Útlit fyrir vonskuveður og Strætó fellir niður ferðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2021 20:04 Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn á öllum vesturhluta landsins og miðhálendinu. Vísir/Vilhelm Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir stóran hluta landsins sem taka gildi á morgun. Væntanlegt illviðri mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hefur viðvörun verið gefin út frá klukkan tíu til fjögur yfir daginn. Búist er við 15 til 23 metrum á sekúndu og að hvassast verði í efri byggðum og á Kjalarnesi. Þá á að hlýna með síðdeginu, og því gæti hálka myndast þar sem rignir á þjappaðan snjó. „Það gæti verið lag að hreinsa frá niðurföllum svo að vatn eigi greiða leið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á Suðurlandi er búist við að verði jafnvel enn hvassara, 18 til 25 metrar á sekúndu, hvassast í vindstrengjum við fjöll, þar sem hviður geta náð 40 metrum á sekúndu. „Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Rigning á láglendi en mögulega snjókoma á fjallvegum og gæti færð spillst, og einnig má gera ráð fyrir hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir Veðurstofan. Sama viðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa, frá tíu til sjö yfir daginn, og er sérstaklega varað við hviðum á Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Vestfirðir og norðurlandið fá veðrið síðdegis Sama viðvörun verður í gildi frá klukkan þrjú síðdegis til ellefu annað kvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra. Eins er varað við vindi allt að 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum Vestfjarða, með lélegu skyggni og áhrifum á færð, þar gildir viðvörunin frá þrjú síðdegis til miðnættis. Þá hefur sams konar viðvörun verið gefin út fyrir Breiðafjörð, frá klukkan átta í fyrramálið til níu annað kvöld. Þar má búast við rigningu á láglendi en meiri líkur eru á snjókomu á fjallvegum, með tilheyrandi áhrifum á færð. Þá má búast við 20 til 28 metrum á sekúndu á miðhálendinu, þar sem gul veðurviðvörun verður í gildi frá sjö að morgni til ellefu annað kvöld. „Hvassast í vindstrengjum við fjöll og hviður um 45 m/s á þeim slóðum. Rigning eða snjókoma með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. Óvissa um strætóferðir Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið muni hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Þannig falla allar ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar niður á morgun. Þá verður morgunferðin frá Stykkishólmi í Borgarnes felld niður, en búist er við því að seinni ferð dagsins verði ekin. Vonskuveðrið sem gengur yfir landið á morgun mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Fylgist með tilkynningum á morgun. #færðin https://t.co/XAw7UP0M7j— Strætó (@straetobs) December 4, 2021 Eins er óvíst með morgunferðina milli Hellissands og Stykkishólms en líklegt að sú seinni verði farin, því eru viðskiptavinir Strætó hvattir til að fylgjast með tilkynningum þar að lútandi. Þá eru taldar líkur á því að ferðir frá Reykjavík til Hafnar og Landeyjahafnar verði farnar um morguninn, en meiri óvissa ríkir um seinni ferðir dagsins. Hægt er að nálgast tilkynningar um ferðaáætlanir á heimasíðu Strætó og á Twitter. Veður Strætó Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu hefur viðvörun verið gefin út frá klukkan tíu til fjögur yfir daginn. Búist er við 15 til 23 metrum á sekúndu og að hvassast verði í efri byggðum og á Kjalarnesi. Þá á að hlýna með síðdeginu, og því gæti hálka myndast þar sem rignir á þjappaðan snjó. „Það gæti verið lag að hreinsa frá niðurföllum svo að vatn eigi greiða leið,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á Suðurlandi er búist við að verði jafnvel enn hvassara, 18 til 25 metrar á sekúndu, hvassast í vindstrengjum við fjöll, þar sem hviður geta náð 40 metrum á sekúndu. „Getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Rigning á láglendi en mögulega snjókoma á fjallvegum og gæti færð spillst, og einnig má gera ráð fyrir hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir Veðurstofan. Sama viðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa, frá tíu til sjö yfir daginn, og er sérstaklega varað við hviðum á Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Vestfirðir og norðurlandið fá veðrið síðdegis Sama viðvörun verður í gildi frá klukkan þrjú síðdegis til ellefu annað kvöld á Ströndum og Norðurlandi vestra. Eins er varað við vindi allt að 20 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum Vestfjarða, með lélegu skyggni og áhrifum á færð, þar gildir viðvörunin frá þrjú síðdegis til miðnættis. Þá hefur sams konar viðvörun verið gefin út fyrir Breiðafjörð, frá klukkan átta í fyrramálið til níu annað kvöld. Þar má búast við rigningu á láglendi en meiri líkur eru á snjókomu á fjallvegum, með tilheyrandi áhrifum á færð. Þá má búast við 20 til 28 metrum á sekúndu á miðhálendinu, þar sem gul veðurviðvörun verður í gildi frá sjö að morgni til ellefu annað kvöld. „Hvassast í vindstrengjum við fjöll og hviður um 45 m/s á þeim slóðum. Rigning eða snjókoma með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður,“ segir á vef Veðurstofunnar. Óvissa um strætóferðir Í tilkynningu frá Strætó segir að veðrið muni hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Þannig falla allar ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar niður á morgun. Þá verður morgunferðin frá Stykkishólmi í Borgarnes felld niður, en búist er við því að seinni ferð dagsins verði ekin. Vonskuveðrið sem gengur yfir landið á morgun mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Fylgist með tilkynningum á morgun. #færðin https://t.co/XAw7UP0M7j— Strætó (@straetobs) December 4, 2021 Eins er óvíst með morgunferðina milli Hellissands og Stykkishólms en líklegt að sú seinni verði farin, því eru viðskiptavinir Strætó hvattir til að fylgjast með tilkynningum þar að lútandi. Þá eru taldar líkur á því að ferðir frá Reykjavík til Hafnar og Landeyjahafnar verði farnar um morguninn, en meiri óvissa ríkir um seinni ferðir dagsins. Hægt er að nálgast tilkynningar um ferðaáætlanir á heimasíðu Strætó og á Twitter.
Veður Strætó Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira