Sjötti sigur Madrídinga í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. desember 2021 21:59 Luka Jovic kom inn á sem varamaður fyrir Karim Benzema á 17. mínútu og þakkaði traustið með því að leggja upp og skora. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Real Madrid vann sinn sjötta leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið heimsótti Real Sociedasd í kvöld. lokatölur urðu 0-2, en Madrídingar hafa ekki tapað í deildinni síðan í byrjun október. Erfiðlega gekk að brjóta ísinn, en það markverðasta sem gerðist í fyrri hálfleik var það að Karim Benzema þrufti að fara af velli vegna meiðsla strax á 17. mínútu. Luka Jovic kom inn á í stað Benzema, og hann þakkaði traustið með því að leggja upp fyrra mark leiksins fyrir liðsfélaga sinn Vinicius Junior á 47. mínútu. Jovic skoraði svo sjálfur seinna mark leiksins þegar hann skallaði fyrirgjöf frá Casemiro í netið á 57. mínútu. Ekki urðu mörkin fleiri og 0-2 sigur Real Madrid því staðreynd. Madrídingar eru því enn á toppi deildarinnar með 39 stig eftir 16 leiki, tíu stigum meira en Real Sociedad sem situr í fimmta sæti. Fótbolti Spænski boltinn
Real Madrid vann sinn sjötta leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið heimsótti Real Sociedasd í kvöld. lokatölur urðu 0-2, en Madrídingar hafa ekki tapað í deildinni síðan í byrjun október. Erfiðlega gekk að brjóta ísinn, en það markverðasta sem gerðist í fyrri hálfleik var það að Karim Benzema þrufti að fara af velli vegna meiðsla strax á 17. mínútu. Luka Jovic kom inn á í stað Benzema, og hann þakkaði traustið með því að leggja upp fyrra mark leiksins fyrir liðsfélaga sinn Vinicius Junior á 47. mínútu. Jovic skoraði svo sjálfur seinna mark leiksins þegar hann skallaði fyrirgjöf frá Casemiro í netið á 57. mínútu. Ekki urðu mörkin fleiri og 0-2 sigur Real Madrid því staðreynd. Madrídingar eru því enn á toppi deildarinnar með 39 stig eftir 16 leiki, tíu stigum meira en Real Sociedad sem situr í fimmta sæti.
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn