„Þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega eða missum þá alveg kjánalega varnarlega“ Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2021 21:51 Einar Jónsson og Haraldur Þorvarðarson á hliðarlínunni í Safamýri. vísir/hulda margrét „Við vorum bara ekki góðir í dag. Mér finnst við hafa spilað vel undanfarna leiki en við vorum ekki góðir núna,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið nauma gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Framarar lentu 16-10 undir í fyrri hálfleik en náðu að vinna þann mun fljótt upp og jafna metin nokkrum sinnum. Þeim tókst hins vegar ekki að komast yfir og töpuðu á endanum, 33-32. „Við vorum óskynsamir, varnarlega vorum við alls ekki nógu góðir, og svo einhvern veginn alltaf þegar við erum komnir inn í þetta þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega, eða missum þá alveg kjánalega varnarlega. Þetta var saga leiksins. Við vorum lélegir í fyrri hálfleik, skömminni skárri í seinni hálfleik og náðum að jafna metin, en svo komu kjánalegir feilar bæði í vörn og sókn og það er rosalega dýrt,“ sagði Einar við Vísi eftir leik. „Fyrstu 15-20 mínútur leiksins eru bara lélegar hjá okkur. Ég veit ekki af hverju. Við vorum andlausir. Langt frá mönnum, skrefinu á eftir, og það var bara rosalega margt vont við þennan fyrsta kafla. Hinar 45 mínúturnar eru ágætar að mörgu leyti en við gerðum of mörg kjánaleg mistök Í seinni hálfleik er fullt af tímapunktum þar sem ég hélt að við værum bara að ná tökum á leiknum. Þeir voru í basli og „momentum“ með okkur, en þá köstuðum við bara boltanum út af, fengum tvígrip á okkur eða eitthvað slíkt. Það vantaði meiri klókindi, kannski meiri gæði, og við náðum ekki að nýta þessi „móment“ sem við höfðum með okkur í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Verðum að fara að fá tvö stig Eftir tvö jafntefli í röð og eins marks tap í kvöld má ætla að Framarar séu orðnir langeygðir eftir sigri: „Við verðum að fara að fá tvö stig. Þetta eru 1-2 mörk nánast í hverjum einasta leik hjá okkur. Við verðum að klára dæmið, og reyna að læra af þessu. Nýta stöðuna þegar við erum komnir yfir, eða eins og í kvöld þegar við náðum að jafna. Það er margt að greina en líka ýmislegt gott í þessu,“ sagði Einar. Gjaldkerinn klókur markvörður sem miðlar reynslu Framarar tefldu annan leikinn í röð fram hinum 42 ára gamla Magnúsi Gunnari Erlendssyni, sem varði mark liðsins meirihluta leiksins í kvöld. Magnús, sem er gjaldkeri handknattleiksdeildar Fram, hafði ekki spilað í sex ár þegar Einar kallaði á hann vegna meiðsla Lárusar Helga Ólafssonar. Af hverju var kallað á Magnús? „Staðreyndin er bara sú að hlutfallsmarkvarslan hjá okkur hefur minnkað um 10 prósentustig eftir að Lárus meiddist. Við erum að vinna í þeim málum og töldum að við þyrftum ákveðna reynslu inn í þetta. Hann kom frábær inn í síðasta leik en við ætlumst ekki til þess að hann loki markinu í hverjum einasta leik. Ég held að hann geti hjálpað okkur og miðlað sinni reynslu til hinna markvarðanna, og tekið aðeins pressuna af þeim. Maggi er góður markvörður, klókur drengur, og vonandi getum við notað hann eitthvað áfram,“ sagði Einar. Olís-deild karla Fram Haukar Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Körfubolti Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Framarar lentu 16-10 undir í fyrri hálfleik en náðu að vinna þann mun fljótt upp og jafna metin nokkrum sinnum. Þeim tókst hins vegar ekki að komast yfir og töpuðu á endanum, 33-32. „Við vorum óskynsamir, varnarlega vorum við alls ekki nógu góðir, og svo einhvern veginn alltaf þegar við erum komnir inn í þetta þá gerum við einhvern algjöran skítafeil sóknarlega, eða missum þá alveg kjánalega varnarlega. Þetta var saga leiksins. Við vorum lélegir í fyrri hálfleik, skömminni skárri í seinni hálfleik og náðum að jafna metin, en svo komu kjánalegir feilar bæði í vörn og sókn og það er rosalega dýrt,“ sagði Einar við Vísi eftir leik. „Fyrstu 15-20 mínútur leiksins eru bara lélegar hjá okkur. Ég veit ekki af hverju. Við vorum andlausir. Langt frá mönnum, skrefinu á eftir, og það var bara rosalega margt vont við þennan fyrsta kafla. Hinar 45 mínúturnar eru ágætar að mörgu leyti en við gerðum of mörg kjánaleg mistök Í seinni hálfleik er fullt af tímapunktum þar sem ég hélt að við værum bara að ná tökum á leiknum. Þeir voru í basli og „momentum“ með okkur, en þá köstuðum við bara boltanum út af, fengum tvígrip á okkur eða eitthvað slíkt. Það vantaði meiri klókindi, kannski meiri gæði, og við náðum ekki að nýta þessi „móment“ sem við höfðum með okkur í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Verðum að fara að fá tvö stig Eftir tvö jafntefli í röð og eins marks tap í kvöld má ætla að Framarar séu orðnir langeygðir eftir sigri: „Við verðum að fara að fá tvö stig. Þetta eru 1-2 mörk nánast í hverjum einasta leik hjá okkur. Við verðum að klára dæmið, og reyna að læra af þessu. Nýta stöðuna þegar við erum komnir yfir, eða eins og í kvöld þegar við náðum að jafna. Það er margt að greina en líka ýmislegt gott í þessu,“ sagði Einar. Gjaldkerinn klókur markvörður sem miðlar reynslu Framarar tefldu annan leikinn í röð fram hinum 42 ára gamla Magnúsi Gunnari Erlendssyni, sem varði mark liðsins meirihluta leiksins í kvöld. Magnús, sem er gjaldkeri handknattleiksdeildar Fram, hafði ekki spilað í sex ár þegar Einar kallaði á hann vegna meiðsla Lárusar Helga Ólafssonar. Af hverju var kallað á Magnús? „Staðreyndin er bara sú að hlutfallsmarkvarslan hjá okkur hefur minnkað um 10 prósentustig eftir að Lárus meiddist. Við erum að vinna í þeim málum og töldum að við þyrftum ákveðna reynslu inn í þetta. Hann kom frábær inn í síðasta leik en við ætlumst ekki til þess að hann loki markinu í hverjum einasta leik. Ég held að hann geti hjálpað okkur og miðlað sinni reynslu til hinna markvarðanna, og tekið aðeins pressuna af þeim. Maggi er góður markvörður, klókur drengur, og vonandi getum við notað hann eitthvað áfram,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Fram Haukar Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Körfubolti Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira