Bara eitt mark eða minna á milli liðanna í sex af síðustu átta Hafnarfjarðarslögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 15:31 Það er alltaf vel tekist á í leikjum FH og Hauka eins og þessi mynd sýnir frá leik liðanna í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Það er von á spennuleik í kvöld þegar FH-ingar taka á móti nágrönnum sínum í Haukum í elleftu umferð Olís deildar karla í handbolta. Þetta er eini leikur kvöldsins í deildinni og um leið fyrsti leikurinn í umferðinni. Haukarnir eru að spila Evrópuleik um næstu helgi og leikurinn því færður fram. Þarna eru ekki bara erkifjendur og nágrannar að mætast heldur eru liðin einnig í tveimur efstu sætum Olís deildarinnar. Ofan á þetta bætist síðan sú staðreynd að langflestir innbyrðis leikir Hafnarfjarðarliðanna undanfarin ár hafa verið mjög spennandi. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.15 en Seinni bylgjan verður með fulltrúa sína á leiknum og gera leikinn upp eftir hann. FH vann eins marks sigur í eina leik liðanna á þessu tímabili til þessa en sá leikur var í sextán liða úrslitum Coca-Cola bikar keppninnar í haust. FH vann leikinn 27-26 og var það Gytis Smantauskas sem skoraði sigurmarkið. Haukarnir fengu sókn eftir það en tókst ekki að jafna. Þetta er aðeins annar tveggja tapleikja Haukanna í leikjum á móti íslenskum liðum þennan veturinn. Haukarnir unnu átta marka sigur í deildinni í fyrra en sá leikur sker sig mikið úr enda langstærsti sigurinn í leikjum liðanna undanfarin ár. Sex leikir af síðustu átta hafa endaði með jafntefli eða með eins marks sigri. Sjöundi leikurinn vannst síðan með þremur mörkum. Haukarnir hafa ekki náð að vinna í Kaplakrika í fimm síðustu deildar- og bikarleikjum sínum eða síðan þeir unnu 30-29 sigur 15. desember 2016. FH-liðið hefur líka unnið fimm af síðustu tíu leikjum liðanna á báðum stöðum frá þeim tíma en Haukarnir eru aðeins með einn sigur á sama tíma. Hinir fjórir leikirnir hafa endað með jafntefli. Síðustu Hafnarfjarðarslagir á Íslandsmóti og í bikarkeppni: Bikar 9. september 2021: FH vann með einu marki (27-26) í Kaplakrika Deild 15. maí 2021: Haukar unnu með 8 mörkum (34-26) á Ásvöllum Deild 15. febrúar 2021: Jafntefli (29-29) í Kaplakrika Deild 1. febrúar 2020: FH vann með 3 mörkum (31-28) í Kaplakrika Deild 9. október 2019: Jafntefli (29-29) á Ásvöllum Deild 10. desember 2018: Jafntefli (25-25) í Kaplakrika Deild 12. september 2018: Jafntefli (29-29) á Ásvöllum Deild 18. desember 2017: FH vann með 1 marki (30-29) í Kaplakrika Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Þetta er eini leikur kvöldsins í deildinni og um leið fyrsti leikurinn í umferðinni. Haukarnir eru að spila Evrópuleik um næstu helgi og leikurinn því færður fram. Þarna eru ekki bara erkifjendur og nágrannar að mætast heldur eru liðin einnig í tveimur efstu sætum Olís deildarinnar. Ofan á þetta bætist síðan sú staðreynd að langflestir innbyrðis leikir Hafnarfjarðarliðanna undanfarin ár hafa verið mjög spennandi. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 19.15 en Seinni bylgjan verður með fulltrúa sína á leiknum og gera leikinn upp eftir hann. FH vann eins marks sigur í eina leik liðanna á þessu tímabili til þessa en sá leikur var í sextán liða úrslitum Coca-Cola bikar keppninnar í haust. FH vann leikinn 27-26 og var það Gytis Smantauskas sem skoraði sigurmarkið. Haukarnir fengu sókn eftir það en tókst ekki að jafna. Þetta er aðeins annar tveggja tapleikja Haukanna í leikjum á móti íslenskum liðum þennan veturinn. Haukarnir unnu átta marka sigur í deildinni í fyrra en sá leikur sker sig mikið úr enda langstærsti sigurinn í leikjum liðanna undanfarin ár. Sex leikir af síðustu átta hafa endaði með jafntefli eða með eins marks sigri. Sjöundi leikurinn vannst síðan með þremur mörkum. Haukarnir hafa ekki náð að vinna í Kaplakrika í fimm síðustu deildar- og bikarleikjum sínum eða síðan þeir unnu 30-29 sigur 15. desember 2016. FH-liðið hefur líka unnið fimm af síðustu tíu leikjum liðanna á báðum stöðum frá þeim tíma en Haukarnir eru aðeins með einn sigur á sama tíma. Hinir fjórir leikirnir hafa endað með jafntefli. Síðustu Hafnarfjarðarslagir á Íslandsmóti og í bikarkeppni: Bikar 9. september 2021: FH vann með einu marki (27-26) í Kaplakrika Deild 15. maí 2021: Haukar unnu með 8 mörkum (34-26) á Ásvöllum Deild 15. febrúar 2021: Jafntefli (29-29) í Kaplakrika Deild 1. febrúar 2020: FH vann með 3 mörkum (31-28) í Kaplakrika Deild 9. október 2019: Jafntefli (29-29) á Ásvöllum Deild 10. desember 2018: Jafntefli (25-25) í Kaplakrika Deild 12. september 2018: Jafntefli (29-29) á Ásvöllum Deild 18. desember 2017: FH vann með 1 marki (30-29) í Kaplakrika
Síðustu Hafnarfjarðarslagir á Íslandsmóti og í bikarkeppni: Bikar 9. september 2021: FH vann með einu marki (27-26) í Kaplakrika Deild 15. maí 2021: Haukar unnu með 8 mörkum (34-26) á Ásvöllum Deild 15. febrúar 2021: Jafntefli (29-29) í Kaplakrika Deild 1. febrúar 2020: FH vann með 3 mörkum (31-28) í Kaplakrika Deild 9. október 2019: Jafntefli (29-29) á Ásvöllum Deild 10. desember 2018: Jafntefli (25-25) í Kaplakrika Deild 12. september 2018: Jafntefli (29-29) á Ásvöllum Deild 18. desember 2017: FH vann með 1 marki (30-29) í Kaplakrika
Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira