Íslendingar Evrópumeistarar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2021 16:30 Ísland er Evrópumeistari! Stefán Pálsson Kvennalið Íslands vann til gullverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í Guimaeres í Portúgal í dag. Íslendingar rufu þar með einokun Svía á gullverðlaununum á EM en sænska liðið hafði orðið Evrópumeistari fjórum sinnum í röð. Ísland og Svíþjóð fengu jafn háa heildareinkunn, 57.250, en Íslendingar unnu fleiri áhöld; dans og trampolín. Íslensku stelpurnar fagna vel heppnaðri stökkseríu.stefán pálsson Íslendingar hófu leik á trampólíni. Íslenska liðið sýndi sínar bestu hliðar og allt ætlaði um koll að keyra þegar Kolbrún Þöll Þorradóttir framkvæmdi súperstökkið sitt, tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu. Ísland fékk 17.750 í einkunn fyrir trampólínið, 1.5 hærri en í undankeppninni. Í 2. umferðinni fóru Svíar á dýnu og fengu aftur frábæra einkunn, 18.750, og eftir það varð ljóst að allt þyrfti að ganga upp hjá Íslendingum til að ná gullinu. Íslenska liðið glansaði í dansinum og fékk stórkostlega einkunn fyrir hann, 22.300, eða 1.6 meira en í undankeppninni. Kolbrún Þöll Þorradóttir faðmar móður sína eftir að úrslitin lágu fyrir.stefán pálsson Síðasta áhald Svíanna var trampólín og þrátt fyrir nokkur föll fengu þeir 16.600 í einkunn. Það þýddi að Íslendingar þurftu að fá 17.200 á sínu lokaáhaldi, dýnu, til að komast upp fyrir Svía. Stökkin gengu vel fyrir sig og þá var bara að bíða eftir lokaeinkunninni. Og sú bið var óbærileg. En fagnaðarlætin sem brutust út þegar Íslendingar sigu fyrst upp að hlið Svía og upp fyrir þá voru ósvikin. Fimleikar EM í hópfimleikum Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Sjá meira
Íslendingar rufu þar með einokun Svía á gullverðlaununum á EM en sænska liðið hafði orðið Evrópumeistari fjórum sinnum í röð. Ísland og Svíþjóð fengu jafn háa heildareinkunn, 57.250, en Íslendingar unnu fleiri áhöld; dans og trampolín. Íslensku stelpurnar fagna vel heppnaðri stökkseríu.stefán pálsson Íslendingar hófu leik á trampólíni. Íslenska liðið sýndi sínar bestu hliðar og allt ætlaði um koll að keyra þegar Kolbrún Þöll Þorradóttir framkvæmdi súperstökkið sitt, tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu. Ísland fékk 17.750 í einkunn fyrir trampólínið, 1.5 hærri en í undankeppninni. Í 2. umferðinni fóru Svíar á dýnu og fengu aftur frábæra einkunn, 18.750, og eftir það varð ljóst að allt þyrfti að ganga upp hjá Íslendingum til að ná gullinu. Íslenska liðið glansaði í dansinum og fékk stórkostlega einkunn fyrir hann, 22.300, eða 1.6 meira en í undankeppninni. Kolbrún Þöll Þorradóttir faðmar móður sína eftir að úrslitin lágu fyrir.stefán pálsson Síðasta áhald Svíanna var trampólín og þrátt fyrir nokkur föll fengu þeir 16.600 í einkunn. Það þýddi að Íslendingar þurftu að fá 17.200 á sínu lokaáhaldi, dýnu, til að komast upp fyrir Svía. Stökkin gengu vel fyrir sig og þá var bara að bíða eftir lokaeinkunninni. Og sú bið var óbærileg. En fagnaðarlætin sem brutust út þegar Íslendingar sigu fyrst upp að hlið Svía og upp fyrir þá voru ósvikin.
Fimleikar EM í hópfimleikum Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Sjá meira