Gróðurhúsið í Hveragerði formlega opnað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. desember 2021 13:27 Eigendurnir Valgarð Sörensen og Brynjólfur J. Baldursson. Gróðurhúsið í Hveragerði hélt opnunarhóf á laugardag þar sem boðsgestir fengu að skoða bygginguna, smakka matinn og upplifa stemninguna. Baldur Kristjáns Gróðurhúsið opnaði formlega í Hveragerði í dag og var haldið partý þar á laugardag til að halda upp á opnunina. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem á að höfða bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, verslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð. „Við uppbyggingu hefur sjálfbærni verið höfð að leiðarljósi og nafnið því vel við hæfi enda Hveragerði þekkt fyrir sín fjölmörgu gróðurhús. Markmiðið er að að gestir geti staldrað við í fallegu umhverfi og notið alls þess sem Gróðurhúsið hefur uppá að bjóða,“ segir í tilkynningu um opnunina. Hálfdan Pedersen sér um heildarhönnun og útlit Gróðurhússins en samvinna er með Flóru garðyrkjustöð um ráðgjöf varðandi gróður hússins sem að sjálfsögðu er í aðalhlutverki í sjálfum Blómabænum. Gróður spilar lykilhlutverk í hönnun Gróðurhússsins. Gluggarnir eru líka eins og í nútímalegu gróðurhúsi.qBaldur Kristjáns „Í suðurenda byggingarinnar er mathöllin með fimm frábærum veitingastöðum; Hipstur, Yuzu burgers, Wok-on, Taco vagninn og Pönk Fried Chicken (PFC). Í glerskálanum til suðurs er svo Nýlendubar Kormáks og Skjaldar en þar er hægt að upplifa suðræna stemningu og skála í svalandi drykk undir pálmatré. Barinn nær einnig til setustofu annarrar hæðar og þaksvala með frábæru útsýni til suðurs. Í norðurenda byggingarinnar hafa gamalgróin vörumerki úr höfuðborginni komið sér fyrir s.s. Epal, Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar og Álafoss. Einnig er þar starfrækt ný sælkeraverslun og matarmarkaður sem ber nafnið Me&Mu en þar er áherslan á smáframleiðendur og vörur beint úr héraði. Ísbúðin Bongo býður uppá nýja og skemmtilega nálgun í samvinnu við Kjörís. Kaffihúsið býður svo uppá léttar veitingar, girnilegan morgunverð og léttar veitingar ásamt hinum vinsælu açaí skálum frá Maika’i Reykjavík. Samstarf er við Te&Kaffi um kaffidrykki í kaffihúsinu og á eins hægt að gæða sér á þeirra frábæra kaffi á herbergjum hótelsins.“ Íbúar í Hveragerði fengu að skoða sig um í Gróðurhúsinu í gær en formlega opnar byggingin í dag. Baldur Kristjáns The Greenhouse Hotel er lífstílshótel með áherslu á hágæða herbergi ásamt skemmtilegri stemningu og upplifun gesta. Hótelið er staðsett á efri hæðum byggingarinnar og hafa hótelgestir aðgang að norðursvölum en þar mun opna spa svæði sem tilvalið er til slökunar. „Lagt er upp með að gestir geti slakað vel á og náð í alla sína þjónustu sem þeir þurfa innan Gróðurhússins. Þeir sem kjósa geta síðan notið fjölbreyttrar útivistar sem er að finna í bakgarðinum í Reykjadal en þar er heiti lækurinn og Hengillinn vinsælir áningastaðir. Margir fara í göngur, fjallahjól og útreiðartúra ásamt því að veiða í ánni og spila golf í sveitinni. Það er síðan margt í boði í nágrenninu og vinnur Gróðurhúsið náið með ferðaþjónustuaðilum í nærumhverfi sínu.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fleiri myndir af Gróðurhúsinu í Hveragerði. Allar myndirnar tók ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson. Tíska og hönnun Matur Hveragerði Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2. júní 2021 07:50 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Við uppbyggingu hefur sjálfbærni verið höfð að leiðarljósi og nafnið því vel við hæfi enda Hveragerði þekkt fyrir sín fjölmörgu gróðurhús. Markmiðið er að að gestir geti staldrað við í fallegu umhverfi og notið alls þess sem Gróðurhúsið hefur uppá að bjóða,“ segir í tilkynningu um opnunina. Hálfdan Pedersen sér um heildarhönnun og útlit Gróðurhússins en samvinna er með Flóru garðyrkjustöð um ráðgjöf varðandi gróður hússins sem að sjálfsögðu er í aðalhlutverki í sjálfum Blómabænum. Gróður spilar lykilhlutverk í hönnun Gróðurhússsins. Gluggarnir eru líka eins og í nútímalegu gróðurhúsi.qBaldur Kristjáns „Í suðurenda byggingarinnar er mathöllin með fimm frábærum veitingastöðum; Hipstur, Yuzu burgers, Wok-on, Taco vagninn og Pönk Fried Chicken (PFC). Í glerskálanum til suðurs er svo Nýlendubar Kormáks og Skjaldar en þar er hægt að upplifa suðræna stemningu og skála í svalandi drykk undir pálmatré. Barinn nær einnig til setustofu annarrar hæðar og þaksvala með frábæru útsýni til suðurs. Í norðurenda byggingarinnar hafa gamalgróin vörumerki úr höfuðborginni komið sér fyrir s.s. Epal, Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar og Álafoss. Einnig er þar starfrækt ný sælkeraverslun og matarmarkaður sem ber nafnið Me&Mu en þar er áherslan á smáframleiðendur og vörur beint úr héraði. Ísbúðin Bongo býður uppá nýja og skemmtilega nálgun í samvinnu við Kjörís. Kaffihúsið býður svo uppá léttar veitingar, girnilegan morgunverð og léttar veitingar ásamt hinum vinsælu açaí skálum frá Maika’i Reykjavík. Samstarf er við Te&Kaffi um kaffidrykki í kaffihúsinu og á eins hægt að gæða sér á þeirra frábæra kaffi á herbergjum hótelsins.“ Íbúar í Hveragerði fengu að skoða sig um í Gróðurhúsinu í gær en formlega opnar byggingin í dag. Baldur Kristjáns The Greenhouse Hotel er lífstílshótel með áherslu á hágæða herbergi ásamt skemmtilegri stemningu og upplifun gesta. Hótelið er staðsett á efri hæðum byggingarinnar og hafa hótelgestir aðgang að norðursvölum en þar mun opna spa svæði sem tilvalið er til slökunar. „Lagt er upp með að gestir geti slakað vel á og náð í alla sína þjónustu sem þeir þurfa innan Gróðurhússins. Þeir sem kjósa geta síðan notið fjölbreyttrar útivistar sem er að finna í bakgarðinum í Reykjadal en þar er heiti lækurinn og Hengillinn vinsælir áningastaðir. Margir fara í göngur, fjallahjól og útreiðartúra ásamt því að veiða í ánni og spila golf í sveitinni. Það er síðan margt í boði í nágrenninu og vinnur Gróðurhúsið náið með ferðaþjónustuaðilum í nærumhverfi sínu.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fleiri myndir af Gróðurhúsinu í Hveragerði. Allar myndirnar tók ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson.
Tíska og hönnun Matur Hveragerði Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2. júní 2021 07:50 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2. júní 2021 07:50