„Flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi“ Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2021 10:00 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni í Búkarest í síðasta mánuði, þar sem Ísland gerði markalaust jafntefli við Rúmeníu. EPA-EFE/Robert Ghement Arnar Þór Viðarsson segist enn vera í draumastarfinu sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þrátt fyrir einstaklega erfitt fyrsta ár í starfi. Þegar Arnar tók við landsliðinu í lok síðasta árs, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen fyrrverandi aðstoðarmanni sínum, hafði Ísland rétt misst af sæti í lokakeppni EM. Hópurinn var enn sterkur og eftir góðan drátt í undankeppni HM var ljóst að færi væri á að komast á HM í Katar 2022. Fljótt fór hins vegar að halla undir fæti. Arnar fékk engan leik til að undirbúa sitt lið fyrir fyrsta leik í undankeppninni, gegn sjálfu þýska landsliðinu í mars, og var þá strax án lykilmanna liðsins síðasta áratug á borð við Gylfa Þór Sigurðsson. Í sömu ferð tapaði liðið gegn Armeníu en vann þó Liechtenstein. Eftir því sem leið á árið höfðu svo lögreglurannsóknir, ásakanir í garð landsliðsmanna um ofbeldi og um leyndarhyggju KSÍ, og frekari forföll gífurleg áhrif á störf Arnars sem einnig hlaut sinn skerf af gagnrýni fyrir tilsvör sín á blaðamannafundum og í fjölmiðlum. Úrslitin innan vallar voru svo sjaldnast nokkuð til að fagna og af 10 leikjum í undankeppni HM komu einu tveir sigrarnir gegn Liechtenstein. „Í þeim aðstæðum sem við höfum lent í þá hefur oft verið flókið að útskýra allt, og erfitt að opna sig alveg um hlutina nákvæmlega eins og maður sér þá. Þetta hefur verið krefjandi að mörgu leyti og mikið gerst, en þetta hefur um leið verið rosalega lærdómsríkt fyrir mig, starfsliðið og leikmennina,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Við fórum frá því að vera með elsta lið í Evrópu í mars, í að vera með yngsta lið í Evrópu í nóvember. Það segir svolítið mikið,“ bætir hann við. Eins og fram kom á Vísi í gær þótti Arnari það sársaukafull ákvörðun að Eiður viki úr starfi sem aðstoðarþjálfari. En hefur hann íhugað að hætta sjálfur? Svarið er nei. „Okkar styrkleiki í gegnum aldirnar að láta ekki mótlæti brjóta okkur“ „Þetta er enn draumastarfið mitt, og ég vil það besta fyrir leikmennina mína og landsliðið. En ég tel það mjög líklegt að flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi. Það hefði bara verið eðlilegt held ég fyrir einhvern með minni tengingu við landið. En við Íslendingar gefumst ekkert upp þó á móti blási. Það hefur verið okkar styrkleiki í gegnum aldirnar að láta ekki mótlæti brjóta okkur. Við bognum aðeins en réttum okkur aftur við og reynum að vinna vinnuna eins vel og við getum,“ segir Arnar. Segir yfirlýsingu Vöndu segja allt sem segja þarf Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að við leit að arftaka Eiðs myndi Arnar „að sjálfsögðu ráða ferðinni. Vonandi gengur sú leit hratt og örugglega fyrir sig og við finnum réttan aðila í starfið við hlið Arnars til að leiða áframhaldandi uppbyggingu á þessu unga og spennandi landsliði.“ Arnar vísar í þessa yfirlýsingu aðspurður hvort að Vanda hafi rætt við hann og gefið honum skýrt til kynna að hann væri öruggur í starfi: „Vanda sendi frá sér yfirlýsingu sem sagði held ég allt sem segja þarf. Það væri mjög óeðlilegt ef að yfirmenn myndu ekki ræða við sitt starfsfólk, Vanda og Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ] eru mínir yfirmenn núna, og að sjálfsögðu eru hlutir ræddir,“ segir Arnar. Svo honum líður eins og hann njóti trausts? „Já. En þetta er fótbolti. Þeir þjálfarar sem ætla að búa til eitthvað plan fyrir sjálfan sig gætu þurft að breyta því mjög fljótt. Þú vinnur bara vinnuna þína af bestu getu.“ HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Hver er Arnar Þór Viðarsson? Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til næstu tveggja ára. En hver er Arnar Þór Viðarsson? 22. desember 2020 12:06 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira
Þegar Arnar tók við landsliðinu í lok síðasta árs, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen fyrrverandi aðstoðarmanni sínum, hafði Ísland rétt misst af sæti í lokakeppni EM. Hópurinn var enn sterkur og eftir góðan drátt í undankeppni HM var ljóst að færi væri á að komast á HM í Katar 2022. Fljótt fór hins vegar að halla undir fæti. Arnar fékk engan leik til að undirbúa sitt lið fyrir fyrsta leik í undankeppninni, gegn sjálfu þýska landsliðinu í mars, og var þá strax án lykilmanna liðsins síðasta áratug á borð við Gylfa Þór Sigurðsson. Í sömu ferð tapaði liðið gegn Armeníu en vann þó Liechtenstein. Eftir því sem leið á árið höfðu svo lögreglurannsóknir, ásakanir í garð landsliðsmanna um ofbeldi og um leyndarhyggju KSÍ, og frekari forföll gífurleg áhrif á störf Arnars sem einnig hlaut sinn skerf af gagnrýni fyrir tilsvör sín á blaðamannafundum og í fjölmiðlum. Úrslitin innan vallar voru svo sjaldnast nokkuð til að fagna og af 10 leikjum í undankeppni HM komu einu tveir sigrarnir gegn Liechtenstein. „Í þeim aðstæðum sem við höfum lent í þá hefur oft verið flókið að útskýra allt, og erfitt að opna sig alveg um hlutina nákvæmlega eins og maður sér þá. Þetta hefur verið krefjandi að mörgu leyti og mikið gerst, en þetta hefur um leið verið rosalega lærdómsríkt fyrir mig, starfsliðið og leikmennina,“ segir Arnar í samtali við Vísi. „Við fórum frá því að vera með elsta lið í Evrópu í mars, í að vera með yngsta lið í Evrópu í nóvember. Það segir svolítið mikið,“ bætir hann við. Eins og fram kom á Vísi í gær þótti Arnari það sársaukafull ákvörðun að Eiður viki úr starfi sem aðstoðarþjálfari. En hefur hann íhugað að hætta sjálfur? Svarið er nei. „Okkar styrkleiki í gegnum aldirnar að láta ekki mótlæti brjóta okkur“ „Þetta er enn draumastarfið mitt, og ég vil það besta fyrir leikmennina mína og landsliðið. En ég tel það mjög líklegt að flestir útlendingar hefðu labbað út frá þessu starfi. Það hefði bara verið eðlilegt held ég fyrir einhvern með minni tengingu við landið. En við Íslendingar gefumst ekkert upp þó á móti blási. Það hefur verið okkar styrkleiki í gegnum aldirnar að láta ekki mótlæti brjóta okkur. Við bognum aðeins en réttum okkur aftur við og reynum að vinna vinnuna eins vel og við getum,“ segir Arnar. Segir yfirlýsingu Vöndu segja allt sem segja þarf Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að við leit að arftaka Eiðs myndi Arnar „að sjálfsögðu ráða ferðinni. Vonandi gengur sú leit hratt og örugglega fyrir sig og við finnum réttan aðila í starfið við hlið Arnars til að leiða áframhaldandi uppbyggingu á þessu unga og spennandi landsliði.“ Arnar vísar í þessa yfirlýsingu aðspurður hvort að Vanda hafi rætt við hann og gefið honum skýrt til kynna að hann væri öruggur í starfi: „Vanda sendi frá sér yfirlýsingu sem sagði held ég allt sem segja þarf. Það væri mjög óeðlilegt ef að yfirmenn myndu ekki ræða við sitt starfsfólk, Vanda og Klara [Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ] eru mínir yfirmenn núna, og að sjálfsögðu eru hlutir ræddir,“ segir Arnar. Svo honum líður eins og hann njóti trausts? „Já. En þetta er fótbolti. Þeir þjálfarar sem ætla að búa til eitthvað plan fyrir sjálfan sig gætu þurft að breyta því mjög fljótt. Þú vinnur bara vinnuna þína af bestu getu.“
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Hver er Arnar Þór Viðarsson? Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til næstu tveggja ára. En hver er Arnar Þór Viðarsson? 22. desember 2020 12:06 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira
Hver er Arnar Þór Viðarsson? Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta til næstu tveggja ára. En hver er Arnar Þór Viðarsson? 22. desember 2020 12:06