Hætta var á að alríkisstofnunum, þar með talið fjölda garða og safna, yrði lokað yfir hátíðirnar og að ekki yrði hægt að greiða laun milljóna starfsmanna hins opinbera.
Harðar deilur hafa staðið um fjárlög næsta árs en 69 þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með frumvarpinu og 28 gegn.
Áður hafði fulltrúadeild þingsins samþykkt frumvarpið og er nú reiknað með að Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti lögin.
Deilur Repúblikana og Demókrata á þingi um fjármögnun alríkisstofnana hafa nokkrum sinnum leitt til lokunar alríkisstofnana á síðustu árum.