Fóru á rúntinn á fimmtudegi og voru flutt inn saman á laugardegi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. desember 2021 20:00 Þau Kristín Eva og Sverrir Bergmann eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn „Ég gaf henni gjöf strax þegar við hittumst fyrst. Það var svona Darth Vader stressbolti og þar sýndi ég henni bara strax hvað ég væri mikill lúði. Þannig hún hefði bara getað skilað honum og farið út strax,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann um það þegar hann hitti Kristínu í fyrsta sinn, konuna sem lagið hans Þig ég elska fjallar um. Sverrir Bergmann hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna undanfarin ár. Samhliða tónlistinni kennir hann bæði stærðfræði og ljósmyndun við Menntaskólann á Ásbrú. Kristín Eva Geirsdóttir, betri helmingur Sverris, er lögfræðingur að mennt. Áður starfaði hún sem flugfreyja hjá Qatar Airlines í þrjú ár en þar kviknaði áhugi hennar fyrir því að sameina lögfræðina og flugbransann. Hún hélt því til Hollands þar sem hún sérhæfði sig í flug- og geimrétti. Þessa dagana er Kristín í fæðingarorlofi en þau Sverrir eignuðust tvær dætur með stuttu millibili og fæddist sú yngri í maí á þessu ári. Þau Sverrir og Kristín Eva voru gestir í 34. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Facebook skilaboðin sem hanga uppi í vegg Í þættinum segja þau Sverrir og Kristín frá því hvernig leiðir þeirra lágu saman á Internetinu fyrir þremur og hálfur ári síðan, þegar Sverrir sendi Kristínu vinabeiðni á Facebook sem hún samþykkti. Hún ákvað í kjölfarið að senda honum skilaboð. „Ég spurði hvort að minnið væri að leika mig grátt eða hvort við þekktumst eitthvað,“ segir Kristín frá. „Ég svaraði bara: Nei, nei minnið er í toppstandi við þekkjumst ekki neitt,“ segir Sverrir. Þessi fyrstu orðskipti þeirra hanga nú innrömmuð fyrir ofan kamínuna á heimili þeirra, en Sverrir gaf Kristínu það í þrítugsafmælisgjöf. Sitt hvorum megin við Facebook skilaboðin hanga svo fótspor dætra þeirra tveggja. Í kjölfar vinabeiðninnar fóru þau Kristín og Sverrir að spjalla. Á þessum tímapunkti var Sverrir þó staddur erlendis í heimsókn hjá fótboltamanninum Rúrik Gíslasyni. „Ég kom svo heim á fimmtudegi og við tókum smá rúnt og hún var flutt inn á laugardegi,“ segir Sverrir. Hlutirnir gerðust hratt en hálfu ári síðar höfðu þau keypt sér hús í Njarðvík og ári eftir það var Kristín ófrísk af þeirra fyrsta barni. „Það er fínt bara að drífa sig að flytja inn saman og sjá hvort þetta gengur upp, í staðinn fyrir að eyða einhverjum 7-8 mánuðum í sundur og fara svo að flytja inn og fatta þá að maður að það er ekkert hægt að búa með þessu. Í staðinn fyrir að komast bara að því strax,“ segir Sverrir. Alltaf með Tabasco sósu í veskinu Þau segjast hafa einstaklega góð áhrif á hvort annað og því virki þau vel saman. Þau séu sannkallað „ying og yang“. „Ég get stillt hana af á meðan hún rífur mig upp. Ég er svolítið flatur. Ég þarf rosalega á henni að halda til að fá meira líf og fjör. Hún spilar til dæmis á harmonikku sem kom mér rosalega á óvart. Það er svo mikið líf í henni, hún hlær hátt og innilega og elskar að vera til og syngur miklu meira en ég heima fyrir og er rosalegur dansari.“ „Okkur líður bara eitthvað svo vel með hvoru öðru,“ segir Kristín. Þau eru dugleg að tjá ást sína á hvoru öðru en eitt allra fallegasta lag Sverris samdi hann til Kristínar. „Í myndbandinu hafði ég teiknað svona alla þá hluti sem tengja okkur, þar á meðal eina hlutinn sem hún elskar meira en mig sem er Tabasco sósa. Hún er sko alltaf með Tabasco sósu með sér í veskinu. Heima á Krók er alltaf tilbúin Tabasco sósa þegar hún kemur í heimsókn og bara alls staðar þar sem hún kemur.“ Eins og margir vita eru tölvuleikir eitt helsta áhugamál Sverris og reyndi hann kveikja áhuga Kristínar á þeim án árangurs. Kristín er hins vegar mikill sælkeri og er Sverrir duglegur að færa henni góðgæti úr búðinni. „Hún þarf bara sitt möns, það er bara skilningur fyrir því. Þetta er eins og með tölvuna, hún skilur mig með það og ég skil hana með þetta.“ Sverrir var hlutinn sem vantaði Eins og áður segir var Kristín búsett í Qatar í þrjú og hálft ár þar sem hún starfaði sem flugfreyja. Hún segir reglur flugfélagsins hafa verið afar strangar og að ófáir hafi verið reknir fyrir brot á þeim. Kristín bjó með tveimur íslenskum stelpum sem heita Sunna og Stella en yngri dóttir Kristínar og Sverris var skírð Sunna Stella í höfuðið á þeim. „Þær voru svona mín íslenska fjölskylda. Með þeim þá gat ég þetta, við gátum staðið saman í gegnum allar raunir og alla gleðina. Þetta er bara hluti af fortíðinni sem mun alltaf móta mig og ég hefði aldrei viljað missa af. Ég held að allir hafi gott af því að komast aðeins burtu til þess að átta sig á því hvað maður hefur.“ Dvölin í Qatar fékk Kristínu hins vegar til þess að átta sig á því hvað hún raunverulega vildi í lífinu. Hún vildi fjölskyldulíf á Íslandi. „Svo hitti ég Sverri og þá vissi ég bara að þetta væri það sem ég vildi. Á öllu þessu flakki þá vissi ég bara að það væri einhver „missing someone“ og svo fann ég bara „that someone“ sem var hlutinn sem vantaði.“ Aðsend Sverrir og Kristín búa ásamt dætrum sínum tveimur í Innri-Njarðvík. Þau keyptu sér hús þegar þau höfðu verið saman í um hálft ár. Kristín var að vinna uppi á Keflavíkurflugvelli svo staðsetningin hentaði þeim vel. „Ég er frá Sauðárkróki og mig langaði bara að komast úr borginni. Það er alltaf talað um það hvernig maður slaknar allur þegar maður er kominn út úr Mosó. Ég hugsaði bara: Af hverju bý ég ekki bara einhvers staðar þar sem mér líður vel?“ Bjargaði henni út úr bílaþvottastöð eftir fyrsta deitið Í þættinum segja þau Sverrir og Kristín frá afar fyndnu atviki sem átti sér stað daginn eftir fyrsta rúntinn. „Við ætluðum ekkert að hittast á föstudeginum. Þann dag ákveður hún að fara og þrífa bílinn sinn á Löður sem var bara rétt hjá þar sem ég á heima. Einhvern veginn tekst henni að gera bílinn rafmagnslausan þar. Þannig ég fæ að heyra af því að stelpan sem ég hitti í fyrsta skipti í gær væri nú rafmagnslaus á Hondu CRV sem er frekar þungur bíll inni í Löðurshreinsidæmi.“ Sverrir sem bjó einungis hundrað metrum frá mætti því eins og riddari í hvítum hesti og ýtti bílnum út úr þvottastöðinni með aðstoð ókunnugs manns sem var á svæðinu. „Þetta var alveg smá vandræðalegt. Við þekktumst eiginlega ekkert og vorum bara nýbúin að hittast.“ Það sem gerði aðstæðurnar svo ennþá vandræðalegri var þessi ókunnugi maður hjálpaði þeim. Því þegar Kristín knúsaði Sverri fyrir aðstoðina hélt maðurinn eflaust að hann ætti von á knúsi líka. „En eftir þetta fór ég og gaf henni mjög fallega gjöf, startkapla, og þeir eru ennþá með okkur í dag.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Sverri og Kristínu Evu í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Eldaði hafragraut á fyrsta stefnumóti: „Þetta var það síðasta sem mig langaði í“ Á skömmum tíma hafa þau Metta og Áki stimplað sig inn í íslenskan veitingabransa með keðjunni Maikai sem hófst sem ástríðuverkefni í eldhúsinu heima. Þau eru þó ekki einungis viðskiptafélagar, heldur eru þau einnig par. Ástarsaga þeirra byrjaði eins og margar nútíma ástarsögur, með „followi“ á Instagram. 24. nóvember 2021 22:00 Endaði með matareitrun á bifvélaverkstæði í Queens Hermann kom auga á Alexöndru þegar hún fór að vinna í sömu byggingu og hann. Hún var fallegasta manneskja sem hann hafði nokkurn tímann augum litið og því gerði hann sér upp ýmsar afsakanir til þess að heimsækja verslunina sem hún var að vinna í. Þegar hann ákvað loks að taka af skarið og hringja í hana, var Alexandra viss um að um símaat væri að ræða. 17. nóvember 2021 12:50 Saman í fimmtán ár og hafa aldrei rifist Þau Birkir Már og Stebba kynntust í íþróttafræðinámi á Laugarvatni. Stebbu leist hins vegar ekki á blikuna í fyrstu þegar Birkir gerði henni ljóst hvaða tilfinningar hann bæri til hennar. Hún var tveggja barna móðir og hann þremur árum yngri. Þau smullu þó fljótlega saman og voru flutt inn saman nokkrum mánuðum síðar. 10. nóvember 2021 14:31 Voru ennþá með útivistartíma þegar þau byrjuðu saman Elísabet og Gunnar kynntust í grunnskóla. Þau voru sætisfélagar í ensku og þurfti kennarinn stöðugt að hafa afskipti af þeim þar sem þau gátu ekki hætt að tala saman. Í 10. bekk varð vinskapurinn loks að ástarsambandi en það hafði tekið þau langan tíma að viðurkenna að þau væru kærustupar. Í dag eiga þau tvö börn saman og eru að hreiðra um sig á Íslandi eftir að hafa verið á faraldsfæti síðustu 12 ár. 3. nóvember 2021 16:14 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Sverrir Bergmann hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna undanfarin ár. Samhliða tónlistinni kennir hann bæði stærðfræði og ljósmyndun við Menntaskólann á Ásbrú. Kristín Eva Geirsdóttir, betri helmingur Sverris, er lögfræðingur að mennt. Áður starfaði hún sem flugfreyja hjá Qatar Airlines í þrjú ár en þar kviknaði áhugi hennar fyrir því að sameina lögfræðina og flugbransann. Hún hélt því til Hollands þar sem hún sérhæfði sig í flug- og geimrétti. Þessa dagana er Kristín í fæðingarorlofi en þau Sverrir eignuðust tvær dætur með stuttu millibili og fæddist sú yngri í maí á þessu ári. Þau Sverrir og Kristín Eva voru gestir í 34. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Facebook skilaboðin sem hanga uppi í vegg Í þættinum segja þau Sverrir og Kristín frá því hvernig leiðir þeirra lágu saman á Internetinu fyrir þremur og hálfur ári síðan, þegar Sverrir sendi Kristínu vinabeiðni á Facebook sem hún samþykkti. Hún ákvað í kjölfarið að senda honum skilaboð. „Ég spurði hvort að minnið væri að leika mig grátt eða hvort við þekktumst eitthvað,“ segir Kristín frá. „Ég svaraði bara: Nei, nei minnið er í toppstandi við þekkjumst ekki neitt,“ segir Sverrir. Þessi fyrstu orðskipti þeirra hanga nú innrömmuð fyrir ofan kamínuna á heimili þeirra, en Sverrir gaf Kristínu það í þrítugsafmælisgjöf. Sitt hvorum megin við Facebook skilaboðin hanga svo fótspor dætra þeirra tveggja. Í kjölfar vinabeiðninnar fóru þau Kristín og Sverrir að spjalla. Á þessum tímapunkti var Sverrir þó staddur erlendis í heimsókn hjá fótboltamanninum Rúrik Gíslasyni. „Ég kom svo heim á fimmtudegi og við tókum smá rúnt og hún var flutt inn á laugardegi,“ segir Sverrir. Hlutirnir gerðust hratt en hálfu ári síðar höfðu þau keypt sér hús í Njarðvík og ári eftir það var Kristín ófrísk af þeirra fyrsta barni. „Það er fínt bara að drífa sig að flytja inn saman og sjá hvort þetta gengur upp, í staðinn fyrir að eyða einhverjum 7-8 mánuðum í sundur og fara svo að flytja inn og fatta þá að maður að það er ekkert hægt að búa með þessu. Í staðinn fyrir að komast bara að því strax,“ segir Sverrir. Alltaf með Tabasco sósu í veskinu Þau segjast hafa einstaklega góð áhrif á hvort annað og því virki þau vel saman. Þau séu sannkallað „ying og yang“. „Ég get stillt hana af á meðan hún rífur mig upp. Ég er svolítið flatur. Ég þarf rosalega á henni að halda til að fá meira líf og fjör. Hún spilar til dæmis á harmonikku sem kom mér rosalega á óvart. Það er svo mikið líf í henni, hún hlær hátt og innilega og elskar að vera til og syngur miklu meira en ég heima fyrir og er rosalegur dansari.“ „Okkur líður bara eitthvað svo vel með hvoru öðru,“ segir Kristín. Þau eru dugleg að tjá ást sína á hvoru öðru en eitt allra fallegasta lag Sverris samdi hann til Kristínar. „Í myndbandinu hafði ég teiknað svona alla þá hluti sem tengja okkur, þar á meðal eina hlutinn sem hún elskar meira en mig sem er Tabasco sósa. Hún er sko alltaf með Tabasco sósu með sér í veskinu. Heima á Krók er alltaf tilbúin Tabasco sósa þegar hún kemur í heimsókn og bara alls staðar þar sem hún kemur.“ Eins og margir vita eru tölvuleikir eitt helsta áhugamál Sverris og reyndi hann kveikja áhuga Kristínar á þeim án árangurs. Kristín er hins vegar mikill sælkeri og er Sverrir duglegur að færa henni góðgæti úr búðinni. „Hún þarf bara sitt möns, það er bara skilningur fyrir því. Þetta er eins og með tölvuna, hún skilur mig með það og ég skil hana með þetta.“ Sverrir var hlutinn sem vantaði Eins og áður segir var Kristín búsett í Qatar í þrjú og hálft ár þar sem hún starfaði sem flugfreyja. Hún segir reglur flugfélagsins hafa verið afar strangar og að ófáir hafi verið reknir fyrir brot á þeim. Kristín bjó með tveimur íslenskum stelpum sem heita Sunna og Stella en yngri dóttir Kristínar og Sverris var skírð Sunna Stella í höfuðið á þeim. „Þær voru svona mín íslenska fjölskylda. Með þeim þá gat ég þetta, við gátum staðið saman í gegnum allar raunir og alla gleðina. Þetta er bara hluti af fortíðinni sem mun alltaf móta mig og ég hefði aldrei viljað missa af. Ég held að allir hafi gott af því að komast aðeins burtu til þess að átta sig á því hvað maður hefur.“ Dvölin í Qatar fékk Kristínu hins vegar til þess að átta sig á því hvað hún raunverulega vildi í lífinu. Hún vildi fjölskyldulíf á Íslandi. „Svo hitti ég Sverri og þá vissi ég bara að þetta væri það sem ég vildi. Á öllu þessu flakki þá vissi ég bara að það væri einhver „missing someone“ og svo fann ég bara „that someone“ sem var hlutinn sem vantaði.“ Aðsend Sverrir og Kristín búa ásamt dætrum sínum tveimur í Innri-Njarðvík. Þau keyptu sér hús þegar þau höfðu verið saman í um hálft ár. Kristín var að vinna uppi á Keflavíkurflugvelli svo staðsetningin hentaði þeim vel. „Ég er frá Sauðárkróki og mig langaði bara að komast úr borginni. Það er alltaf talað um það hvernig maður slaknar allur þegar maður er kominn út úr Mosó. Ég hugsaði bara: Af hverju bý ég ekki bara einhvers staðar þar sem mér líður vel?“ Bjargaði henni út úr bílaþvottastöð eftir fyrsta deitið Í þættinum segja þau Sverrir og Kristín frá afar fyndnu atviki sem átti sér stað daginn eftir fyrsta rúntinn. „Við ætluðum ekkert að hittast á föstudeginum. Þann dag ákveður hún að fara og þrífa bílinn sinn á Löður sem var bara rétt hjá þar sem ég á heima. Einhvern veginn tekst henni að gera bílinn rafmagnslausan þar. Þannig ég fæ að heyra af því að stelpan sem ég hitti í fyrsta skipti í gær væri nú rafmagnslaus á Hondu CRV sem er frekar þungur bíll inni í Löðurshreinsidæmi.“ Sverrir sem bjó einungis hundrað metrum frá mætti því eins og riddari í hvítum hesti og ýtti bílnum út úr þvottastöðinni með aðstoð ókunnugs manns sem var á svæðinu. „Þetta var alveg smá vandræðalegt. Við þekktumst eiginlega ekkert og vorum bara nýbúin að hittast.“ Það sem gerði aðstæðurnar svo ennþá vandræðalegri var þessi ókunnugi maður hjálpaði þeim. Því þegar Kristín knúsaði Sverri fyrir aðstoðina hélt maðurinn eflaust að hann ætti von á knúsi líka. „En eftir þetta fór ég og gaf henni mjög fallega gjöf, startkapla, og þeir eru ennþá með okkur í dag.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Sverri og Kristínu Evu í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Eldaði hafragraut á fyrsta stefnumóti: „Þetta var það síðasta sem mig langaði í“ Á skömmum tíma hafa þau Metta og Áki stimplað sig inn í íslenskan veitingabransa með keðjunni Maikai sem hófst sem ástríðuverkefni í eldhúsinu heima. Þau eru þó ekki einungis viðskiptafélagar, heldur eru þau einnig par. Ástarsaga þeirra byrjaði eins og margar nútíma ástarsögur, með „followi“ á Instagram. 24. nóvember 2021 22:00 Endaði með matareitrun á bifvélaverkstæði í Queens Hermann kom auga á Alexöndru þegar hún fór að vinna í sömu byggingu og hann. Hún var fallegasta manneskja sem hann hafði nokkurn tímann augum litið og því gerði hann sér upp ýmsar afsakanir til þess að heimsækja verslunina sem hún var að vinna í. Þegar hann ákvað loks að taka af skarið og hringja í hana, var Alexandra viss um að um símaat væri að ræða. 17. nóvember 2021 12:50 Saman í fimmtán ár og hafa aldrei rifist Þau Birkir Már og Stebba kynntust í íþróttafræðinámi á Laugarvatni. Stebbu leist hins vegar ekki á blikuna í fyrstu þegar Birkir gerði henni ljóst hvaða tilfinningar hann bæri til hennar. Hún var tveggja barna móðir og hann þremur árum yngri. Þau smullu þó fljótlega saman og voru flutt inn saman nokkrum mánuðum síðar. 10. nóvember 2021 14:31 Voru ennþá með útivistartíma þegar þau byrjuðu saman Elísabet og Gunnar kynntust í grunnskóla. Þau voru sætisfélagar í ensku og þurfti kennarinn stöðugt að hafa afskipti af þeim þar sem þau gátu ekki hætt að tala saman. Í 10. bekk varð vinskapurinn loks að ástarsambandi en það hafði tekið þau langan tíma að viðurkenna að þau væru kærustupar. Í dag eiga þau tvö börn saman og eru að hreiðra um sig á Íslandi eftir að hafa verið á faraldsfæti síðustu 12 ár. 3. nóvember 2021 16:14 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Eldaði hafragraut á fyrsta stefnumóti: „Þetta var það síðasta sem mig langaði í“ Á skömmum tíma hafa þau Metta og Áki stimplað sig inn í íslenskan veitingabransa með keðjunni Maikai sem hófst sem ástríðuverkefni í eldhúsinu heima. Þau eru þó ekki einungis viðskiptafélagar, heldur eru þau einnig par. Ástarsaga þeirra byrjaði eins og margar nútíma ástarsögur, með „followi“ á Instagram. 24. nóvember 2021 22:00
Endaði með matareitrun á bifvélaverkstæði í Queens Hermann kom auga á Alexöndru þegar hún fór að vinna í sömu byggingu og hann. Hún var fallegasta manneskja sem hann hafði nokkurn tímann augum litið og því gerði hann sér upp ýmsar afsakanir til þess að heimsækja verslunina sem hún var að vinna í. Þegar hann ákvað loks að taka af skarið og hringja í hana, var Alexandra viss um að um símaat væri að ræða. 17. nóvember 2021 12:50
Saman í fimmtán ár og hafa aldrei rifist Þau Birkir Már og Stebba kynntust í íþróttafræðinámi á Laugarvatni. Stebbu leist hins vegar ekki á blikuna í fyrstu þegar Birkir gerði henni ljóst hvaða tilfinningar hann bæri til hennar. Hún var tveggja barna móðir og hann þremur árum yngri. Þau smullu þó fljótlega saman og voru flutt inn saman nokkrum mánuðum síðar. 10. nóvember 2021 14:31
Voru ennþá með útivistartíma þegar þau byrjuðu saman Elísabet og Gunnar kynntust í grunnskóla. Þau voru sætisfélagar í ensku og þurfti kennarinn stöðugt að hafa afskipti af þeim þar sem þau gátu ekki hætt að tala saman. Í 10. bekk varð vinskapurinn loks að ástarsambandi en það hafði tekið þau langan tíma að viðurkenna að þau væru kærustupar. Í dag eiga þau tvö börn saman og eru að hreiðra um sig á Íslandi eftir að hafa verið á faraldsfæti síðustu 12 ár. 3. nóvember 2021 16:14