Meina óbólusettum aðgang að börum, kvikmyndahúsum og öðru Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2021 18:07 Angela Merkel og Olaf Scholz, sem er fyrir aftan hana, funduðu með forsætirsráðherrum Þýskalands í dag og komust þau að samkomulagi um harðar aðgerðir vegna hraðrar útbreiðslu Covid-19 þar í landi. AP/John Macdougal Ríkisstjórn Þýskalands hefur sett fjölmargar og stórar þúfur í veg óbólusettra Þjóðverja. Angela Merkel, fráfarandi kanslari, og Olaf Scholz, verðandi kanslari, ræddu við ríkisstjóra Þýskalands í dag og samþykktu þau harðar aðgerðir gegn mikilli útbreiðslu Covid-19 í Þýskalandi um þessar mundir. Meðal annars verður óbólusettum meinaður aðgangur að flestum fyrirtækjum, að matvöruverslunum og apótekum undanskildum. Þá verður knæpum lokað, fjöldi áhorfenda á fótboltaleikjum takmarkaður og þing Þýskalands mun greiða atkvæði um bólusetningarskyldu snemma á næsta ári. Ástandið hefur farið hratt versnandi í Þýskalandi og er sú bylgja (fjórða) sem gengur yfir landið núna sögð sú versta frá upphafi faraldursins. Samkvæmt frétt BBC dóu 388 Þjóðverjar í gær vegna Covid-19. Þá óttast sérfræðingar að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar muni gera vont ástand verra á næstu misserum en það er sagt smitast auðveldar manna á milli en delta-afbrigðið. Óttast er að allt að sex þúsund manns verði á gjörgæslu um jólin. Angela Merkel sagði í dag að heilbrigðiskerfi landsins væri undir gífurlegu álagi DW hefur eftir Olaf Scholz að fólk eigi að láta bólusetja sig og fá sér örvunarskammt. Þannig komist Þjóðverjar í gengum þessa krísu. 69 prósent þjóðarinnar eru bólusett en það er með því lægra í Vestur-Evrópu. Sérfræðingar í Þýskalandi segja umfang faraldursins í Þýskalandi vera eins mikið og það er vegna óbólusettra og hafa gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir hægagang. Þær aðgerðir sem tilkynntar voru í dag eru samkvæmt DW eftirfarandi: -Óbólusettum meinaður aðgangur að ýmsum verslunum, börum, kvikmyndahúsum og öðrum stöðum. -Farið verður í frekari skimun meðal bólusettra. -Grímuskylda í skólum. -Þýska þingið mun greiða atkvæði um bólusetningarskyldu snemma á næsta ári. Mögulega í febrúar. -Börum, tónleikahúsum og öðrum stöðum þar sem margir koma saman verður lokað þar sem nýgengi smita fer yfir 350. -Mest fimmtán þúsund manns mega sækja fótboltaleiki. Á innanhúsviðburðum verður hámarksfjöldinn fimm þúsund. -Samkomur óbólusettra verða takmarkaðar við eina fjölskyldu. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðverjar takmarka fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum Hertar sóttvarnaraðgerðir í Þýskalandi kveða á um að takmarka verði fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum þar í landi. 2. desember 2021 17:45 Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Meðal annars verður óbólusettum meinaður aðgangur að flestum fyrirtækjum, að matvöruverslunum og apótekum undanskildum. Þá verður knæpum lokað, fjöldi áhorfenda á fótboltaleikjum takmarkaður og þing Þýskalands mun greiða atkvæði um bólusetningarskyldu snemma á næsta ári. Ástandið hefur farið hratt versnandi í Þýskalandi og er sú bylgja (fjórða) sem gengur yfir landið núna sögð sú versta frá upphafi faraldursins. Samkvæmt frétt BBC dóu 388 Þjóðverjar í gær vegna Covid-19. Þá óttast sérfræðingar að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar muni gera vont ástand verra á næstu misserum en það er sagt smitast auðveldar manna á milli en delta-afbrigðið. Óttast er að allt að sex þúsund manns verði á gjörgæslu um jólin. Angela Merkel sagði í dag að heilbrigðiskerfi landsins væri undir gífurlegu álagi DW hefur eftir Olaf Scholz að fólk eigi að láta bólusetja sig og fá sér örvunarskammt. Þannig komist Þjóðverjar í gengum þessa krísu. 69 prósent þjóðarinnar eru bólusett en það er með því lægra í Vestur-Evrópu. Sérfræðingar í Þýskalandi segja umfang faraldursins í Þýskalandi vera eins mikið og það er vegna óbólusettra og hafa gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir hægagang. Þær aðgerðir sem tilkynntar voru í dag eru samkvæmt DW eftirfarandi: -Óbólusettum meinaður aðgangur að ýmsum verslunum, börum, kvikmyndahúsum og öðrum stöðum. -Farið verður í frekari skimun meðal bólusettra. -Grímuskylda í skólum. -Þýska þingið mun greiða atkvæði um bólusetningarskyldu snemma á næsta ári. Mögulega í febrúar. -Börum, tónleikahúsum og öðrum stöðum þar sem margir koma saman verður lokað þar sem nýgengi smita fer yfir 350. -Mest fimmtán þúsund manns mega sækja fótboltaleiki. Á innanhúsviðburðum verður hámarksfjöldinn fimm þúsund. -Samkomur óbólusettra verða takmarkaðar við eina fjölskyldu.
Þær aðgerðir sem tilkynntar voru í dag eru samkvæmt DW eftirfarandi: -Óbólusettum meinaður aðgangur að ýmsum verslunum, börum, kvikmyndahúsum og öðrum stöðum. -Farið verður í frekari skimun meðal bólusettra. -Grímuskylda í skólum. -Þýska þingið mun greiða atkvæði um bólusetningarskyldu snemma á næsta ári. Mögulega í febrúar. -Börum, tónleikahúsum og öðrum stöðum þar sem margir koma saman verður lokað þar sem nýgengi smita fer yfir 350. -Mest fimmtán þúsund manns mega sækja fótboltaleiki. Á innanhúsviðburðum verður hámarksfjöldinn fimm þúsund. -Samkomur óbólusettra verða takmarkaðar við eina fjölskyldu.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðverjar takmarka fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum Hertar sóttvarnaraðgerðir í Þýskalandi kveða á um að takmarka verði fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum þar í landi. 2. desember 2021 17:45 Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Þjóðverjar takmarka fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum Hertar sóttvarnaraðgerðir í Þýskalandi kveða á um að takmarka verði fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum þar í landi. 2. desember 2021 17:45
Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55
Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35