Seðlabankinn ítrekar mikilvægi innlendrar greiðslumiðlunar Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2021 08:47 Nefndin segir viðnámsþrótt stóru bankanna þriggja vera mikinn. Vísir/Vilhelm Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ítrekað að brýnt sé að áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Þá er ítrekað að hugað verði að rekstraröryggi greiðslukerfa og minnir rekstraraðila á mikilvægi þess að tryggja rekstrarsamfellu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem hún sendi frá sér í morgun. Þar segir að staða fjármálastöðugleika sé góð þegar á heildina sé litið, þó að óvissa vegna faraldursins sé enn nokkur. Nefndin segir viðnámsþrótt stóru bankanna þriggja vera mikinn og að eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé vel yfir lögbundnum mörkum og þeir hafi greiðan aðgang að fjármögnun. „Kröftugur efnahagsbati hefur á síðustu mánuðum stutt við heimili og fyrirtæki. Hlutabréfa- og fasteignaverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri. Kerfisáhætta vex áfram, sérstaklega vegna skuldavaxtar heimila samhliða hækkandi íbúðaverði. Aðhald peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hefur verið hert nokkuð á síðustu mánuðum. Nefndin ákvað í ársfjórðungslegu endurmati á sveiflujöfnunaraukanum að halda gildi aukans óbreyttu. Ákvörðun nefndarinnar frá september um að hækka aukann úr 0% í 2% mun taka gildi í lok september árið 2022. Nefndin skoðar hvert hlutlaust gildi sveiflujöfnunaraukans verði til framtíðar. Nefndin lagði í nóvember endanlegt mat á skilabærni kerfislega mikilvægra viðskiptabanka. Þá hefur nefndin nú einnig samþykkt MREL-stefnu, þar sem m.a. er tilgreint hvernig MREL-krafa lánastofnana er ákvörðuð. MREL-krafa felur í sér að eigið fé og tilteknar skuldir fjármálafyrirtækis nægi til að tryggja að það geti mætt ófyrirséðu tapi og að hægt verði að endurfjármagna það án opinbers fjárstuðnings, ef það telst vera á fallandi fæti. Nefndin ítrekar að hugað verði að rekstraröryggi greiðslukerfa og minnir rekstraraðila á mikilvægi þess að tryggja rekstrarsamfellu. Brýnt er að áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi,“ segir í yfirlýsingunni. Seðlabankinn Efnahagsmál Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem hún sendi frá sér í morgun. Þar segir að staða fjármálastöðugleika sé góð þegar á heildina sé litið, þó að óvissa vegna faraldursins sé enn nokkur. Nefndin segir viðnámsþrótt stóru bankanna þriggja vera mikinn og að eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé vel yfir lögbundnum mörkum og þeir hafi greiðan aðgang að fjármögnun. „Kröftugur efnahagsbati hefur á síðustu mánuðum stutt við heimili og fyrirtæki. Hlutabréfa- og fasteignaverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri. Kerfisáhætta vex áfram, sérstaklega vegna skuldavaxtar heimila samhliða hækkandi íbúðaverði. Aðhald peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hefur verið hert nokkuð á síðustu mánuðum. Nefndin ákvað í ársfjórðungslegu endurmati á sveiflujöfnunaraukanum að halda gildi aukans óbreyttu. Ákvörðun nefndarinnar frá september um að hækka aukann úr 0% í 2% mun taka gildi í lok september árið 2022. Nefndin skoðar hvert hlutlaust gildi sveiflujöfnunaraukans verði til framtíðar. Nefndin lagði í nóvember endanlegt mat á skilabærni kerfislega mikilvægra viðskiptabanka. Þá hefur nefndin nú einnig samþykkt MREL-stefnu, þar sem m.a. er tilgreint hvernig MREL-krafa lánastofnana er ákvörðuð. MREL-krafa felur í sér að eigið fé og tilteknar skuldir fjármálafyrirtækis nægi til að tryggja að það geti mætt ófyrirséðu tapi og að hægt verði að endurfjármagna það án opinbers fjárstuðnings, ef það telst vera á fallandi fæti. Nefndin ítrekar að hugað verði að rekstraröryggi greiðslukerfa og minnir rekstraraðila á mikilvægi þess að tryggja rekstrarsamfellu. Brýnt er að áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi,“ segir í yfirlýsingunni.
Seðlabankinn Efnahagsmál Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44