Það verður seint sagt að Holland hafi lent í vandræðum með Púertó Ríkó í dag en lokatölur voru 55-15 Hollendingum í vil. Kelly Vollebregt var þeirra markahæst með átta mörk en þar á eftir komu Bo van Wetering, Danick Snelder og Inger Smits allar með sjö mörk.
¡Espectadores de todo el mundo están disfrutando en directo del Mundial #Spain2021!
— Women's Handball WCh Spain 2021 (@SheLOVsHandball) December 3, 2021
Fans from over the World are in Spain with his national teams! #SheLovesHandball pic.twitter.com/CRghi2dYwu
Í öðrum leikjum vann Frakkland tíu marka sigur á Angóla, lokatölur 30-20. Rússland vann Kamerún með 22 marka mun, 40-18 og að lokum vann Rúmenía þægilegan 28 marka sigur á Rúmeníu, 39-11.
HM fer fram á Spáni að þessu sinni. Úrslitaleikurinn er 19. desember næstkomandi.