Seinni bylgjan: „Ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 14:31 Magnús Gunnar í leik með Fram fyrir meira en áratug síðan. Hann rifjaði upp gamla takta um helgina. Vísir/Stefán Magnús Gunnar Erlendsson sýndi okkur að allt er fertugum fært með frábærri frammistöðu í leik Fram og Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta um helgina. Fram og Afturelding gerðu 27-27 jafntefli í Olís-deildinni um helgina. Ef ekki hefði verið fyrir innkomu hins 42 ára gamla Magnúsar Gunnars í síðari hálfleik hefði Afturelding eflaust farið með sigur af hólmi. Alls varði hann fimm skot, þar af nokkur úr dauðafærum, og var með 42 prósent markvörslu. Eðlilega var markvörðurinn þaulreyndi og frammistaða hans því til umræðu í Seinni bylgjunni. „Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram. Hann hættir í handbolta með þér (Jóhann Gunnar Einarsson) árið 2013, kemur aðeins aftur eftir það en er í dag orðinn 42 ára,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, áður en Jóhann Gunnar tók orðið. „Hann fór í smá Víkings ævintýri, fékk góðan tékka og hjálpaði þeim að fara upp úr deildinni en er í stjórninni hjá Fram. Það er nú ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum. Sjáðu, hann er náttúrulega 42 ára en hann er greinilega sama og þegar ég var að spila með honum. Hann var alltaf fyrstur í langhlaupum og var náttúrulega ótrúlega fit og hann var alltaf bestur í hornafærum.“ „Ég er ekki frá því að Einar (Jónsson, þjálfari) hafi lagt til að hornin færu inn. Því hann var frábær að verja úr hornunum. Hann étur þennan unga dreng, greyið. Heldur betur gaman að sjá. Ég kallaði eftir honum fyrir nokkrum umferðum, sagði að þetta myndi ekki ganga með markverðina sem þeir eru með. Þeir eru báðir svo óreyndir og Valtýr (Már Hákonarson) spilar lítið og Arnór Máni (Daðason) er náttúrulega bara 17 ára.“ Klippa: Seinni bylgjan: Allt er fertugum fært „Var ekki að setja útá að þeir væru hræðilegir, þetta er bara of stórt að ætla allt í einu verja markið. Mér finnst Arnór Máni fínn í fyrri hálfleik, var með rúma 30 prósent markvörslu. Maður hefur heyrt að þetta sé mikið efni, rosalega metnaðarfullur, það er lítið við hann að sakast. Það þarf að hafa Magga þarna upp á reynslu og hann vinnur klárlega þetta stig fyrir Fram. Ætla ekki að segja upp á einsdæmi en hann fór langt með það,“ sagði Jóhann Gunnar að endingu um sinn fyrrum samherja. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Fleiri fréttir Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Sjá meira
Fram og Afturelding gerðu 27-27 jafntefli í Olís-deildinni um helgina. Ef ekki hefði verið fyrir innkomu hins 42 ára gamla Magnúsar Gunnars í síðari hálfleik hefði Afturelding eflaust farið með sigur af hólmi. Alls varði hann fimm skot, þar af nokkur úr dauðafærum, og var með 42 prósent markvörslu. Eðlilega var markvörðurinn þaulreyndi og frammistaða hans því til umræðu í Seinni bylgjunni. „Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram. Hann hættir í handbolta með þér (Jóhann Gunnar Einarsson) árið 2013, kemur aðeins aftur eftir það en er í dag orðinn 42 ára,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, áður en Jóhann Gunnar tók orðið. „Hann fór í smá Víkings ævintýri, fékk góðan tékka og hjálpaði þeim að fara upp úr deildinni en er í stjórninni hjá Fram. Það er nú ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum. Sjáðu, hann er náttúrulega 42 ára en hann er greinilega sama og þegar ég var að spila með honum. Hann var alltaf fyrstur í langhlaupum og var náttúrulega ótrúlega fit og hann var alltaf bestur í hornafærum.“ „Ég er ekki frá því að Einar (Jónsson, þjálfari) hafi lagt til að hornin færu inn. Því hann var frábær að verja úr hornunum. Hann étur þennan unga dreng, greyið. Heldur betur gaman að sjá. Ég kallaði eftir honum fyrir nokkrum umferðum, sagði að þetta myndi ekki ganga með markverðina sem þeir eru með. Þeir eru báðir svo óreyndir og Valtýr (Már Hákonarson) spilar lítið og Arnór Máni (Daðason) er náttúrulega bara 17 ára.“ Klippa: Seinni bylgjan: Allt er fertugum fært „Var ekki að setja útá að þeir væru hræðilegir, þetta er bara of stórt að ætla allt í einu verja markið. Mér finnst Arnór Máni fínn í fyrri hálfleik, var með rúma 30 prósent markvörslu. Maður hefur heyrt að þetta sé mikið efni, rosalega metnaðarfullur, það er lítið við hann að sakast. Það þarf að hafa Magga þarna upp á reynslu og hann vinnur klárlega þetta stig fyrir Fram. Ætla ekki að segja upp á einsdæmi en hann fór langt með það,“ sagði Jóhann Gunnar að endingu um sinn fyrrum samherja. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Handbolti Fleiri fréttir Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Sjá meira