Það gerði hann strax á annarri mínútu í 4-1 sigri PSG gegn Club Brugge, en Mbappé er enn aðeins 22 ára gamall. Mbappé bætti svo um betur þegar hann skoraði annað mark liðsins fimm mínútum síðar
Lionel Messi skoraði hin tvö mörk Parísarliðsins í kvöld, en hann átti einmitt metið fyrir leik kvöldsins. Messi var 23 ára og 131 dags gamall þegar hann skoraði sitt þrítugasta Meistaradeildarmark, en Mbappé er 22 ára og 352 daga gamall.
🇫🇷 Kylian Mbappé becomes the youngest player in Champions League history to score 30+ goals (22 years, 352 days) 👏#UCL pic.twitter.com/msIaJLn532
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) December 7, 2021
Messi fyrirgefur liðsfélaga sínum líklega fyrir að bæta metið sitt, en Mbappé lagði upp fyrra mark Messi í kvöld. Club Brugge var 38. liðið sem Messi skorar gegn í Meistaradeildinni og hann jafnaði þar með met Cristiano Ronaldo.