Óskar ákvað að segja skilið við Häcken þar sem hann lék 16 leiki í sænsku úrvalsdeildinni í síðustu leiktíð, en aðeins þrjá þeirra í byrjunarliði.
Þessi 29 ára gamli bakvörður, sem lék sinn eina A-landsleik gegn El Salvador í janúar í fyrra, hefur leikið víða í Svíþjóð en þar er hann fæddur og uppalinn.
Í viðali við heimasíðu Varberg kveðst Óskar afar spenntur fyrir því að koma til félagsins, liði hann hafi fylgst með og spilað á móti. „Þetta er félag sem á skömmum tíma hefur átt tilkomumikið ferðalag, byggt á litlum efnum, og skapað harðduglegt lið sem erfitt er að mæta,“ sagði Óskar.