á gekk í ferðinni á stjórnarfundi þriðjudaginn 23. nóvember. Hún hafði áður hringt í alla stjórnarmenn. Stjórnin ræddi um stöðu Eiðs og atvik honum tengdum sem komið höfðu til kasta sambandsins, og ákvað svo að nýta endurskoðunarákvæði í samningnum við Eið. Í fundargerð er bent á að hann hafði hlotið áminningu frá stjórninni í sumar. Úr fundargerð eftir stjórnarfund KSÍ 23. nóvember: „Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ opnaði umræðu um landsliðsmál. Rætt var um ferð A landsliðs karla til Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Áður hafði formaður hringt í alla stjórnarmeðlimi og greint þeim frá þeim málum sem til umræðu komu. Þar var rætt um starf og stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara A-liðs karla í kjölfar atvika sem hafa komið til kasta sambandsins. Fyrir liggur áminning í starfi til umrædds starfsmanns frá því sl. sumar. Niðurstaða málsins varð sú að stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samkomulagið snýr að því að virkjað verður endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi. Stjórn KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“ Leit stendur nú yfir að arftaka Eiðs Smára í stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara. Í yfirlýsingu sem Vanda sendi frá sér í síðustu viku, þar sem fram kom að af „sjálfsagðri virðingu við einkalíf Eiðs Smára“ myndi hún ekki tjá sig í smáatriðum um tildrög starfsloka hans, sagði að Arnar Þór Viðarsson aðalþjálfari myndi að sjálfsögðu ráða ferðinni við val á aðstoðarmanni.
Úr fundargerð eftir stjórnarfund KSÍ 23. nóvember: „Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ opnaði umræðu um landsliðsmál. Rætt var um ferð A landsliðs karla til Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Áður hafði formaður hringt í alla stjórnarmeðlimi og greint þeim frá þeim málum sem til umræðu komu. Þar var rætt um starf og stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara A-liðs karla í kjölfar atvika sem hafa komið til kasta sambandsins. Fyrir liggur áminning í starfi til umrædds starfsmanns frá því sl. sumar. Niðurstaða málsins varð sú að stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samkomulagið snýr að því að virkjað verður endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi. Stjórn KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“
KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Ákvörðunin um Eið á sér langan aðdraganda | Stjórnin ræðir áfengismálin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, rauf þögnina í dag er hún sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem er að hætta sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. 25. nóvember 2021 14:45 Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Ákvörðunin um Eið á sér langan aðdraganda | Stjórnin ræðir áfengismálin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, rauf þögnina í dag er hún sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem er að hætta sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. 25. nóvember 2021 14:45
Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30
KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23
Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30