Franska stórliðið Paris Saint-Germain endaði riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þetta árið á öruggum 4-1 heimasigri gegn belgíska liðinu Club Brugge. Kylian Mbappé og Lionel Messi skoruðu tvö mörk hvor.
Mbappé skoraði fyrsta mark leiksins strax á annarri mínútu, og hann bæti öðru marki við fimm mínútum síðar. Mbappé var búinn að skora tvennu eftir sex mínútur og 23 sekúndur, en aðeins einu sinni hefur leikmanni tekist að skora tvennu á skemmri tíma í Meistaradeildinni.
06:23 - After just six minutes and 23 seconds, Kylian Mbappé has scored the second-fastest brace by a player from the start of a UEFA Champions League match, behind only Rodrygo for Real Madrid against Galatasary in November 2019 (06:13). Lightning. #PSGCLU pic.twitter.com/EAYbcIWcGI
— OptaJean (@OptaJean) December 7, 2021
Lionel Messi bætti svo þriðja marki liðsins við á 38. mínútu og staðan var því 3-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Mats Rits minnkaði muninn fyrir gestina þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka, en á 76. mínútu skoraði Messi fjórða mark Parísarliðsins af vítapunktinum eftir að Ignace Van Der Brempt braut á honum innan vítateigs.
PSG endar í öðru sæti riðilsins, eins og vitað var fyrir leikinn, með 11 stig, en Club Brugge þarf að gera sér fjórða og neðsta sætið að góðu með fjögur stig.