Pfizer segir að fólk þurfi líklega árlega bólusetningu Eiður Þór Árnason skrifar 2. desember 2021 10:39 Albert Bourla, forstjóri Pfizer. Getty/Steven Ferdman Dr. Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk komi til með að þurfa árlega bólusetningu gegn Covid-19 á næstu árum til að viðhalda góðri vörn gegn kórónuveirunni. Fyrirtækið þróar nú nýja gerð af bóluefni sínu til að bregðast við hinu stökkbreytta omíkron-afbrigði. Vonast er til að nýja bóluefnið verði tilbúið á næstu hundrað dögum. Pfizer stefnir á að verða búið að afhenda þrjá milljarða skammta af bóluefni sínu fyrir lok þessa árs og áætlar að framleiða fjóra milljarða til viðbótar á næsta ári. Hlutabréfaverð Pfizer tekið hástökk Útlit er fyrir að tekjur Pfizer af Comirnaty-bóluefninu nemi minnst 35 milljörðum Bandaríkjadala árið 2021. Samhliða því hefur hlutabréfaverð Pfizer hækkað verulega á þessu ári. Hin ýmsu almannaheillafélög hafa gagnrýnt alþjóðleg lyfjafyrirtæki fyrir að hagnast á heimsfaraldrinum. Bourla segir aðalatriðið að bóluefnin hafi bjargað milljónum mannslífa og lyfjafyrirtækin hafi sparað heimshagkerfinu þúsundir milljarða Bandaríkjadala. Bourla hafnar því alfarið í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að Pfizer hafi okrað á heimsbyggðinni og segir að bóluefnið sé selt á verði stakrar máltíðar til ríkari landa. Þá sé skammturinn seldur án ágóða til láglaunalanda. Sækjast eftir leyfi fyrir notkun bóluefnisins hjá undir fimm ára Bóluefni Pfizer þarf að geyma við 70 gráður fyrir neðan frostmark og hefur það hamlað dreifingu þess í löndum með skerta heilbrigðisþjónustu. Pfizer stefnir að því að gefa út nýja gerð á næstu vikum sem hægt verður að geyma í þrjá mánuði í ísskáp. Bourla telur að varan eigi eftir að breyta miklu fyrir Afríkulönd sunnan Sahara Pfizer stendur nú fyrir rannsókn á virkni og öryggi bóluefnisins hjá börnum undir fimm ára aldri en bandarísk heilbrigðisyfirvöld leyfðu notkun þess hjá fimm til ellefu ára börnum í október. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02 Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni. 5. nóvember 2021 13:07 Pfizer áætlar að selja bóluefni fyrir um 4.700 milljarða króna í ár Lyfjarisinn Pfizer tilkynnti í dag að sölutekjur Covid-19 bóluefnisins, sem fyrirtækið þróaði með BioNTech, nemi 36 milljörðum Bandaríkjadala í ár. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í dag. 2. nóvember 2021 18:53 Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15. apríl 2021 19:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Fyrirtækið þróar nú nýja gerð af bóluefni sínu til að bregðast við hinu stökkbreytta omíkron-afbrigði. Vonast er til að nýja bóluefnið verði tilbúið á næstu hundrað dögum. Pfizer stefnir á að verða búið að afhenda þrjá milljarða skammta af bóluefni sínu fyrir lok þessa árs og áætlar að framleiða fjóra milljarða til viðbótar á næsta ári. Hlutabréfaverð Pfizer tekið hástökk Útlit er fyrir að tekjur Pfizer af Comirnaty-bóluefninu nemi minnst 35 milljörðum Bandaríkjadala árið 2021. Samhliða því hefur hlutabréfaverð Pfizer hækkað verulega á þessu ári. Hin ýmsu almannaheillafélög hafa gagnrýnt alþjóðleg lyfjafyrirtæki fyrir að hagnast á heimsfaraldrinum. Bourla segir aðalatriðið að bóluefnin hafi bjargað milljónum mannslífa og lyfjafyrirtækin hafi sparað heimshagkerfinu þúsundir milljarða Bandaríkjadala. Bourla hafnar því alfarið í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að Pfizer hafi okrað á heimsbyggðinni og segir að bóluefnið sé selt á verði stakrar máltíðar til ríkari landa. Þá sé skammturinn seldur án ágóða til láglaunalanda. Sækjast eftir leyfi fyrir notkun bóluefnisins hjá undir fimm ára Bóluefni Pfizer þarf að geyma við 70 gráður fyrir neðan frostmark og hefur það hamlað dreifingu þess í löndum með skerta heilbrigðisþjónustu. Pfizer stefnir að því að gefa út nýja gerð á næstu vikum sem hægt verður að geyma í þrjá mánuði í ísskáp. Bourla telur að varan eigi eftir að breyta miklu fyrir Afríkulönd sunnan Sahara Pfizer stendur nú fyrir rannsókn á virkni og öryggi bóluefnisins hjá börnum undir fimm ára aldri en bandarísk heilbrigðisyfirvöld leyfðu notkun þess hjá fimm til ellefu ára börnum í október.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02 Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni. 5. nóvember 2021 13:07 Pfizer áætlar að selja bóluefni fyrir um 4.700 milljarða króna í ár Lyfjarisinn Pfizer tilkynnti í dag að sölutekjur Covid-19 bóluefnisins, sem fyrirtækið þróaði með BioNTech, nemi 36 milljörðum Bandaríkjadala í ár. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í dag. 2. nóvember 2021 18:53 Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15. apríl 2021 19:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. 25. nóvember 2021 12:02
Pfizer segir nýtt veirulyf veita mikla vörn gegn veikindum og dauða Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer segja starfsmenn þess hafa þróað nýtt veirulyf sem dragi verulega úr alvarlegum veikindum og dauðsföllum vegna Covid-19. Pfizer segir rannsóknir starfsmanna fyrirtækisins sýna að lyfið hafi 89 prósenta virkni. 5. nóvember 2021 13:07
Pfizer áætlar að selja bóluefni fyrir um 4.700 milljarða króna í ár Lyfjarisinn Pfizer tilkynnti í dag að sölutekjur Covid-19 bóluefnisins, sem fyrirtækið þróaði með BioNTech, nemi 36 milljörðum Bandaríkjadala í ár. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í dag. 2. nóvember 2021 18:53
Forstjóri Pfizer segir líklegt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd. 15. apríl 2021 19:09