Fjögur mörk og þrjú rauð er Atlético Madrid tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 22:21 Dómari leiksins hafði í nægu að snúast í leik Porto og Atlético Madrid í kvöld. Octavio Passos/Getty Images Alls fóru fram átta leikir í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Atlético Madrid tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 3-1 útisigri gegn Porto þar sem öll mörk leiksins, sem og þrjú rauð spjöld, litu dagsins ljós í seinni hálfleik. Madrídingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, og fyrst að AC Milan tapaði gegn Liverpool nægði Porto jafntefli í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik, en það átti svo sannarlega eftir að breytast í þeim síðari. Antoine Griezmann kom gestunum frá Madríd yfir á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Lemar. Erfitt er að rekja nákvæmlega í stuttu máli hvað gerðist á 67. mínútu, en til að taka það samanfóru þrjú gul spjöld, og eitt rautt á loft. Eftir miklar stimpingar var það Yannick Carrasco í liði Atlético Madrid sem fékk að fjúka af velli. Látunum var þó alls ekki lokið því að aðeins mínútu eftir að leikurinn fór af stað á ný var hann stöðvaður aftur og varamaðurinn Wendell fór sömu leið og mótherji sinn. Fimm mínútum síðar fór þriðja rauða spjald leiksins á loft. Augustin Marchesin, sem enn var ónotaður varamaður hjá Porto, lét þá dómara leiksins heyra það og þurfti því að fylgjast með restinni af leiknum úr stúkunni. Lokamínútur leiksins buðu einnig upp á veislu, en á 90. mínútu tvöfaldaði Angel Correa forystu gestanna, áður en Rodrigo De Paul breytti stöðunni í 3-0 tveimur mínútum síðar. Heimamenn skoruðu eitt sárabótamark á sjöttu mínútu uppbótartíma af vítapunktinum. Sergio Oliveira skoraði markið eftir að Mario Hermoso braut á Evanilson. Öll úrslit kvöldsins A-riðill Paris Saint-Germain 4-1 Club Brugge RB Leipzig 2-1 Manchester City B-riðill AC Milan 1-2 Liverpool Porto 1-3 Atlético Madrid C-riðill Ajax 4-2 Sporting CP Borussia Dortmund 5-0 Besiktas D-riðill Real Madrid 2-0 Inter Shakhtar Donetsk 1-1 FC Sheriff Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool slökkti í vonum AC Milan Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. 7. desember 2021 22:01 Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. 7. desember 2021 22:00 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Sjá meira
Madrídingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, og fyrst að AC Milan tapaði gegn Liverpool nægði Porto jafntefli í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik, en það átti svo sannarlega eftir að breytast í þeim síðari. Antoine Griezmann kom gestunum frá Madríd yfir á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Lemar. Erfitt er að rekja nákvæmlega í stuttu máli hvað gerðist á 67. mínútu, en til að taka það samanfóru þrjú gul spjöld, og eitt rautt á loft. Eftir miklar stimpingar var það Yannick Carrasco í liði Atlético Madrid sem fékk að fjúka af velli. Látunum var þó alls ekki lokið því að aðeins mínútu eftir að leikurinn fór af stað á ný var hann stöðvaður aftur og varamaðurinn Wendell fór sömu leið og mótherji sinn. Fimm mínútum síðar fór þriðja rauða spjald leiksins á loft. Augustin Marchesin, sem enn var ónotaður varamaður hjá Porto, lét þá dómara leiksins heyra það og þurfti því að fylgjast með restinni af leiknum úr stúkunni. Lokamínútur leiksins buðu einnig upp á veislu, en á 90. mínútu tvöfaldaði Angel Correa forystu gestanna, áður en Rodrigo De Paul breytti stöðunni í 3-0 tveimur mínútum síðar. Heimamenn skoruðu eitt sárabótamark á sjöttu mínútu uppbótartíma af vítapunktinum. Sergio Oliveira skoraði markið eftir að Mario Hermoso braut á Evanilson. Öll úrslit kvöldsins A-riðill Paris Saint-Germain 4-1 Club Brugge RB Leipzig 2-1 Manchester City B-riðill AC Milan 1-2 Liverpool Porto 1-3 Atlético Madrid C-riðill Ajax 4-2 Sporting CP Borussia Dortmund 5-0 Besiktas D-riðill Real Madrid 2-0 Inter Shakhtar Donetsk 1-1 FC Sheriff Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
A-riðill Paris Saint-Germain 4-1 Club Brugge RB Leipzig 2-1 Manchester City B-riðill AC Milan 1-2 Liverpool Porto 1-3 Atlético Madrid C-riðill Ajax 4-2 Sporting CP Borussia Dortmund 5-0 Besiktas D-riðill Real Madrid 2-0 Inter Shakhtar Donetsk 1-1 FC Sheriff
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool slökkti í vonum AC Milan Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. 7. desember 2021 22:01 Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. 7. desember 2021 22:00 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Sjá meira
Liverpool slökkti í vonum AC Milan Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. 7. desember 2021 22:01
Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. 7. desember 2021 22:00
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn