Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 14:45 Þungavigtin Guðmundur Þórarinsson er búinn að fá nóg af því að fá ekki traustið hjá þjálfara New York City þrátt fyrir að skila hvað eftir annað frábærri frammistöðu inn á vellinum. Guðmundur átti mikinn þátt í því að lið hans spilar til úrslita um titilinn. Guðmundur og félagar í New York City tryggðu sér í gærkvöldi sigur í Austurdeild MLS-deildarinnar og um leið sæti í úrslitaleiknum um bandaríska meistaratitilinn. Guðmundur Þórarinsson í leiknum með New York City FC á móti Philadelphia Union í gær.getty/Ira L. Black Annan leikinn í röð kom Guðmundur inn á sem varamaður og breytti leiknum fyrir New York City. Hann lagði upp mark í 2-2 jafntefli í undanúrslitaleiknum og lagði svo upp sigurmarkið í gær. Ríkharð Óskar Guðnason var með Guðmund í viðtali fyrir Þungavigtina og þar kom fram að hann er búinn að fá nóg af meðferðinni hjá þjálfara liðsins Ronny Deila. „Þetta er búið að vera svona heitt-kalt samband á milli okkar í rauninni síðan ég kom. Ég skrifa undir rétt áður en hann kemur og ég held að ég sé sókndjarfari bakvörður heldur en hann hefur viljað. Ef ég les rétt í þetta,“ sagði Guðmundur Þórarinsson. „Ég er bara orðinn svolítið þreyttur á þessu því ég er búinn að sanna það margoft að ég á að spila alla leiki. Ég gerði það meira eða minna allt tímabilið. Þetta er eins og allir vita bara harður heimur og samkeppni auðvitað,“ sagði Guðmundur. Ríkharð spurði Guðmund út í það hvort að úrslitaleikurinn um næstu helgi geti mögulega verið síðasti leikurinn hans með New York City. Klippa: Þungavigtin: Gummi Tóta um framtíðina hjá New York City „Já, ég held að ég vilji það. Þetta er búið að vera sérstakur tími. Ég lenti fyrst í því að öllu er lokað og svo er búin að vera brekka meira eða minna allan tímann. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta. Maður hefur aldrei fengið þetta traust að fá að spila fótbolta,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi til baka yfir þennan tíma þá er bara ótrúlegt hvað ég náð þó að spila og staðið mig vel af því að það þekkja það allir leikmenn og þeir sem hafa verið í og í kringum fótbolta að það er rosalega mikilvægt að fá vott að smá trausti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu við Rikka G. Það má hlusta á þetta brot hér fyrir ofan. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu þangað inn og tryggir þér áskrift. MLS Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Guðmundur og félagar í New York City tryggðu sér í gærkvöldi sigur í Austurdeild MLS-deildarinnar og um leið sæti í úrslitaleiknum um bandaríska meistaratitilinn. Guðmundur Þórarinsson í leiknum með New York City FC á móti Philadelphia Union í gær.getty/Ira L. Black Annan leikinn í röð kom Guðmundur inn á sem varamaður og breytti leiknum fyrir New York City. Hann lagði upp mark í 2-2 jafntefli í undanúrslitaleiknum og lagði svo upp sigurmarkið í gær. Ríkharð Óskar Guðnason var með Guðmund í viðtali fyrir Þungavigtina og þar kom fram að hann er búinn að fá nóg af meðferðinni hjá þjálfara liðsins Ronny Deila. „Þetta er búið að vera svona heitt-kalt samband á milli okkar í rauninni síðan ég kom. Ég skrifa undir rétt áður en hann kemur og ég held að ég sé sókndjarfari bakvörður heldur en hann hefur viljað. Ef ég les rétt í þetta,“ sagði Guðmundur Þórarinsson. „Ég er bara orðinn svolítið þreyttur á þessu því ég er búinn að sanna það margoft að ég á að spila alla leiki. Ég gerði það meira eða minna allt tímabilið. Þetta er eins og allir vita bara harður heimur og samkeppni auðvitað,“ sagði Guðmundur. Ríkharð spurði Guðmund út í það hvort að úrslitaleikurinn um næstu helgi geti mögulega verið síðasti leikurinn hans með New York City. Klippa: Þungavigtin: Gummi Tóta um framtíðina hjá New York City „Já, ég held að ég vilji það. Þetta er búið að vera sérstakur tími. Ég lenti fyrst í því að öllu er lokað og svo er búin að vera brekka meira eða minna allan tímann. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta. Maður hefur aldrei fengið þetta traust að fá að spila fótbolta,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi til baka yfir þennan tíma þá er bara ótrúlegt hvað ég náð þó að spila og staðið mig vel af því að það þekkja það allir leikmenn og þeir sem hafa verið í og í kringum fótbolta að það er rosalega mikilvægt að fá vott að smá trausti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu við Rikka G. Það má hlusta á þetta brot hér fyrir ofan. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu þangað inn og tryggir þér áskrift.
MLS Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira