KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. desember 2021 14:23 Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ. vísir/Daniel Þór Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. KSÍ er sagt hafa brugðist við í þremur þessara mála með því að leikmaður var sendur heim eða starfaði ekki aftur fyrir sambandið. Nefndin segist einnig hafa komist að því að upplýsingar sem Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, veitti fjölmiðlum og almenningi í ágúst um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál hafi verið villandi. Formaður var á sama tíma með á sínu borði tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannins. Að öðru leyti telur nefndin ekki forsendur til að fullyrða að fyrir hendi séu atvik í formannstíð Guðna sem beri sérstök einkenni þöggunar- og nauðgunarmenningar. Úttektarnefndin gerir síðan athugasemd við að Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, hafi árið 2016 hafi leitað til almannatengils í kjölfar þess að hann frétti af því að lögregla hafi verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi. Nefndin ræðir einnig stöðuna á skrifstofu KSÍ þar sem konur séu í minnihluta. Hún segir ekki unnt að draga þá ályktun af viðtölum að einhverjar aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamli þáttöku kvenna í starfi sambandsins. Nefndin telur ljóst að KSÍ hafi beitt sér með virkum hætti á síðustu árum til að jafna aðbúnað karla- og kvennalandsliða. Úttektarnefndin er skipuð þeim Rán Ingvarsdóttur, Hafrúnu Kristjánsdóttir og Kjartans Bjarna Björgvinssonar sem er formaður. Yfirlýsing nefndarinnar: Úttektarnefnd sem ÍSÍ skipaði fyrr á árinu, til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands, hefur skilað af sér lokaskýrslu til ÍSÍ. Í nefndinni sátu Dr. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, sem jafnframt var formaður nefndarinnar og Rán Ingvarsdóttir lögfræðingur. Úttektarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að vitneskja hafi verið innan KSÍ um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir sem starfa fyrir hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021. Nefndin telur ljóst að KSÍ hafi brugðist við í þremur þessara mála, annaðhvort með því að leikmaður var sendur heim úr landsliðsverkefni eða því að viðkomandi starfaði ekki aftur fyrir KSÍ. Það er jafnframt niðurstaða nefndarinnar að upplýsingar sem þáverandi formaður KSÍ veitti fjölmiðlum og almenningi í ágúst sl. um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál hafi verið villandi, enda var formaðurinn á sama tíma með á borði tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannsins. Yfirlýsingarnar samræmdust heldur ekki vitneskju um eldri tilkynningu um kæru á hendur öðrum leikmanni vegna ofbeldis. Úttektarnefndin telur ekki efni til að fullyrða að framganga stjórnar, framkvæmdastjóra eða annarra starfsmanna KSÍ í málinu beri almennt einkenni þöggunar- og/eða nauðgunarmenningar umfram það sem gerist í íslensku samfélagi. Fyrir liggur að stjórnarfólk, framkvæmdastjóri KSÍ og starfsfólk sem kom að málinu gerði verulegar athugasemdir við þær yfirlýsingar sem formaður lét frá sér fara. Að öðru leyti telur nefndin ekki forsendur til að fullyrða að fyrir hendi séu atvik í formannstíð Guðna Bergssonar sem beri sérstök einkenni þöggunar- og nauðgunarmenningar. Úttektarnefndin hefur t.d. engin gögn fundið eða aðrar vísbendingar fengið sem gefa til kynna að KSÍ hafi boðið kæranda í máli B sem kom til kasta KSÍ í mars 2018 þagnarskyldusamning eða komið með öðrum hætti að slíkum tilboðum. Þá telur nefndin sig ekki hafa neinar forsendur til að álykta að KSÍ hafi með einum eða öðrum hætti reynt að aftra því að mál B kæmi til meðferðar hjá lögreglu eða latt kæranda frá því að leita réttar síns í málinu. Úttektarnefndin gerir athugasemd við að Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, hafi árið 2016 leitað til almannatengils í kjölfar þess að hann frétti af því að lögregla hafi verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi. Þrátt fyrir að konur séu í miklum minnihluta bæði á skrifstofu KSÍ og í stjórn sambandsins telur nefndin ekki unnt að draga þá ályktun af viðtölum og þeim gögnum sem stuðst hefur verið við að einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamli þátttöku kvenna í starfi sambandsins. KSÍ starfar hins vegar innan hins alþjóðlega knattspyrnuheims þar sem hallað hefur á konur frá upphafi, líkt og í mörgum öðrum íþróttum, og tekjur af karlaknattspyrnu eru margfaldar á við tekjur af kvennaknattspyrnu. Úttektarnefndin telur ljóst að KSÍ hefur beitt sér með virkum hætti á síðustu árum til að jafna aðbúnað karla- og kvennalandsliða. Þó er ekki hægt að líta framhjá því að hlutfall kvenna sem starfa innan knattspyrnuhreyfingarinnar er lágt og ekki í takt við hlutfall kveniðkenda. Þá hefur KSÍ einnig gripið til fjölmargra aðgerða til að auka hlut kvenna innan hreyfingarinnar sem hafa gengið misjafnlega vel en ljóst er þó að stór skref hafa verið stigin í rétta átt á síðustu árum. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segja KSÍ hafa borist upplýsingar um meint brot sex landsliðsmanna Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands 27. september síðastliðinn, sem innihélt meðal annars nöfn sex leikmanna karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. 13. október 2021 06:37 Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30 Bein útsending: Úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira
KSÍ er sagt hafa brugðist við í þremur þessara mála með því að leikmaður var sendur heim eða starfaði ekki aftur fyrir sambandið. Nefndin segist einnig hafa komist að því að upplýsingar sem Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, veitti fjölmiðlum og almenningi í ágúst um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál hafi verið villandi. Formaður var á sama tíma með á sínu borði tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannins. Að öðru leyti telur nefndin ekki forsendur til að fullyrða að fyrir hendi séu atvik í formannstíð Guðna sem beri sérstök einkenni þöggunar- og nauðgunarmenningar. Úttektarnefndin gerir síðan athugasemd við að Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, hafi árið 2016 hafi leitað til almannatengils í kjölfar þess að hann frétti af því að lögregla hafi verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi. Nefndin ræðir einnig stöðuna á skrifstofu KSÍ þar sem konur séu í minnihluta. Hún segir ekki unnt að draga þá ályktun af viðtölum að einhverjar aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamli þáttöku kvenna í starfi sambandsins. Nefndin telur ljóst að KSÍ hafi beitt sér með virkum hætti á síðustu árum til að jafna aðbúnað karla- og kvennalandsliða. Úttektarnefndin er skipuð þeim Rán Ingvarsdóttur, Hafrúnu Kristjánsdóttir og Kjartans Bjarna Björgvinssonar sem er formaður. Yfirlýsing nefndarinnar: Úttektarnefnd sem ÍSÍ skipaði fyrr á árinu, til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands, hefur skilað af sér lokaskýrslu til ÍSÍ. Í nefndinni sátu Dr. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, sem jafnframt var formaður nefndarinnar og Rán Ingvarsdóttir lögfræðingur. Úttektarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að vitneskja hafi verið innan KSÍ um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir sem starfa fyrir hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021. Nefndin telur ljóst að KSÍ hafi brugðist við í þremur þessara mála, annaðhvort með því að leikmaður var sendur heim úr landsliðsverkefni eða því að viðkomandi starfaði ekki aftur fyrir KSÍ. Það er jafnframt niðurstaða nefndarinnar að upplýsingar sem þáverandi formaður KSÍ veitti fjölmiðlum og almenningi í ágúst sl. um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál hafi verið villandi, enda var formaðurinn á sama tíma með á borði tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannsins. Yfirlýsingarnar samræmdust heldur ekki vitneskju um eldri tilkynningu um kæru á hendur öðrum leikmanni vegna ofbeldis. Úttektarnefndin telur ekki efni til að fullyrða að framganga stjórnar, framkvæmdastjóra eða annarra starfsmanna KSÍ í málinu beri almennt einkenni þöggunar- og/eða nauðgunarmenningar umfram það sem gerist í íslensku samfélagi. Fyrir liggur að stjórnarfólk, framkvæmdastjóri KSÍ og starfsfólk sem kom að málinu gerði verulegar athugasemdir við þær yfirlýsingar sem formaður lét frá sér fara. Að öðru leyti telur nefndin ekki forsendur til að fullyrða að fyrir hendi séu atvik í formannstíð Guðna Bergssonar sem beri sérstök einkenni þöggunar- og nauðgunarmenningar. Úttektarnefndin hefur t.d. engin gögn fundið eða aðrar vísbendingar fengið sem gefa til kynna að KSÍ hafi boðið kæranda í máli B sem kom til kasta KSÍ í mars 2018 þagnarskyldusamning eða komið með öðrum hætti að slíkum tilboðum. Þá telur nefndin sig ekki hafa neinar forsendur til að álykta að KSÍ hafi með einum eða öðrum hætti reynt að aftra því að mál B kæmi til meðferðar hjá lögreglu eða latt kæranda frá því að leita réttar síns í málinu. Úttektarnefndin gerir athugasemd við að Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, hafi árið 2016 leitað til almannatengils í kjölfar þess að hann frétti af því að lögregla hafi verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi. Þrátt fyrir að konur séu í miklum minnihluta bæði á skrifstofu KSÍ og í stjórn sambandsins telur nefndin ekki unnt að draga þá ályktun af viðtölum og þeim gögnum sem stuðst hefur verið við að einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamli þátttöku kvenna í starfi sambandsins. KSÍ starfar hins vegar innan hins alþjóðlega knattspyrnuheims þar sem hallað hefur á konur frá upphafi, líkt og í mörgum öðrum íþróttum, og tekjur af karlaknattspyrnu eru margfaldar á við tekjur af kvennaknattspyrnu. Úttektarnefndin telur ljóst að KSÍ hefur beitt sér með virkum hætti á síðustu árum til að jafna aðbúnað karla- og kvennalandsliða. Þó er ekki hægt að líta framhjá því að hlutfall kvenna sem starfa innan knattspyrnuhreyfingarinnar er lágt og ekki í takt við hlutfall kveniðkenda. Þá hefur KSÍ einnig gripið til fjölmargra aðgerða til að auka hlut kvenna innan hreyfingarinnar sem hafa gengið misjafnlega vel en ljóst er þó að stór skref hafa verið stigin í rétta átt á síðustu árum.
Yfirlýsing nefndarinnar: Úttektarnefnd sem ÍSÍ skipaði fyrr á árinu, til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands, hefur skilað af sér lokaskýrslu til ÍSÍ. Í nefndinni sátu Dr. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, sem jafnframt var formaður nefndarinnar og Rán Ingvarsdóttir lögfræðingur. Úttektarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að vitneskja hafi verið innan KSÍ um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir sem starfa fyrir hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021. Nefndin telur ljóst að KSÍ hafi brugðist við í þremur þessara mála, annaðhvort með því að leikmaður var sendur heim úr landsliðsverkefni eða því að viðkomandi starfaði ekki aftur fyrir KSÍ. Það er jafnframt niðurstaða nefndarinnar að upplýsingar sem þáverandi formaður KSÍ veitti fjölmiðlum og almenningi í ágúst sl. um vitneskju KSÍ af frásögnum um ofbeldismál hafi verið villandi, enda var formaðurinn á sama tíma með á borði tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannsins. Yfirlýsingarnar samræmdust heldur ekki vitneskju um eldri tilkynningu um kæru á hendur öðrum leikmanni vegna ofbeldis. Úttektarnefndin telur ekki efni til að fullyrða að framganga stjórnar, framkvæmdastjóra eða annarra starfsmanna KSÍ í málinu beri almennt einkenni þöggunar- og/eða nauðgunarmenningar umfram það sem gerist í íslensku samfélagi. Fyrir liggur að stjórnarfólk, framkvæmdastjóri KSÍ og starfsfólk sem kom að málinu gerði verulegar athugasemdir við þær yfirlýsingar sem formaður lét frá sér fara. Að öðru leyti telur nefndin ekki forsendur til að fullyrða að fyrir hendi séu atvik í formannstíð Guðna Bergssonar sem beri sérstök einkenni þöggunar- og nauðgunarmenningar. Úttektarnefndin hefur t.d. engin gögn fundið eða aðrar vísbendingar fengið sem gefa til kynna að KSÍ hafi boðið kæranda í máli B sem kom til kasta KSÍ í mars 2018 þagnarskyldusamning eða komið með öðrum hætti að slíkum tilboðum. Þá telur nefndin sig ekki hafa neinar forsendur til að álykta að KSÍ hafi með einum eða öðrum hætti reynt að aftra því að mál B kæmi til meðferðar hjá lögreglu eða latt kæranda frá því að leita réttar síns í málinu. Úttektarnefndin gerir athugasemd við að Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, hafi árið 2016 leitað til almannatengils í kjölfar þess að hann frétti af því að lögregla hafi verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi. Þrátt fyrir að konur séu í miklum minnihluta bæði á skrifstofu KSÍ og í stjórn sambandsins telur nefndin ekki unnt að draga þá ályktun af viðtölum og þeim gögnum sem stuðst hefur verið við að einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamli þátttöku kvenna í starfi sambandsins. KSÍ starfar hins vegar innan hins alþjóðlega knattspyrnuheims þar sem hallað hefur á konur frá upphafi, líkt og í mörgum öðrum íþróttum, og tekjur af karlaknattspyrnu eru margfaldar á við tekjur af kvennaknattspyrnu. Úttektarnefndin telur ljóst að KSÍ hefur beitt sér með virkum hætti á síðustu árum til að jafna aðbúnað karla- og kvennalandsliða. Þó er ekki hægt að líta framhjá því að hlutfall kvenna sem starfa innan knattspyrnuhreyfingarinnar er lágt og ekki í takt við hlutfall kveniðkenda. Þá hefur KSÍ einnig gripið til fjölmargra aðgerða til að auka hlut kvenna innan hreyfingarinnar sem hafa gengið misjafnlega vel en ljóst er þó að stór skref hafa verið stigin í rétta átt á síðustu árum.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segja KSÍ hafa borist upplýsingar um meint brot sex landsliðsmanna Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands 27. september síðastliðinn, sem innihélt meðal annars nöfn sex leikmanna karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. 13. október 2021 06:37 Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30 Bein útsending: Úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira
Segja KSÍ hafa borist upplýsingar um meint brot sex landsliðsmanna Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands 27. september síðastliðinn, sem innihélt meðal annars nöfn sex leikmanna karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. 13. október 2021 06:37
Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30
Bein útsending: Úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30
Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44