Scholz tekur við af Merkel: „Þetta eru klár kaflaskil“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. desember 2021 12:05 Merkel hefur verið kanslari Þýskalands í hartnær sextán ár. Vísir/AP Olaf Scholz tók formlega við embætti kanslara Þýskalands í morgun og þar með lauk sextán ára embættistíð Angelu Merkel. Prófessor í stjórnmálafræði segir að um sé að ræða kaflaskil í evrópskum og þýskum stjórnmálum þar sem erfitt er að ofmeta áhrif Merkel. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz var í morgun kjörinn kanslari Þýskalands af þýska þinginu og tók hann formlega við embættinu skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Hann tekur við embættinu af Angelu Merkel, sem hefur verið kanslari í sextán ár, lengur en nokkur annar kanslari í sögu Þýskalands. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir Merkel hafa sett mark sitt á bæði evrópsk og þýsk stjórnmál. „Angela Merkel hefur verið áhrifamesti leiðtogi Evrópu núna í mjög langan tíma og kannski svona síðasti af þessum risastóru fígúrum í evrópskum stjórnmálum, þannig að skuggi hennar verður ansi langur,“ segir Eiríkur. Hann segir Merkel hafa fest sig rækilega í sessi sem heimsleiðtogi, sérstaklega í kjölfar flóttamannakrísunnar árið 2015, og að erfitt sé að ofmeta hennar áhrif. „Það verður erfitt að fara í skó Angelu Merkel og fylla út í það rými sem að hún hefur tekið sér bæði innanlands og svo líka í evrópskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. „En eigi að síður má segja að Merkel hafi nú kannski líka rutt brautina fyrir Þýskaland til áhrifa á heimsvísu, sem er undir eftirmanni hennar komið að stíga inn í.“ Tíminn muni síðan leiða í ljós hver áhrif Scholz verða. „Þetta eru klár kaflaskil, bæði í þýskum og evrópskum stjórnmálum og það er auðvitað bara undir Scholz komið hver áhrif Þýskalands verða á hans tíð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi verið einkenni hjá þýskum stjórnmálum hversu lengi kanslarar hafa setið. „Það tók líka Merkel töluvert langan tíma að ná þeirri stöðu sem hún öðlaðist þannig það er ekkert óeðlilegt að það muni taka Scholz líka sinn tíma, að festa sig í sessi.“ Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz var í morgun kjörinn kanslari Þýskalands af þýska þinginu og tók hann formlega við embættinu skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Hann tekur við embættinu af Angelu Merkel, sem hefur verið kanslari í sextán ár, lengur en nokkur annar kanslari í sögu Þýskalands. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir Merkel hafa sett mark sitt á bæði evrópsk og þýsk stjórnmál. „Angela Merkel hefur verið áhrifamesti leiðtogi Evrópu núna í mjög langan tíma og kannski svona síðasti af þessum risastóru fígúrum í evrópskum stjórnmálum, þannig að skuggi hennar verður ansi langur,“ segir Eiríkur. Hann segir Merkel hafa fest sig rækilega í sessi sem heimsleiðtogi, sérstaklega í kjölfar flóttamannakrísunnar árið 2015, og að erfitt sé að ofmeta hennar áhrif. „Það verður erfitt að fara í skó Angelu Merkel og fylla út í það rými sem að hún hefur tekið sér bæði innanlands og svo líka í evrópskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. „En eigi að síður má segja að Merkel hafi nú kannski líka rutt brautina fyrir Þýskaland til áhrifa á heimsvísu, sem er undir eftirmanni hennar komið að stíga inn í.“ Tíminn muni síðan leiða í ljós hver áhrif Scholz verða. „Þetta eru klár kaflaskil, bæði í þýskum og evrópskum stjórnmálum og það er auðvitað bara undir Scholz komið hver áhrif Þýskalands verða á hans tíð,“ segir Eiríkur. Hann bendir þó á að það hafi verið einkenni hjá þýskum stjórnmálum hversu lengi kanslarar hafa setið. „Það tók líka Merkel töluvert langan tíma að ná þeirri stöðu sem hún öðlaðist þannig það er ekkert óeðlilegt að það muni taka Scholz líka sinn tíma, að festa sig í sessi.“
Þýskaland Evrópusambandið Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira