Segir Bergþór hafa þurft að vinna heimavinnuna sína um friðlýsingu Dranga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2021 13:07 Landeigendur Dranga gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir að beita friðlýsingu jarðarinnar í pólitískum deilum. Vísir/Samsett Varaformaður í stjórn einkahlutafélagsins Fornasels, sem á jörðina Dranga á Ströndum, segir stjórnarandstöðuna úti á túni í gagnrýni hennar á friðlýsingu jarðarinnar. Landeigendur hafi sjálfir sóst eftir friðlýsingunni og langt í frá að umhverfisráðherra hafi undirritað friðlýsinguna í lok embættistíðar sinnar í pólitískum tilgangi. Stjórnarandstaðan hefur undanfarna daga gagnrýnt Guðmund Inga Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, harðlega fyrir undirritun friðlýsingarinnar. Guðmundur skrifaði undir hana þann 26. nóvember, tveimur dögum áður en ný ríkisstjórn var kynnt. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt friðlýsinguna eru Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Bergþór sagði til að mynda í Bítinu á Bylgjunni í morgun að landeigendur Dranga hafi verið mjög andsnúnir Hvalárvirkjun og friðlýsingin sé tilraun til að slá virkjunina út af borðinu. Fleiri hafa hent því fram að landeigendur séu afar ósáttir með friðlýsinguna. „Menn þurfa að vinna heimavinnuna sína áður en þeir fara í svona og það er alveg ljóst að Bergþór hefur ekki gert það. Þetta er friðlýsing sem er að frumkvæði landeigenda, landeigendur nálguðust umhverfisráðuneytið með þessa hugmynd og það var fyrst gert 2018 þannig að þetta er búið að vera í ferli í næstum því fjögur ár,“ segir Vésteinn Sveinsson, varaformaður í stjórn Fornasels einkahlutafélagsins sem á Dranga. Friðlýsingin hafi ekkert með Hvalárvirkjun að gera Hann segir að friðlýsing Dranga hafi farið í gegn um hefðbundið ferli, eins og allar tillögur um friðlýsingu geri. Friðlýsing jarðarinnar hafi til dæmis farið í kynningu hjá Umhverfisstofnun í haust. Þá hafi öllum verið frjálst að koma með athugasemdir við tillöguna, sem síðan var farið að skoða í nóvember síðastliðnum og þær athugasemdir afgreiddar í samráðshópi. Þegar því hafi verið lokið, nú í lok nóvembermánaðar, hafi ekkert verið eftir annað en að skrifa undir friðlýsinguna. Drangaskörð á Ströndum.Vísir/Samúel „Þá var ekkert eftir annað en að klára þetta. Þannig að menn þurfa aðeins að vinna heimavinnuna sína og fatta hvað þetta snýst um,“ segir Vésteinn. Spyr hvort Bergþór ætlist til að gengið sé á eignarrétt fólks Í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Bergþór, eins og áður segir, að tala um að málið tengdist Hvalárvirkjun nánum böndum, sem Vésteinn segir ekki staðreynd málsins. „Bergþór er þarna í útvarpinu að blaðra um að þetta sé út af Hvalárvirkjun. Þetta hefur ekkert með Hvalárvirkjun að gera. Enda er Drangajörðin eignarland þannig að upphaflegu drögin að Hvalárvirkjun voru ekki inni á landinu til að byrja með þannig að þetta kemur okkur ekkert við,“ segir Vésteinn. „Drangajörðin er eignarland þannig að þeir geta ekkert farið inn á það og virkjað án þess að landeigendur selji vatnsréttindi eða gefi rannsóknarleyfi. Þannig að það er ekki eins og það sé verið að taka eitthvað í burtu sem þeir áttu. Þetta er eignarjörð sem hluthafarnir eiga.“ Vésteinn Sveinsson, varaformaður í stjórn Fornasels.Aðsend Hann segir því ekkert við Hvalárvirkjun koma Dröngum við. „Þetta er bara bull, Bergþór þyrfti þá að útskýra það fyrir mér hvernig þetta kæmi heim og saman. Það var nálgast landeigendur með rannsóknarleyfi og því var neitað fyrir nokkrum árum. Þannig að hann er væntanlega ekki að ætlast til þess að það sé gengið á eignarrétt fólks í svona málum, að gera það sem það vill við sínar jarðir og sínar eignir.“ Vilja ekki að ættaróðalið sé pólitískt deilumál Hluthafar í Fornaseli eru fjórtán börn Önnu Jakobínu Guðjónsdóttur og Kristins Halls Jónssonar, sem keyptu Drangajörð á sjötta áratugi síðustu aldar. Vésteinn er barnabarn Önnu og Kristins og því um ættarjörð að ræða. „Þessi friðlýsing snýst um það fyrir þau að þau vilja tryggja það að þessi jörð, sem þau eiga, verði ósnortin. Þau vildu koma þessu í ákveðið form fyrir næstu kynslóðir,“ segir Vésteinn. Jörðin er í eigu barna hjónanna Önnu og Kristins sem keyptu Dranga á sjötta áratugi síðustu aldar. Vísir/Samúel „Það er fáránlegt að það sé verið að nota þetta í einhverjum pólitískum tilgangi gegn Mumma [Guðmund Inga], sem er bara að gera það sem við báðum hann um. Þetta á ekki að vera notað sem deiluefni milli stjórnmálaflokka.“ Hann segir Bergþór Ólason ekki hafa haft samband við landeigendur Dranga. „Heldur betur ekki. Og allir þessir pólitíkusar verða að vinna heimavinnuna sína áður en þeir byrja að blaðra,“ segir Vésteinn og veltir fyrir sér hvað Samfylkingarfólk, sem hefur gagnrýnt friðlýsinguna, sé að pæla komandi úr flokki sem spili sig sem náttúruverndarflokk. „Eitthvað hlýtur síðasta embættisverkið að vera“ Auk þingmanna stjórnarandstöðunnar hefur Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnt friðlýsinguna. Hann skrifaði á Facebook í gær að friðlýsingin væri til marks um valdaníðslu umhverfisráðherrans fyrrverandi. „Allt tal um valdaníðslu er svo út úr kú. Það er einkahlutafélag sem á jörðina og hluthafar í því vildu gera þetta og þeim er frjálst að gera með sínar eignir það sem þeir vilja. Umhverfisstofnun hefur verið frábær að vinna með og allir aðilar sem hafa komið að þessu,“ segir Vésteinn. Hann segir tafir á afgreiðslu málsins orsakast af töfum í skipulagsmálakerfinu. Það sé því ómögulegt að Guðmundur Ingi hafi skipulagt málið svo að hann gæti afgreitt það í skjóli nætur og nýrrar ríkisstjórnar. „Nei, við í stjórninni sem ég sit í höfðum umboð frá hluthöfum að klára þetta. Þannig að við bara kláruðum þetta, það var ekkert eftir. Eitthvað hlýtur síðasta embættisverkið að vera.“ Árneshreppur Umhverfismál Alþingi Miðflokkurinn Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Náttúruperla við ströndina sem fáir utan heimamanna vissu af „Hér er mikil náttúruperla,“ segir jarðfræðingurinn Steingrímur J. Sigfússon um klettaströndina á Rauðanesi í Þistilfirði, sem lengi vel var nánast eins og vel varðveitt innansveitarleyndarmál, en ferðamenn hafa verið að „uppgötva“ á seinni árum. 31. október 2021 07:57 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur undanfarna daga gagnrýnt Guðmund Inga Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra, harðlega fyrir undirritun friðlýsingarinnar. Guðmundur skrifaði undir hana þann 26. nóvember, tveimur dögum áður en ný ríkisstjórn var kynnt. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt friðlýsinguna eru Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar. Bergþór sagði til að mynda í Bítinu á Bylgjunni í morgun að landeigendur Dranga hafi verið mjög andsnúnir Hvalárvirkjun og friðlýsingin sé tilraun til að slá virkjunina út af borðinu. Fleiri hafa hent því fram að landeigendur séu afar ósáttir með friðlýsinguna. „Menn þurfa að vinna heimavinnuna sína áður en þeir fara í svona og það er alveg ljóst að Bergþór hefur ekki gert það. Þetta er friðlýsing sem er að frumkvæði landeigenda, landeigendur nálguðust umhverfisráðuneytið með þessa hugmynd og það var fyrst gert 2018 þannig að þetta er búið að vera í ferli í næstum því fjögur ár,“ segir Vésteinn Sveinsson, varaformaður í stjórn Fornasels einkahlutafélagsins sem á Dranga. Friðlýsingin hafi ekkert með Hvalárvirkjun að gera Hann segir að friðlýsing Dranga hafi farið í gegn um hefðbundið ferli, eins og allar tillögur um friðlýsingu geri. Friðlýsing jarðarinnar hafi til dæmis farið í kynningu hjá Umhverfisstofnun í haust. Þá hafi öllum verið frjálst að koma með athugasemdir við tillöguna, sem síðan var farið að skoða í nóvember síðastliðnum og þær athugasemdir afgreiddar í samráðshópi. Þegar því hafi verið lokið, nú í lok nóvembermánaðar, hafi ekkert verið eftir annað en að skrifa undir friðlýsinguna. Drangaskörð á Ströndum.Vísir/Samúel „Þá var ekkert eftir annað en að klára þetta. Þannig að menn þurfa aðeins að vinna heimavinnuna sína og fatta hvað þetta snýst um,“ segir Vésteinn. Spyr hvort Bergþór ætlist til að gengið sé á eignarrétt fólks Í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Bergþór, eins og áður segir, að tala um að málið tengdist Hvalárvirkjun nánum böndum, sem Vésteinn segir ekki staðreynd málsins. „Bergþór er þarna í útvarpinu að blaðra um að þetta sé út af Hvalárvirkjun. Þetta hefur ekkert með Hvalárvirkjun að gera. Enda er Drangajörðin eignarland þannig að upphaflegu drögin að Hvalárvirkjun voru ekki inni á landinu til að byrja með þannig að þetta kemur okkur ekkert við,“ segir Vésteinn. „Drangajörðin er eignarland þannig að þeir geta ekkert farið inn á það og virkjað án þess að landeigendur selji vatnsréttindi eða gefi rannsóknarleyfi. Þannig að það er ekki eins og það sé verið að taka eitthvað í burtu sem þeir áttu. Þetta er eignarjörð sem hluthafarnir eiga.“ Vésteinn Sveinsson, varaformaður í stjórn Fornasels.Aðsend Hann segir því ekkert við Hvalárvirkjun koma Dröngum við. „Þetta er bara bull, Bergþór þyrfti þá að útskýra það fyrir mér hvernig þetta kæmi heim og saman. Það var nálgast landeigendur með rannsóknarleyfi og því var neitað fyrir nokkrum árum. Þannig að hann er væntanlega ekki að ætlast til þess að það sé gengið á eignarrétt fólks í svona málum, að gera það sem það vill við sínar jarðir og sínar eignir.“ Vilja ekki að ættaróðalið sé pólitískt deilumál Hluthafar í Fornaseli eru fjórtán börn Önnu Jakobínu Guðjónsdóttur og Kristins Halls Jónssonar, sem keyptu Drangajörð á sjötta áratugi síðustu aldar. Vésteinn er barnabarn Önnu og Kristins og því um ættarjörð að ræða. „Þessi friðlýsing snýst um það fyrir þau að þau vilja tryggja það að þessi jörð, sem þau eiga, verði ósnortin. Þau vildu koma þessu í ákveðið form fyrir næstu kynslóðir,“ segir Vésteinn. Jörðin er í eigu barna hjónanna Önnu og Kristins sem keyptu Dranga á sjötta áratugi síðustu aldar. Vísir/Samúel „Það er fáránlegt að það sé verið að nota þetta í einhverjum pólitískum tilgangi gegn Mumma [Guðmund Inga], sem er bara að gera það sem við báðum hann um. Þetta á ekki að vera notað sem deiluefni milli stjórnmálaflokka.“ Hann segir Bergþór Ólason ekki hafa haft samband við landeigendur Dranga. „Heldur betur ekki. Og allir þessir pólitíkusar verða að vinna heimavinnuna sína áður en þeir byrja að blaðra,“ segir Vésteinn og veltir fyrir sér hvað Samfylkingarfólk, sem hefur gagnrýnt friðlýsinguna, sé að pæla komandi úr flokki sem spili sig sem náttúruverndarflokk. „Eitthvað hlýtur síðasta embættisverkið að vera“ Auk þingmanna stjórnarandstöðunnar hefur Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnt friðlýsinguna. Hann skrifaði á Facebook í gær að friðlýsingin væri til marks um valdaníðslu umhverfisráðherrans fyrrverandi. „Allt tal um valdaníðslu er svo út úr kú. Það er einkahlutafélag sem á jörðina og hluthafar í því vildu gera þetta og þeim er frjálst að gera með sínar eignir það sem þeir vilja. Umhverfisstofnun hefur verið frábær að vinna með og allir aðilar sem hafa komið að þessu,“ segir Vésteinn. Hann segir tafir á afgreiðslu málsins orsakast af töfum í skipulagsmálakerfinu. Það sé því ómögulegt að Guðmundur Ingi hafi skipulagt málið svo að hann gæti afgreitt það í skjóli nætur og nýrrar ríkisstjórnar. „Nei, við í stjórninni sem ég sit í höfðum umboð frá hluthöfum að klára þetta. Þannig að við bara kláruðum þetta, það var ekkert eftir. Eitthvað hlýtur síðasta embættisverkið að vera.“
Árneshreppur Umhverfismál Alþingi Miðflokkurinn Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Náttúruperla við ströndina sem fáir utan heimamanna vissu af „Hér er mikil náttúruperla,“ segir jarðfræðingurinn Steingrímur J. Sigfússon um klettaströndina á Rauðanesi í Þistilfirði, sem lengi vel var nánast eins og vel varðveitt innansveitarleyndarmál, en ferðamenn hafa verið að „uppgötva“ á seinni árum. 31. október 2021 07:57 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32
Náttúruperla við ströndina sem fáir utan heimamanna vissu af „Hér er mikil náttúruperla,“ segir jarðfræðingurinn Steingrímur J. Sigfússon um klettaströndina á Rauðanesi í Þistilfirði, sem lengi vel var nánast eins og vel varðveitt innansveitarleyndarmál, en ferðamenn hafa verið að „uppgötva“ á seinni árum. 31. október 2021 07:57