„Færð ekki langan tíma í sviðsljósinu og átt að nýta hverja einustu sekúndu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2021 09:01 Markús Pálsson fagnar vel heppnuðu stökki. stefán þór friðriksson Óhætt er að segja að Markús Pálsson hafi leikið á als oddi á fyrsta keppnisdegi Evrópumótsins í hópfimleikum. Markús og félagar hans í blönduðu liði unglinga urðu þá í 3. sæti í undanúrslitum. Mikil og góð stemmning var í íslenska liðinu, sérstaklega á lokaáhaldinu, trampólíni. Stökkin heppnuðust vel og þeim var vel fagnað, bæði af liðsmönnum og áhorfendum í keppnishöllinni í Guimaeres. „Við erum mjög sátt,“ sagði Markús í samtali við Vísi. „Þetta voru bara sex lið svo við þurftum ekki að berjast um að komast í úrslit. Við ætluðum bara að nýta daginn til að finna fyrir því hvernig það er að vera á Evrópumóti. Við ætlum að koma miklu sterkari inn í úrslitunum.“ Þau fara fram í dag og verða liðin þau sömu og í undanúrslitunum: Ísland, Bretland, Svíþjóð, Austurríki, Portúgal og Ítalía. Sem fyrr sagði voru Íslendingar í 3. sæti í undanúrslitunum, fengu 47.475 í heildareinkunn. Bretar urðu efstir með 50.225 í heildareinkunn og Svíar í 2. sæti með 49.900. Markús telur að íslenska liðið geti gert enn betur í úrslitunum. „Jájá, við eigum alltaf eitthvað inni,“ sagði Markús. „Ég verð ánægður með að gera mitt besta og það væri gaman að komast á pall. Auðvitað stefnir maður á að vinna en dómararnir ráða örlögum okkar.“ Það geislar af Markúsi þegar hann keppir en hann er duglegur að fagna og sprella eftir stökk. Algjör spaði svo það sé sagt. „Þetta er mitt fyrsta stórmót og í fimleikunum færðu ekki langan tíma í sviðsljósinu og maður á að nýta hverja einustu sekúndu. Ég fagnaði eins og brjálæðingur því þetta var geggjað,“ sagði Markús að lokum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af honum frá undanúrslitunum. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Mikil og góð stemmning var í íslenska liðinu, sérstaklega á lokaáhaldinu, trampólíni. Stökkin heppnuðust vel og þeim var vel fagnað, bæði af liðsmönnum og áhorfendum í keppnishöllinni í Guimaeres. „Við erum mjög sátt,“ sagði Markús í samtali við Vísi. „Þetta voru bara sex lið svo við þurftum ekki að berjast um að komast í úrslit. Við ætluðum bara að nýta daginn til að finna fyrir því hvernig það er að vera á Evrópumóti. Við ætlum að koma miklu sterkari inn í úrslitunum.“ Þau fara fram í dag og verða liðin þau sömu og í undanúrslitunum: Ísland, Bretland, Svíþjóð, Austurríki, Portúgal og Ítalía. Sem fyrr sagði voru Íslendingar í 3. sæti í undanúrslitunum, fengu 47.475 í heildareinkunn. Bretar urðu efstir með 50.225 í heildareinkunn og Svíar í 2. sæti með 49.900. Markús telur að íslenska liðið geti gert enn betur í úrslitunum. „Jájá, við eigum alltaf eitthvað inni,“ sagði Markús. „Ég verð ánægður með að gera mitt besta og það væri gaman að komast á pall. Auðvitað stefnir maður á að vinna en dómararnir ráða örlögum okkar.“ Það geislar af Markúsi þegar hann keppir en hann er duglegur að fagna og sprella eftir stökk. Algjör spaði svo það sé sagt. „Þetta er mitt fyrsta stórmót og í fimleikunum færðu ekki langan tíma í sviðsljósinu og maður á að nýta hverja einustu sekúndu. Ég fagnaði eins og brjálæðingur því þetta var geggjað,“ sagði Markús að lokum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af honum frá undanúrslitunum.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira